Núkynslóð - 01.01.1968, Side 46

Núkynslóð - 01.01.1968, Side 46
12 I Þennan vetur f Tours er það umfram allt almenningsgarðurinn sem vekur athygli mfna. Harrn er auður mestallan daginn og undarlega tómlegt er að sjá auðan söngpallinn og þunglamalega, bogadregna trébrúna yfir lækinn. Ég halla mér yfir handriðið og hugsanir mfnar renna inn f eilffðina eins og vatnið sem þrergir sér undir brúna. - Svona trébrvr, hugsa ég, eru eins og gamlar konur sem er það bezta f heimi. Það er svo gott að _____________________________________halla sér framyfir handriðið og láta hug;mn reika.__ ÞRJÁRBÖRGIR Þegar ég sé svona mikið lif sem virðist eins og merast af sjálfu sér; spretta úr einhverri óúemandi lind, án nokkurrar skýringar, fyllist ég skömmustutilfinningu. Hversu vesæll meðlimur einóðrar þjóðar er ég ekki.'Og hversu berst ekki meðvitund mfn fbökkum .' Mér er innanbrjóst eins og þjófi um nótt. - Með hvaða rétti er ég hér? Ég læt samt tilleiðast og græn augu hennar ryðja sér leið inn f vitund mér. - Græn augu þfn, spyr ég? - Asfa, segir hún. Stærsti hluti Tyrklands er f Asfu. Ottómanarnir hirtu ekkert um Anatólfu. A sumrin bjuggum við flstanbúl. Þegar ég var lítil, var ég vön að gráta á haustin, þegar lestin lagði af stað til Ankara. Ég þrýsti litla, brúna andlitinu mfnu að rúðunni og tárvot, græn augu mfn reyndu að sjá sem lengst blátt Bosfórusarsund. A haustin varð sál mfn eftir flstanbúl. - Fyrst sál þin er flstanbúl, hvað ertu þá að gera hér f Frans? - Pour apprendre le franfais. C'est une langue c-xtremement culturelle, -TontonChristobale est revenu, segi ég. - A kvöldin var ég vön að svnda nakin f Bosfórusarsundi. Votur líkaminn bar við sársaukafullan, rauðan himin. Um stund gleypti mig svartur, heitur sjórinn. Or fjarskanum bárust kvartandi raddir fiskimannanna, sem reyndu að lokka saklausan, óviðbúinn fiskinn með rafljósi upp á yfirborðið. Ska-ðar tungur sögðu, að hann kæmi frekar upp við kertaljós. Hvað um það. Ég syndi hljóðlega f nætursvörtu Marmarahafinu. - Ef þú kemur til Istanbúl, segir hún, þá búum við f Asfuhlutanum. Ef við fórum eitthvað út, verðum við að taka ferjuna yfir Bosfórusarsund. bvf að næturklúbbamir eru allir f Evrópuhlutanum. - Fátt fær mér meiri kvíða, en miskunnarlaust vélarhljóð ferja, segi ég, og hvað varðar næturklúbba, nafnið eitt.. ERNIR! SNORRASON - En umfram allt elska ég moskumar. Það er svo einkennilegt að sjá hvemig spfrulaga tumar þeirra stingast inn f himininn. Ég get ekki neitað þvf að fyrrum olli þetta mér dálitlum sársauka. - En nú erum við bara einu sinni f Tours og ég býst til brottfarar. - Ekki fara, segir hún, að fara er að deyja dálítið, þess vegna aldrei að fara. Það er mfn heimspeki, alltaf að koma, - Mér var ekki gefið eins mikið lít og þér, sagði ég. Mitt hlutskipti er ekki Istanbul, heldur Reykjavík, þar sem meðvitundarlausir, veðurbarðir hestar flengjast undir sljóum mönnum. Annars er himinninn yfir Reykjavík mjög blár, og ekkert þvf til fyrirstöðu, að meðvitund fái þar þrifist. En ■ meira að segja sjófuglinn er þar án meðvitundar. Um það vitnar sinnulaust garg hans. Kannski er himinninn of blár hjá I okkur eða æ'ttartölurnar of langar. En þegar minnst er á ættartölur virðist mér eins og fslenzkt meðvitundarleysi hafi li lýst eins og rakétta endalaust aftur f tfmann. Allt til Guðmundar góða, þar sem hann stendur og blessar brunninn, feitur, broshýr og umfram allt svo góðlegur. - Verði heiðin þér hliðholl, sagði bóndinn. Og tötralegur landslýðurinn lylgdi honum úr hlaði. Heitur andardráttur hestanna gufaði f köldu haustloftinu.

x

Núkynslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Núkynslóð
https://timarit.is/publication/1204

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.