Skólavarðan - 15.10.2002, Síða 28
Skólastjórar jákvæðir - trúnaðarmenn
gagnrýnni
Könnun á framkvæmd kjarasamnings grunnskólakennara og
skólastjóra
Nú liggja fyrir niðurstöður könnunar sem Rannsóknarstofn-
un KHÍ gerði sl. vor meðal skólastjóra og trúnaðarmanna
Kennarasambands Íslands um framkvæmd gildandi kjara-
samnings. Þar kemur fram að meirihluti skólastjóra telur að
samningurinn hafi haft jákvæð áhrif á starfsumhverfi skólanna.
Viðmælendur úr hópi trúnaðarmanna virðast gagnrýnni og
segja bæði kost og löst á samningnum. Þeir gagnrýna m.a.
kynningu hans og sumir telja að samningurinn hafi ekki skilað
þeim launahækkunum sem fyrirheit hafi verið gefin um. Sjá
nánar á heimasíðu KÍ, www.ki.is (frétt frá 21. október sl.)
Nýr formaður Launanefndar sveitarfélaga
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Hafn-
arfjarðarbæjar, hefur verið kjörinn formaður Launanefndar
sveitarfélaga til næstu fjögurra ára og Jakob Björnsson, bæjar-
fulltrúi á Akureyri, hefur verið kjörinn varaformaður nefndar-
innar.
Karl Björnsson, fráfarandi formaður launanefndar, hefur ver-
ið ráðinn sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfé-
laga, en hann mun starfa fyrir launanefndina ásamt öðrum
starfsmönnum kjarasviðs. Einnig mun Sigurður Óli Kolbeins-
son, sviðsstjóri lögfræðisviðs Sambandsins, sinna störfum fyr-
ir nefndina, sérstaklega hvað varðar lögfræðilega þætti er lúta
að túlkun og framkvæmd kjarasamninga. Þetta kemur fram í
frétt á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Aðrir aðalmenn í Launanefnd sveitarfélaga eru:
Þórir Sveinsson, fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar, Þorsteinn
Einarsson, starfsmannastjóri Kópavogsbæjar, Jóhanna Reynis-
dóttir, sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps, Halldóra B.
Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Hornafirði, Birgir
Björn Sigurjónsson, forstöðumaður kjaraþróunardeildar
Reykjavíkurborgar, Helgi Hjörvar, varaborgarfulltrúi í Reykjavík
og Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur.
Styrkir til námsefnisgerðar á
framhaldsskólastigi
Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til
námsefnisgerðar í bóklegum og verklegum greinum á fram-
haldsskólastigi. Heimilt er skv. reglum um úthlutun að verja
allt að fimmtungi heildarúthlutunar til að efla ákveðin svið.
Umsækjendur eru minntir á að taka mið af gildandi námskrám.
Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, námsefnis-
nefnd, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, í síðasta lagi 4. nóv-
ember næstkomandi. Sækja skal um á sérstökum eyðublöðum
sem fást í menntamálaráðuneytinu og í framhaldsskólum.
Eyðublöðin er einnig að finna á vefsíðu ráðuneytisins,
www.menntamalaraduneyti.is
Frétt i r, smáauglýs ingar og t i lkynningar
29
Kynning á merkjum félaga
Í öllum regnbogans litum
Aðildarfélög Kennarasambands Ís-
lands hafa tekið upp ný félagsmerki
sem eru eins og merki KÍ en hvert
með sínum lit í einni rönd þess.