Skólavarðan - 01.10.2014, Blaðsíða 43

Skólavarðan - 01.10.2014, Blaðsíða 43
VyNQVêQLIUDPiDèNHQQDULKD¿HNNHUWJHUWDIVpUVWHQGXUGyP- XUVDPIpODJVLQVyEUH\WWXUVHPJHWXUKDIWDOYDUOHJDUDÀHLèLQJDUi starfsferil viðkomandi. Þessi veruleiki er eitthvað sem Kennara- VDPEDQGLèìDUIDèU èDYLèVYHLWDUIpO|JLQRJUtNLVYDOGLèRJ¿QQD lausn á vandanum“. Eldri kennarar í vandræðum (LQQPiODÀRNNXUWHNXUQ~PHLULWtPDHQièXUHQKDQQVQêUDè ráðningamálum. „Það eru dæmi um að auglýst sé eftir kennurum á ákveðnu aldursbili eða kennurum sem ekki eru komnir með aldursafslátt. Sem þýðir í raun að eldri kennurum er gert ómögulegt að sækja um og þar með er verið að mismuna fólki eftir aldri. Ég sé ekki mun á því og ef t.d. væri farið fram á að rauðhærðir, konur eða fólk með ákveðna kynhneigð væri beðið um að sækja ekki um. Það eiga allir rétt á að sækja um störf og svona auglýsingar eru að mínu viti ólöglegar,“ segir Erna. Hún segir að þetta tengist því að eldri kennarar séu með betri kjör og réttindi heldur en þeir yngri. „Stofnanir eru kannski að glíma við fjárhagsvanda og fara því þessa leið. En það er einfaldlega engin afsökun og breytir því ekki að slíkar auglýsingar eru ólögmætar. Það verður að gefa öllum jafnan kost á að sækja um störf og síðan verður að liggja málefnaleg ástæða fyrir því hver er valinn úr hópi umsækjenda“. ÚR AUGLÝSINGU MR EFTIR GRÍSKUKENNARA 18. FEBRÚAR 2014: Vegna þröngra fjárheimilda skólans er æskilegt að umsækjendur séu ekki komnir með kennsluafslátt. ÚR AUGLÝSINGU LEIKSKÓLANS SÆLUKOTS Í MAÍ 2014. Leikskólinn... óskar eftir að ráða 2 heilsuhrausta leikskólakennara á aldrinum 25-40 ára til starfa frá og með 1. ágúst næstkomandi. VIÐTAL OKTÓBER 2014

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.