Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1887, Blaðsíða 107
103
eru þær orðnar meira virði, en þær voru heima, og þegar þar kemur, bætiat ofan á vorð-
ið, sem þær höfðu, tlutningskaupið, og ágóði kaupmannanna, sem verzla þar með þær,
svo þær vega þá miklu þyngra á vogaskálinni móti aðfluttu vörunum, en þær gjörðu
áður.
Verzlunin milli landauna vegur sigávallt upp þegar tekin eru fleiri áríröð. Eitt ein-
stakt ár getur Island að sjálfsögðu staðið í skuld við útlönd, eða flutt meira inn en það
í raun rjettri borgar með útfluttum vörum. þetta getur gengið í 2 ár, og kannske 3.
í>að getur samt ekki hjá því farið, að einhverntíma kemur að skuldadögunum, eins og
þegar einstakir menn eiga í hlut, og einhvern tíma, og það áður en langt líður, þarf að
jafna hallann upp. Að taka allt af til láns, og borga ekki, helzt engu landi uppi, og að
sama land flytji allt af meira inn, en það flytur út, er óhugsanlegt. |>ess vegna hljóta
aðfluttar vörur og aðfluttir peningar alls, að svara til útfluttra vara og útfluttra peninga í
raun og veru, hvað sem skýrsluruar svo segja, þegar maður hefur lengra tímabil fyrir
sjer.
1880—1882 var aðflutt vara (sbr. Stjt. C-deild 1885 bls. 139) árlega hjer um bil
350 þúsund kr. hærri en útflutt vara, til þess að finna þetta út, vóru með útfluttum
vörum taldar póstávísanir, danska tillagið, og vextir af vitlendum skuldabrjefum og öllu
þessu jafnað móti aðfluttu vörunni. jpessar 350 þús. krónur geta legið í fragt undir út-
fluttu vörurnar til útlanda, ágóða kaupmanna af þeim o. s. frv. svo það er ekkert athugavert
við þær. Arin 1883—1885 voru aðfluttar vörur alls öll árin .... 18.073 þús. kr.
og vitfluttar vörur alls öll árin.......................................... 14.273 — —
Mismunur 3.800 þús. kr.
Uppí þennan mismun koma póstávísanir fyrir árin 1883—85 906.000 kr.
vextir af útlendum skuldabrjefum (ágiskaðir)................. 120.000 —
skuldajöfnuður (o: danska tillagið í 3 ár)................... 277.500 — 1.303 þús. kr.
þá vantar samt 2.497 þús. kr.
eða hjer um bil 812 þús. krónur um árið, til að útfluttar vörur vegi á pappírnum á móti
aðfluttum þessi ár.
Fyrrum og nú-
Að síðustu skulum vjer enda línur þessar með því, að rifja upp í mjög stuttu máli,
hvaða umfang verzlun vor hefir haft í ýmsu tilliti áður, og hvaða umfang hún hefur nú. Að
þessi samanburður er svo takmarkaður kemur af því, að skýrslur vorar hafa verið gefnar út
bæði seint og dreift, og að aldrei hefur verið gengið almennilega í gegnum þær. Um
verðið á aðfluttum og útfluttum vörum frá 1855—1879 hefur aldrei verið hirt; því atrið-
inu, sem mestur gaumur er gefinn annarstaðar hefur verið veitt minnst eptirtektin hjer.
Samt sem áður eru þó til upplýsingar um þetta fyrir 3 ár áður, nefnilega árin 1784, þær
upplýsingar eru teknar eptir töflum þeim, sem prentaðar eru í viðbæti við tilsk. 13. júní
1787, bls. 139; árið 1816, tekr.ar eptir skýrslu rentukammersins, sem lögð var fyrir
konung um verzlunina á Jslandi 1816, og árið 1849 tekið eptir Hkýrslum, sem fengnar
voru í hendur nefnd þeirri, er skipuð var til að yfirvega frumvarp til verzlunarlaga fyrir
Island.
Arin Verð á aðfl. vörum kr. Verð á útfl. vörum kr. Ramtals kr.
1784 378,984 488,844 867,828
1816 2,200,000 3,455,800 5,655,800
1849 1,182,426 2,158,934 3,341,360
1880 5,727.000 6,744,000 12,471,000
1881- -85 6,110,000 5,554,000 11,664,000