Skólavarðan - 01.10.2014, Qupperneq 8

Skólavarðan - 01.10.2014, Qupperneq 8
„Stjórn Kennarasambands Íslands harmar að í fjárlagafrum- varpi ársins 2015 skuli enn vera þrengt að framhaldsskólum landsins og aðgengi ungs fólks að námi skert. Rekstur fram- haldsskóla landsins er fyrir löngu kominn að þolmörkum. Það skýtur því skökku við að á sama tíma og stjórnvöld afþakka tekjustofna er boðaður áframhaldandi niðurskurður í skóla- NHU¿QX³VHJLUtiO\NWXQLQQL  Framhaldsskólunum hefur á hverju ári frá hruni verið gert að spara í rekstri sínum. Hjalti Jón Sveinsson, skólameist- ari Verkmenntaskólans á Akureyri og formaður Skólameistarafélags Íslands og Félags íslenskra framhaldsskóla, segir í samtali við Skólavörðuna að enn einu sinni standi skólarnir frammi fyrir því að fá ekki nægilegar fjárveitingar til að greiða kennurum laun. „Laun eru um 80% af rekstrarkostn- aði framhaldsskólanna. Ráðuneytið not- ar svokallaða launastiku til að reikna út hversu mikinn launa- kostnað hver skóli ber og í fyrra var 20% munur á útreikningum hennar og raunverulegum launakostnaði skólanna. Það er aðeins stoppað upp í gatið nú en munurinn verður engu að síður að óbreyttu um 12% á næsta ári. Það þýðir að við þurfum áfram að taka fé úr öðrum rekstri skólanna til að greiða laun sem hefur alls konar áhrif. Við höfum ekki svigrúm til að endurnýja tæki og tól. Við þurfum að kenna nemendum í alltof stórum hópum og svo má lengi telja,“ segir Hjalti Jón. Gjörbreyting á menntapólitík Framhaldsskólanemar voru 19.600 árið 2014 en gert er ráð fyrir að þeir verði aðeins 18.700 á næsta ári. Fækkunin skýrist ekki af því að færri muni sækja um nám á framhaldsskólastigi, heldur af því að takmarka á aðgengi 25 ára og eldri að námi í framhalds- skólum. Þessum hópi verður í staðinn ýtt inn í símenntunar- stöðvar, háskólabrú o.s.frv. Hjalti Jón Sveinsson, formaður Skólameist- arafélags Íslands og Félags íslenskra framhaldsskóla.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.