Núkynslóð - 01.01.1968, Blaðsíða 38

Núkynslóð - 01.01.1968, Blaðsíða 38
ríkisafskipti af málinu - þá skyldi vfgður klerkur votta & leggja bless- un sfna yfir afigerSina. Næsta dag birti Æskulýðsráð kröfu mjög svi|>- aða að fulltrúi ráðsins skyldi vera viðstaddur til að g;eta rcttinda stúlkubarnsins einsog komizt var að orði. Þriðja daginn birtist keim- lík kröfugerð læknafélagsins sem gekk þó öllu lengra þvf jafnframt þvf sem krafizt var að læknir skyldi eiga aðild að framkvæmdinni af heilbrigðisástæðum var einnig sú skoðun birt að einfaldast væri & öruggast - einnig af heilbrigðisástæðum - aö sá sem framkvæmdi aðgerðina væri lærður læknir en hann skyldi taka ærin laun fyrir þennan aukastarfa - að sjálfsögðu 90% greidd af samlagi - & leysa verkið óaðfinnanlega af hendi. Ekki löngu seinna varð kirkjan enn til að hefja upp raust sfna. Læknar höfðu grsinilega með kröfu sinni hrist hana útúr sleni & vanmetakennd tuttugustualdarklerkdóms & vakið hana tii fornrar sjálfsvitundar & kveikt mikilfenglegar hug- myndir þvf krafa biskups var sú að athöfnin yrði sameinuð fermingu & framkvæmdi hana þá að sjálfsögðu sóknarpresturinn & kæmi þar enginn nálægt annar. Sennilega hefur talsvert verið makkað á bakvið tjöldin & mörg & mikil hrossakaup farið fram en ekkert barst til eyrna óróafullum almenningi fyrr en skyndilega að ríkisstjórnin lagði fram frumvarp til laga um tilhögun viðkvæmrar aðgerðar eins- og það hét sem var algerlega samhljóða kröfu kirkjunnar & yrði ferming nú gerð að skyldu. Frumvarpið var samþykkt með öllum atkvæðum stjórnarþingmanna gegn öllum atkvæðum stjórnarandstöð- unnar. Stuttu sftar gengu lögin f gildi. Talsverð ólga var f fólki sem fékk hvergi neina skipulagða útrás. Kom þó sumstaðar til nokkurra óeirða við framkvæmdirnar & neituðu margar mæður að afhenda dætur sfnar til fermingar en almenningsálitið var lögunum hagstætt & voru allströng viðurlög við þvf að neita að hlfta þeim. Þegar þau höfðu veriö f gildi f tólf mánuði var samþykkt á Alþingi frumvarp til laga um niðurfærslu fermingaraldurs um eitt ár niðurf þrettán ár & sex mánuðum sífcar var enn samþykkt frumvarp & fermingaraldur lækkaður niðurf 12 ár. Þremur mánuðum síðar var aldurinn enn lækkaður um eitt ár til viðbótar. f blaðinu Jöfnungi sem nú var gef- ið út ólöglega birtist um líkt leyti grein eftir velmetinn lækni f höfuð- staðnum þar sem hin nýju lög voru harðlega gagnrýnd & bar hún yfir- skriftina; er þá nokkuð sem vannst? Þar var rætt um þessi mál & þá spurningu hvort betra væri & æskilegra að sérréttindi væru feng- in f hendur fulltrúum staðnaðrar & steinrunninnar afturhaldsstofnun- ar sem væri full af draugum & kóngulóarvefjum eða að hin grimma náttúra sæi um valið á hinum 10%karla? Svarið var mjög afdráttar- laust neitandi enda væri það á allra vitorði að meirihluti hinna útvöldu væri mjög illa faliin til þessara hluta & margir óhæfir &• þá er eitt- hvað óhreint að gerast f skrúðhúsunum sagði greinarhöfundur. L;vkn- ar tóku nú mjög að rita f hið bannaða blað & jafnframt var að sjá sem þeir leituðu yfirleitt f félagsskap aðstandenda blaðsins en þeir voru málsvarar þeirra f þjóðfélaginu sem minnst áttu undir sér. Töldu margir ófriðar von úr þessari átt. Nú er frost á Fróni / frýs f kviði jóð. Hitaveitan hefur algerlega brugðizt nú einsog endranær & má fólk sitja dúðað f kuldanum. En það er ekki nóg með það að enginn fæst ylur eða heitur vatnsdropi. Fyrir sleifarlag handvömm skipulagsleysi pólitfskar stöðuveitingar þekkingarskort rangsleitni kúgun ofbeldi fasistfska stjórnarhætti sér- aðstöðu einráðrar hagsmunaklíku gerræði hægri aflanna vellur & flæðir kuldablanda um pípur & ofna alfnúgans. Allt lamast. Vafðir teppum & sængum f stað siffon & terelfnskartsins dúðaðir f peysur & ullarsokka sitja menn á rúmmstokkunum róa fram f gráðið & kveða fyrir munni sér stökuhelminginn sem tilfærður er að ofan. & það eru engar ýkjur. Þunginn bókstaflega frýs f hel f móðurlíti. Fæðingartal- an hríbfellur. Einsog nærri má geta er getnaðartalan að komast ofanf núll. Einungis betri borgarar hægriklíka & kratar geta leyft sér að pródúsera nýja einstaklinga sem síðan skal att gegn hungruðum & klæðlausum verkalýðnum. Bói er úr sögu. Hann á sér þó sfna eigin tilveru þrátt fyrir allt & allt. Hann sofnar útaf f innsta horninu á Leifsbar en ekki hefur hann lengi dvalið f óminnisveröldunum þegar honum þykir sem ýtt sé við sér duglega & honum heyrist óma útúr þokunni: upp það er glas. Er komið glas? spyr Bói & fálmar eftir stakknum en lítur upp f þvf & kemur þá sér til furðu auga á þrjár landdollur á fæti klæddar fjólu- bláu siffoni gagnsæju f stað helvítisins Steina steinbitsláfu. & að ólöst- uðum káetum nýsköpunartogaranna mun óhætt að slá þvf föstu að Bói hafi lftt mislíkað hvelfingin sem hann var staddur f eða litabylgjurn- ar - technicolor - sem risu & hnigu eða seiðandi kynmögnuð tónlist- in - þýzk þjóðlög & dansar - sem fæddist & fjaraði út. Dfsirnar brostu. Bói - hann var illræmdur fyrir hamslausar svefnkuntur súiar - fékk kökk f hálsinn. Mamma sagði hann & ekkert heyrðist. f einu vetfangi var hann kominn fimm miljón sjómflum utanvið segulsvið jarðar & hól'st & hneig f rauðu tómi fæddist & dó út einsog tónn. Liturinn lýst- ist f kringum hann ýmist hér eða þar hvítar hálfkúlur typptar rauðum totum voru hvarvetna einsog stjörnur á hvelinu fyrir ofan neðan til hliðanna. Þær birtust hér hurfu birtust þar hurfu fæddust hér dóu fæddust þar dóu. Blá bylgja reis & kaffærði alla veröldina. Sýnirnar breyttust. Miljón mjúkar loðnur f fjólurauðu ekkineinu mjúkar loðnur & hlý slfmug opin. Mamma. Bói hreyfði tunguna bærði varirnar en orðið hljómaði ekki. Einlitt tómið en síkvikt bylgjunum rauðum &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Núkynslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Núkynslóð
https://timarit.is/publication/1204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.