Ský - 01.11.1992, Page 18
NAFNASLEIKJAN
Nafnasleikjan veit hvað er gott, hann þefar þab uppi í
þúsund mílna fjarlægð og sparar sér enga fyrirhöfn til að
komast í tæri við nafnið sem hann ætlar að sleikja. Nú á
dögum er það leikur einn, í bíl eba flugvél, fyrirhöfnin er
hreint ekki svo mikil, en það verður ab segjast eins og er, að
hann mundi leggja meira á sig ef þess gerðist þörf. Löngun
hans vaknar þegar hann les dagblöbin, það sem er ekki í
blööunum er honum óviðkomandi. Ef nafn kemur oft fyrir
í blöbunum og ratar jafnvel í fyrirsagnirnar, verður löngun
hans ómótstæðileg og hann drífur sig af stað. Eigi hann fyrir
ferðinni, þá er þab fyrirtak; ef ekki, þá slær hann lán og
borgar meb ljómanum af hinu háleita markmiði sínu. „Ég
verð að sleikja N.N.," segir hann og það hljómar eins og
ferðin til Norburpólsins hljómaði í eina tíð.
Hann veit hvernig á að Iíta inn, hvort sem hann vísar til
einhvers annars eba ekki, hann hljómar alltaf eins og hann
sé alveg að deyja. Nöfn verða upp meb sér við að heyra að
einhver geti dáið úr þorsta vegna þeirra, allur heimurinn
eybimörk og þau eini brunnurinn. Og því er það, að þau
fallast á að hitta nafnasleikinn, ekki án þess að kvarta fyrst í
smáatriöum yfir tímaskorti. Það mætti jafnvel segja að þau
bíði hans með nokkurri eftirvæntingu. Þau snúa bestu hliðum
sínum að honum og þvo þær- en aðeins þær - vandlega og