Stjórnartíðindi fyrir Ísland: B-deild - 01.12.1874, Blaðsíða 47
Stjórnartíðincli 1874. 33 5
Bref landshöfðingjans (til amtmannsins yflr suðr- og vestrumdæminu).
Með bréfi frá 7. þ. m. hefir ráðgjafinn fyrir ísland tilkynt mér, að han6 hátign kon-
ungrinn haíl 6. s. m. allramildilegast samþykt að manntalsbókargjöld í GullbringusýBlu og
Heykjavíkrkaupstað verði eptirleiðis greidd eptir meðalverði allra meðalveröa, en hingað til
hafa þau, eins og kunnugt er, verið goldin eptif verðlagi á hörðum fiski.
Þetta er hjer með tjáð yðr herra amtmaðr til þóknanlegrar leiðbeiningar og birt-
ingar.
Bref landshöfðingjans (til bæjarfógetans í Reykjavík).
Tilkynt, að ráðgjaflnn fyrir fsland hafi 7. þ. m. samþykt, að Reykjavtkr bæ verði veitt
10,000 króna lán úr landssjóði þannig, að bærinn endrgjaldi og greiði vexti af þessu fé
með því að borga árlega í 28 ár 6 krónur af hverju hundraði króna, sem lánið upphaf-
lega nemr.
Bref landshöfðingjans (til amtmannsins yfir norðr- og austrumdæminu).
Tilkynt, að 3 kassar með bókum, er hafa verið gefnar amtsbókasafninu á Akreyri frá
Ameriku í tilefni af þúsundára-hátíðinni, hafi komið til utanríkisstjórnarinnnr í Kaupmanna-
höfn, og verði geymöir þar, þangað til að þeim að vori verði komið með skipi beinlinis
til Akreyrar.
Bref landshöfðingjans (tii beggja amtmanna).
Ráðgjafinn fyrir ísland hefir 6. þ. m. ritað mér á þessa leið:
■'Hin nýja reikningseining, sem lögleidd var meö peningalögum frá 23. maí 1873 verðr
að við hafa eptir 1. janúar 1875, þá er þinggjöld og önnur gjöld lil landssjóðsins eru
heimluð saman, og skal með tillili til þess þjónustusamlega tjáð herra landshöfðingjanum
til þóknanlegrar leiðbeiningar og birtingar fyrir öllum íslenzkum gjaldheimtumönnum:
Öllum tollum og gjöldum, sem árlega er jafnað niðr eðr reiknað eptir verðhæðum,
er árlega eru tilteknar, t. d. verðlagsskrám, skal frá árinu 1875 jafna niðr í hinum nýu
peningum, enda mun upphæð sú, sern niðr á að jafna, og verð það, sem reikna á eptir,
verða ákveðið í þeim. Sé þar í mót tollr eðr gjald í lögunum ákvarðað í peningum, sem
hingað til hafa verið gjaldgengir, skal einnig eptir lögleiðingu hinnar nýu reikningseining-
ar við hafa hinn cldri peningareikning til að reikna tolla þá og gjöld, er hinir einstöku
gjaldþegnar eiga að gjalda, en þar eptir á að breyta gjöldunum á þann hátt, sem fyrir-
skipað er í 18. grein peningalaganna, og skal við það athuga, að brot af skildingi gjörist
að 1 skildingi, ef þau eru meiri en V2 skildingr, en annars að ’/a skildingi.
Öllum tollum og gjöldum, sem falla til greiðslu eptir 1. janúar, skal breyta til krónu-
peninga án tillils til tíma þess, er gjöldin greiðast fyrir, og eins verðr að breyta sam-
kvæmt 18. grein peningalaganna öllum tolla- og gjaldaskuldum frá fyrri gjalddðgum, sem
ekki er búið að greiða innan 1. janúarm. 1875.
Enn skal athugað, að aldrei á að taka brot af aurum í reikninga, og er loksins því
við bætl, að í reikningum þeim, sem samdir verða eptir 1. janúar 1875, en snerta und-
angengið ttmabil, skal við hafa peningareikning þann, er hingað til hefir verið i gildi».
l'etta er með þessu tjáð herra amtmanninum til leiðbeiningar og birtingar fyrir gjald-
heimtumönnunum í umdæmi yðar.
36
26tta
nóyb'r."
37
26tta
nóvbr,
38
26tta
nóvbr.
39
27da
nóvbr.
Hinn 2. desember 1874.