Ljóðormur - 01.10.1985, Side 14

Ljóðormur - 01.10.1985, Side 14
GYRÐIR ELÍASSON: Við rætur ararat velkist milli húsa í ausandi regni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds flókahatturinn orðinn líkastur marglyttu æðandi fyrir horn kemur svartklæddur mað- ur rekur sig í öxl mina biðst ekki afsök- unar er von bráðar gufaður upp í suddanum eftir götunni miðri rennur stórfljót ég næ að skjótast upp að vegg tipla meðfram þúngbúnum múrsteinum sem liggja hver ofan á öðrum og þykjast sofa yfir bláleitri kirkjunni háleitri grúfir spáský niður árinnar fer hækkandi fölar raddir taka að seytla inn I eyru mín breiðstrætið opnast einsog gegnsósa blæ- vængur autt utan beljandi vatnsflaumur ógreinilegir skuggar titra á sjónhimnunni snöggt á við flóðljós vita er sá dökki kominn aftur upp að mér biður lágróma um eld 12

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.