Ský - 01.11.1992, Síða 20

Ský - 01.11.1992, Síða 20
ský 18 elias canelti GJAFAHIRÐIRINN Hún lifir á gjöfum sem hún tekur aftur. Hún gleymir engri gjöf. Hún þekkir þær allar, hún man hvar þær eru, hver og ein. Hún leitar þeirra út um allt og finnur sér alltaf eitthvert tilefni. Hún nýtur þess aö koma inn í ókunnug hús, í von um að finna þar líka gjöf frá sjálfri sér. Jafnvel sölnuð blómin blómstra svo hún geti tekið þau aftur. Hvernig tókst henni að gefa svo margar gjafir og hvernig mistókst henni ab fá þær aftur fyrr? Hún, sem gleymir öllu, gleymir aldrei gjöfum og einu vandkvæðin eru gjafir sem búib er ab éta upp til agna. Það er hálf vandræðalegt þegar hún birtist og búið er ab borba allt. Þá situr hún hugsi og ringluð, og man eftir einhverju sem ætti að vera þarna. Hún svipast laumulega um, kurteis konan, og veltir því fyrir sér hvort ekki sé eitthvaö falið. Hún nýtur þess sérstaklega að fara inn í eldhúsin, gægist í ruslið, kippist við í hjartanu, þarna er hann, börkurinn af appelsínunum hennar. Bara að hún hefði komið meb þær seinna eba farið fyrr að sækja þær. „Teketillinn minn!" segir hún og tekur hann upp. „Slæðan mín! Blússan mín!" Ef þiggjandinn er í blússunni, spyr hún hvort hún megi máta hana og þegar hún er búin ab dást að sjálfri sér frá öllum hliðum í speglinum, fer hún og er enn í blússunni.

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1193

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.