Skólavarðan - 01.10.2014, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.10.2014, Blaðsíða 3
5. október er alþjóðadagur kennara og er honum fagnað af rúmlega 30 milljónum kennara um allan heim. Al- þjóðasamtök kennara (Education International) ákváðu að þema dagsins væri að þessu sinni „Unite for quality education for all“, eða „sameinumst um gæðamenntun til KDQGD|OOXP³HQìHWWDKHIXUHLQQLJYHULè\¿UVNULIWiWDNV- verkefnis sem staðið hefur allt frá alþjóðadegi kennara 2013. Með þessu vilja kennarar og stjórnendur skóla um allan heim benda á þá staðreynd að jafnrétti til náms er ekki til staðar í heiminum í dag, þrátt fyrir áætlanir Sameinuðu þjóðanna. Þessu vilja Alþjóðasamtök kennara breyta og einnig að Sameinuðu þjóðirnar haldi áfram að vinna í málinu. Tryggja þarf að allir njóti þess sjálfsagða réttar að geta menntað sig óháð efnahag, félagslegri stöðu í samfélaginu eða kyni. Kennarar um allan heim eru hvattir til að senda bréf til aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, og hvetja hann til að beita sér í málinu. 9LèËVOHQGLQJDUJHWXPYHULèVWROWDIVNyODNHU¿RNNDU  Það er gott og jafnrétti er til staðar en alltaf má gera betur. Þrátt fyrir niðurskurð til menntamála allt frá efnahagshruninu 2008 hefur tekist að koma í veg fyrir að settar séu hindranir á námsmöguleika ungs fólks. Innihald náms hefur lítið verið skert og framsækin menntastefna sem sett var fram 2008 hefur verið innleidd, þó ekki að fullu. Hins vegar hefur sú samfella milli skólastiga sem hugsuð var með lagasetningunni 2008 ekki náð fram að ganga vegna fyrrgreinds sparnaðar. Framboð á námstil- boðum hefur einnig dregist saman, valgreinum í grunnskólum hefur fækkað og nemendahópar hafa stækkað. ÁVARP FORMANNS KÍ OKTÓBER 2014 Þórður Á. Hjaltested formaður KÍ TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.