Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1887, Blaðsíða 43
39
1881 1882 1883 1884 1885
Austur-Skaptafells prófastdæmi 27 28 25 24 23
Vestur- Skaptafells 49 77 66 33 30
Rangárvalla 131 240 135 80 99
Árness 140 258 169 87 103
Gullbringu- og Kjósar 216 464 247 232 198
[Reykjavík 67 212 95 98 76]
Borgarfjarðar 55 121 68 67 42
Mýra 84 124 62 39 28
Snæfellsness- og Hnappadals—— 117 220 101 63 65
Dala 52 120 88 40 43
Barðastrandar 54 177 107 57 58
Vestur-ísafjarðar 30 104 64 27 36
Norður-ísafjarðar 96 291 195 111 101
Stranda 64 99 81 83 35
Húnavatns 152 208 138 96 97
Skagafjarðar 121 199 143 100 93
Eyjafjarðar 178 201 161 101 97
Suður-þingeyjar 98 100 100 63 71
Norður-þingeyjar 53 60 32 31 20
Norður-Múla 132 127 119 80 '74
Suður-Múla 96 135 101 100 109
Alls 1945 3353 2202 1514 1422
það er fljótsjeð á þessu yfirliti, að munurinn á árunum er ærið mikill, einkum að því
er snertir árið 1882, því það ár deyr í sumum prófastsdæmum tvöfalt á við hin árin, og
er það að kenna mislingunum, sem það ár gengu hjer yfir mikinn hluta lands. Eptir því
sem ráða má af yfirlitinu, munu mislingarnir lítið hafa gengið í þingeyjar, Múla og Skapta-
fells sýslum; skæðastir hafa þeir orðið á svæðinu frá Skaptafellssýslu að austan vestur um
land norður að Strandasýslu. því miður er ekki hægt með vissu að segja, hvað margir
hafa dáið úr mislingunum það ár hjer á landi, en eptir því, sem næst verður komizt,
munu það hafa verið um 1580 manns, og er það töluvert fieira, en alls ljezt hjer á landi
árin 1884 og 1885, hvort árið fyrir sig. Alls ljetust árið 1882 3353, eins og að ofan
er sýnt, og þegar sú tala er borin saman við mannfjöldann hjer á landi það ár, þá hefur
1 maður dáið af hverjum 21,4 landsmanna, og er sú tala voðalega mikil.
þegar vjer nú aðgætum hin 4 árin, árin 1881, 1883, 1884 og 1885, þá sjest strax,
að árið .1883 deyja töluvert fleiri en hin árin og mun það að kenna afleiðingum af mis-
lingunum. Arið 1881 deyr 1 maður af hverjum 37,s landsmanna, árið 1883 1 maður af
hverjum 32,o, árið 1884 1 maður af hverjum 46,3, árið 1885 1 maður af hverjum 49,9.
þannig sjest, að heilbrigðisástandið hjer á landi hefur þessi árin verið langbezt árið 1885,
en lakast árið 1883. Að meðaltali hafa þessi árin dáið hjer á landi 1771 maður á ári,
en 1 af hverjum 41,4.
2- Kyn látinna rnanna Í hverju prófastsdæmi á landinu sýnir taflan hjer á eptir :