Skólavarðan - 01.10.2014, Blaðsíða 50

Skólavarðan - 01.10.2014, Blaðsíða 50
MOLAR OKTÓBER2014 ÞAÐ SEM BÖRN LEGGJA Á SIG Ingileif Ástvaldsdóttir (#ingileif), skólastjóri í Þelamerkurskóla, er í hópi öflugustu tístara og birtir áhugaverð tíst oft í viku. Fyrir stuttu birti Ingileif slóð á Twitter þar sem greint er frá 25 hættulegustu og erfiðustu leiðum sem börn í heiminum þurfa að fara í skólann. Það er ótrúlegt hvað skólakrakkar leggja á sig á degi hverjum. Börn í Gulu í Kína þurfa t.d. að ganga fimm klukkustunda langa leið, og mest af henni á þröngum fjallastíg í mikilli hæð, til að komast í skólann sinn. Myndirnar tala sínu máli. SPJALDTÖLVUSPJALL Spjaldtölvur í námi og kennslu nefnist hópur á Facebook þar sem fólk skiptist á upplýsingum um notkun spjaldtölva í kennslu. Það er auðvelt að finna hann, einfaldlega með því að slá inn í leitarreit Facebook: Spjaldtölvur í námi og kennslu. Hópur- inn stækkar jafnt og þétt og telur nú hátt á fjórða þúsund manns. Um- ræðan á vefnum er fróðleg og margir duglegir að setja inn ábendingar um sniðug forrit eða öpp sem gagnast í kennslustofunni. Svo er líka hægt að varpa inn spurning- um og leita ráða. Stofnendur hópsins eru þær Elsa Dóróthea, Guð- laug og Hanna Rún en þær stunda allar meistaranám á Menntavísindasviði HÍ. MENNTASPJALL Á MÁNUDÖGUM MenntaVarp heitir nýr spjallþáttur um menntamál sem er á dagskrá á netinu annan hvern mánudag frá klukkan 17 til 17.30. Um- sjónarmenn eru Ragnar Þór Pétursson og Ingvi Hrannar Ómarsson. Hlekk á þáttinn er að finna á Twitter undir #mvarp eða á slóð Menntavarpsins. Orðaflipp heitir íslenskt app fyrir skáld og rithöfunda framtíðarinnar. Orðaflipp er þannig öflugt tól til sköpunar en bætir um leið orðaforða og þjálfar málfræði hjá ungum sem öldnum. APPIÐ SnapType heitir ókeypis app sem er ætlað nemendum sem eiga erfitt með skrift. Í stað þess að nota blýant er tekin mynd af verkefninu og síðan tvísmellt á myndina og lyklaborð kemur upp og þá er ekkert mál að skrifa inn.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.