Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1887, Blaðsíða 53
Stjórnartiðindi 1887. C. 13.
49
burðar við málafjöldann, því að þá fyrsfc kemur fram hlutfall eður tiltala mála og manna
eptir einum og sama mælikvarða. Til þessa hefi jeg samið IV. skýrsluna. Skipti jeg
þar málum öllum í tvo flokka, eptir eðli þeirra og aðildum, íalmannamál og einmannamál,
og ber síðan upphæð beggja hinna árlegu meðaltalna hvors málaflokksins um sig saman
við 1000 fólksfjöldans í lögsagnarumdæmunum eptir fólkstalinu 1880. Sýnir því síðasti
dálkurinn í hvorumtveggja málaflokknum nákvæmlega starfsemi laganna í lögsagnarum-
dæmunum eptir jöfnu manntali, eður með öðrum orðurn, eptir einum og sama mælikvarða.
þess verð jeg að gefca, að jeg gat eigi aðgreint lögsagnarumdæmi Akureyrar frá Eyjafjarð-
arsýslu, fyrir því að 3ýslumaðurinn hefir eigi gefið sjerstaka skýrslu um lögreglu’brotin á
Akureyri og aðra í sýslunni. Ljet jeg því eins fara saman skýrsluna fyrir ísafjarðar-
kaupstað og Isafjarðarsýslu.
Jeg hefi enga skýrslu samið um dómgæzluna í yfirdóminum, og það fyrir þá sök,
að þótt skýrsla sú gjörð væri ýtarleg, yrði hún samt næsta rýr í samanburði við dóma-
safnið, sem er handhæg og nauðsynleg bók hverjum þeim manni, er vita vill um starf-
semi laga vorra í yfirdómi og hæstarjetti.