Skólavarðan - 01.10.2014, Blaðsíða 25

Skólavarðan - 01.10.2014, Blaðsíða 25
framtíðar og baráttuherferðina fyrir því að allar stúlkur heims fái að ganga í skóla. Eins og fram kemur í frétt á vefsíðu Alþjóðasamtakanna þá standa vonir til að þátttaka í átakinu verði góð – og að aðalritari Sameinuðu þjóðanna fái svo mörg skilaboð að það muni hreyfa við málum. Þórður Hjaltested, formaður KÍ, gerir kröfuna um gæða- menntun til handa öllum að umtalsefni í leiðara hér annars staðar í blaðinu. Hann segir að kennarar vilji með þessu átaki benda á þá staðreynd að jafnrétti til náms sé ekki til staðar í heiminum í dag, þrátt fyrir áætlanir Sameinuðu þjóðanna. „Tryggja þarf að allir njóti þess sjálfsagða réttar að geta mennt- að sig óháð efnahag, félagslegri stöðu í samfélaginu eða kyni,“ skrifar Þórður og hvetur alla kennara um leið til þess að senda skilaboð til aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Það er auðvelt að taka þátt í átaki Alþjóðasamtakanna, það þarf bara að heimsækja þessa slóð og velja sér sendingarmáta. ALÞJÓÐADAGUR KENNARA OKTÓBER 2014 Fyrsti kennsludagur Kennari og nemendur í Breiðholtsskóla 24. september 1969. Þetta var fyrsti skóladagur í nýjum skóla. MYND: DV

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.