Ský - 01.07.1990, Blaðsíða 26

Ský - 01.07.1990, Blaðsíða 26
juiio corfózar ÁVARP BJARNARINS Eg er björninn í lögnum hússins, ég smýg upp lagnirnar á hljóðum stundum, heitavatnsrörin, hitaveituleiðslurnar, loftræstistokkana, ég fer eftir leiðslunum frá íbúð til íbúðar og ég er björninn sem býr í lögnunum. Ég býst við að ég sé vel Iiðinn því feldur minn heldur pípunum hreinum, linnulaust renn ég um rörin og ekkert þykir mér skemmti- legra en aö flakka milli hæða, smjúga lagnirnar. Ég á þaö til að stinga loppunni útum krana svo stelpan á þriðju hæðinni æpir upp aö hún hafi brennt sig og stundum ræski ég mig bakvið eldavélina á annarri hæð svo Vilhelmína eldabuska fárastyfir loftræstingunni. Á nóttunni hef ég hljótt um mig og það er einmitt þá sem ég er liprastur, ég gægist upp um strompinn til að gá hvort ég sjái ekki tunglið dansa fyrir ofan mig og síöan renni ég mér í einu hendingskasti alveg niður í katlana í kjallaranum. Og þegar sumarið kemur syndi ég á kvöldin í vatnsþrónni innanum stjörnurnar og ég þvæ mér fyrst meö annarri loppunni, svo með hinni og seinast meö báðum og þá ræð ég mér ekki fyrir gleöi. Þvínæst bruna ég kumrandi af ánægju gegnum öll rör í húsinu svo íbúarnir bylta sér í rúmunum og blóta ástandinu á lögnunum. Sumir kveikja ljós hjá sér og hripa eitthvaö á miöa til að minna sig á að nefna þetta við húsvörðinn næstþegarþeir rekastá hann. Égfinn mér krana, alltaf er einhver sem ekki hefur skrúfað nógu vel fyrir, og þar rek ég út nefið og virði fyrir mér myrkur herbergjanna þar sem þær búa þessar verur sem ekki geta feröast eftir lögnunum og ég kenni svolítið í brjósti

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1193

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.