Ský - 01.07.1990, Blaðsíða 34

Ský - 01.07.1990, Blaðsíða 34
gunnor horðorson MORGUNSÖNGUR árla þá ég á vorin vakna... — Jón Þorláksson á Bægisá Klukkan fjögur á morgnana vekja mig hvítir mávar. Æ —Það eru veiöibjöllur. Úff! Ég næ mér í prik þeyti því út í hrjótandi morgun sem þagnar. Nú svífa þeir aftur hvítir í bláu logninu um rauða dögun. Sofandi dögun. Ég laumast út einsog köttur þræði göturnar í miöbænum skokka niður á Austurvöll leggst þar í grasiö og styttan af Jóni Sigurðssyni þegir — mér til samlætis. Enginn á ferli. Aðeins kríurnar niðri viö Ráðhús og riturnar niöri viö Þinghús og gæsirnar niöri við Leikhús og álftirnar niðri viö Listasafn. Svo kaupi ég brauð þegar bakaríin opna fer heim aö hita mér kaffi lít snöggvast í blööin — æ fari það nú í heitasta: Klukkan fjögur síðdegis beint útvarp frá Alþingi!

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1193

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.