Gestur - 15.09.1933, Page 18

Gestur - 15.09.1933, Page 18
16 GESTUR 1,1. Þá huldist Hekla reyk, sem héldi sjónhverfing, og logar brugðu á leik um loftið alt um kring. Þá skeði í Pjórsárdal að Pórunn, draumafróð, fékk gefið gesta val að gista og hylja slóð. Á viltum, frískum fák úr feigðar bygðum rann. Sinn hluta af Hel við skák að huldu ráði vann. Pá flóð af Heklu hljóp, er heltók blómgan reit, það ógn og angist skóp og auðn og dauða sveit. Pað eyddi breiðri bygð, pað breytti gróðri í kaun. Alt draup af djúpri hrygð, er dalurinn varð hraun. Pað er í Pjórsárdal, að próttur fólginn býr, nú upp af vikri, val er vaxinn gróður nýr. — Pað er sem skuggi og skin par skiptist víða á, og auðnin eigi vin, sem ástúð streymir frá. Pað er í Pjórsárdal, að pjóðin menjar á, er geymast hrund og hal, við hæðir, vötnin blá. Er gyllir sólfar sund, og seiða fossamál, í blómgum birkilund vér bergjum dalsins skál.

x

Gestur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gestur
https://timarit.is/publication/1192

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.