Ský - 01.07.1990, Blaðsíða 35

Ský - 01.07.1990, Blaðsíða 35
TROLLIÐ I FELLAHELLI I blokk einni í Ef ra-Breibholti bjuggu eitt sinn karl og kerling. Þau áttu sér þrjár dætur barna. Hét ein Ása, önnur Signý, þriöja Helga. Hún var þeirra yngst og höfbu karl og kerling á henni litlar mætur, en þeim mun meiri á eldri dætrunum tveim; leyföu þeim jafnan aö horfa á framhaldsþætti á laugardagskvöldum en Helgu létu þau sjá um sameignina. Þab bar til eitthvert laugardagskvöld ab Ása kom ab máli vib foreldra sína og bab leyfis ab fara í Fellahelli ab skemmta sér. Heldur voru karl og kerling treg til í fyrstu, enda skemmtilegur þáttur um kvöldib, en ab lokum varb þab úr ab Ása mætti fara. Býr hún sig nú í sitt besta skart og segir ekki af ferb hennar fyrr en hún kemur í Fellahelli. Er hún hefur skemmt sér þar nokkra hríb kemur til hennar rummungur einn mikill, tröllvaxinn og heldur ófrýnilegur. Hann gefur sig á tal vib hana og spyr hvort hún vilji dansa vib sig. Hún tók því fálega. Þá spyr hann hvort hún vilji kyssa sig. Hún kvab nei vib. Loks spyr hann hvort hún vilji fara heim meb sér. Hún þvertekur fyrir þab. Verba þeirra skipti ekki lengri vib svo búib. Lýkur nú skemmtan- inni og heldur Ása heimleibis. Veit hún þá ekki fyrri til en þrifib er í öxl henni og hún dregin inn í skúmaskot nokkurt. Fer engum sögum af þeirri vibureign fyrr en hún fær sig lausa um síbir og komst svo vib illan leik heim í foreldrahús. Leib nú svo vikan ab Ása fer ekki út. Og er laugardagskvöld var komib spyr Signý hvort hún fái ekki ab fara í Fellahelli úr því ab Ása fer ekki. Karl og kerling eru nú öllu tregari en í fyrra sinnib, enda tveir

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1193

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.