Núkynslóð - 01.01.1968, Side 21
-li-
RADDDÁLKAR
í'ormáls or&
fslenzkan er fegurst tungumála. Kostir hennar um önnur mál fram eru svo margslungnir og -þættir
aö ógerningur væri að gera þeim nokkur viðhlílandi skil í* stuttu máli. Þó má geta þess, að íslenzka
kveðjan sæll og blessaður er talin fegursta kveðja f heimi. Þvf er þó ekki að leyna, að fjölmargt
mætti betur fara f sambandi við daglega notkun manna á þessu dásamlega tungumáli, hvort heldur er
f ræðu eða riti. Tildæmis hafa fæstir eygt þanþol málsins og margháttaða einstöðu þess. Þessvegna
eru fjölmargir tjáningarmöguleikar ekki nýttir og fjöldi fagurra orða og hagnýtra hugtaka fellur f
gleymsku og dá dag hvern sjö sinnum f viku. Mál er að linni. Flestir ættu að hallast að þvf, að meðal
fegurstu orða tungunnar séu þau, sem innihalda þrefaldan samhljóða. Þau orð, sem Rasmus Kristján
Rask kallaði radddálka. Þrátt fýrir þetta ber mjög lftið á þvf að fólk brúki þessi fögru og umfram allt
SÉRIBLENZKU orð, og um tfma virtist full ástæða tilað örvænta um geymd þeirra og varðveizlu. En
hættan eyddist og vandinn ázt, hættan hefur étizt og vandinn eyðzt: Menn vöktu: Tilþessað stöðva þessa
óheillaþróun áðuren lengra hyrfi f óefni hófu tveir ungir frön.uðir, við undirritaðir, að semja spesjala
orðabók yfir þessi orð, þeim til bjargar og hlífðar. Sökktum við okkur f verkið. Fyrst einbeittum við
okkur að þvf að safna saman öllum forskevtum, sem fyrirfinnast f fslenzku og enda á tvöföldum sam-
hljóða. Einnig sömdum við fjölmörg forskeyti sjálfir þarsem eyður mynduðust og auðguðum þannig
málið stórlega. Að þessu öllu loknu hófst aðalverk okkar, enþað var að finna öll orð f fslenzku sem
hefjast á samhljóðum öðrum en ð j h og þ og skeyta þeim aftanvið forskeytin á viðeigandi stöðum.
Síðast en ekki sfzt þurftum við að finna orðunum merkingu. Verkinu er vart hálflokið enn. Verkinu
miðar. Þó hefur öll þessi óperasjón tekið lengri tfma en okkur gat nokkurntfma órað fyrir. Ekki mun-
um við þó láta það varna okkur þess að ljúka verkinu með tíð og tfma nema síður væri einsog Jón
ófeigsson segir f formála að hinni þýzk-fslenzku orðabók sinni, sem út kom f Reykjavík árið nftján-
hundruðþrjátfuogfimm bls V: " Damals hatte ich wenig praktische Erfahrung und gar keine in
Wörterbucharbeiten, aber Tatkraft genug um mir Hoffnungen zu machen, das Werk könne gelingen."
Þegar við hófum verkið vorum við báðir svo lamaðir f hægri höndum, að við gátum nær ekkert skrif-
að sjálfir og lásum þeim Agústi Sigurðssyni pg Berki Maack fyrir orðabókina og þökkum þeim mjög.
Eitt er það þó sem valdið hefur okkur mestri neyð og gremju við samningu bókarinnar, en það er sú
kuldalega alstaða sem við finnum að margir hafa tekið gegn verki okkar og geysilegt skilningsleysi
almennings og fjandskapur. Styrk höfum við engan fengið frá opinberum aðilum.
Að þráðbeiðni aðstandenda þessa tfmarits látum við forskeytin fjúka hér á eftir. Vonum við, að les-
endur spreyti sig á þvf að setja saman radddálka og sendi okkur þær tillögur sinar, sem upphaf þeirri
iðju kunna að spretta. Hér á eftir birtum við auk þess örfá sýnishorn nýrra radddálka sem fram hafa
komio við rannsóknir okkar á eðliskjama tungunnar. við slúttum þessu með þeirri ósk að radddálkai
vorði á ný lifandi hluti af tungutaki fslenzkra alþvðu til sjávar og sveita og flxojunum ifl<a.
f júlf 1 ‘J6h
Dr. Sigurður (Juðmundarson
Þórarinn Eldjárn, stud facc.
FORSKEYTI
A abb, agg, all, arr ( nýyrði ), átt.
B babb, bagg, bakk, ball, bamm, bann, barr, bass, bekk, bell, bjakk, blabb, blakk, blamm
blekk, bless, blett, blikk, blokk, bloll (nýtt), boss, blúss, blökk, bobb, bokk, bopp, boss, bradd,
bragg, brakk, brall, bramm ( nýtt), bráss, bratt, breidd, breikk, brell, brenn, brett, briss, brikk,
brimm ( nýtt), brodd, brokk, brott, brugg, brunn, brutt ( brott), bubb, bcff, 'mkk, bull, bumm
( suð f flugu ), bupp ( nýtt), buss, bygg, bögg, böll.
D, Ð dabb, dagg, dall, damm, darr, dáss, dekk, derr, dett, dimm, djass, dogg, doivk, dopp,
dott, drabb, drapp, dratt, drátt, dregg, dreiss, drekk, droll, drótt, drukk, druss, drykk, dröll,