Ský - 01.07.1990, Page 35
TRÖLLIÐ í FELLAHELLI
í blokk einni í Efra-Breiöholti bjuggu eitt sinn karl og kerling. Þau áttu
sér þrjár dætur barna. Hét ein Ása, önnur Signý, þriðja Helga. Hún var
þeirra yngst og höföu karl og kerling á henni litlar mætur, en þeim
mun meiri á eldri dætrunum tveim; leyföu þeim jafnan aö horfa á
framhaldsþætti á laugardagskvöldum en Helgu létu þau sjá um
sameignina.
Þaö bar til eitthvert laugardagskvöld aö Ása kom aö máli viö
foreldra sína og baö leyfis aö fara í Fellaheili aö skemmta sér. Heldur
voru karl og kerling treg til í fyrstu, enda skemmtilegur þáttur um
kvöldið, en aö Iokum varö þaö úr aö Ása mætti fara. Býr hún sig nú í
sitt besta skart og segir ekki af ferö hennar fyrr en hún kemur í
Fellahelli. Er hún hefur skemmt sér þar nokkra hríö kemur til hennar
rummungur einn mikill, tröllvaxinn og heldur ófrýnilegur. Hann
gefur sig á tal viö hana og sþyr hvort hún vilji dansa viö sig. Hún tók
því fálega. Þá sþyr hann hvort hún vilji kyssa sig. Hún kvaö nei viö.
Loks sþyr hann hvort hún vilji fara heim meö sér. Hún þvertekur fyrir
þaö. Veröa þeirra skipti ekki lengri við svo búiö. Lýkur nú skemmtan-
inni og heldur Ása heimleiöis. Veit hún þá ekki fyrri til en þrifiö er í
öxl henni og hún dregin inn í skúmaskot nokkurt. Fer engum sögum
af þeirri viöureign fyrr en hún fær sig lausa um síöir og komst svo viö
illan leik heim í foreldrahús.
Leiö nú svo vikan aö Ása fer ekki út. Og er laugardagskvöld var
komið spyr Signý hvort hún fái ekki aö fara í Fellahelli úr því aö Ása
fer ekki. Karl og kerling em nú öllu tregari en í fyrra sinnið, enda tveir