Ljóðormur - 01.10.1985, Blaðsíða 45

Ljóðormur - 01.10.1985, Blaðsíða 45
UMSAGNIR Mérfer likt og kettinum lygni augum værðarlega i ókunnum plussstólum (40) Öll átakaviðleitni leysist upp í magnleysi og fálm, það sést ekki „útum kámugan giuggann" og útkoman verður „flekkóttar fyrir- ætlanir / óstraujaðar aðgerðir / slitnar ákvarðanir" (30). Hug- myndir, sem komast á kreik, reynast vera flugur sem flökta í Ijósið en liggja dauðar fyrr en varir. ikaros vogaði að fljúga og það lýsir af vængjum hans „jafnt / eftir fallið". En okkar draumar eru „ekki fullvaxta / ennþá'1, það er beðið og hikað í vaxandi angist og von- leysi uns síðasti blústónninn hljómar: „morgunekki" í lok bókar- innar. Þriðji hluti bókarinnar, „framtíðarspár samhljóðanna" geymir sundurleit Ijóð þar sem kaldhæðni og stundum glannahreysti ræður ríkjum. Framtíðin gefur engin fyrirheit um lausn þeirra vandamála sem kynnt eru í Ijóðum bókarinnar. Hugmyndafræði, heimsmynd og raunsæi eru lykilorð í Ijóði á bls. 74. En hér er inni- stæða þessara hugtaka ekkert nema sýndarmennska og flótti: „hugmyndafræði / til að / vefja um sig / i sófanum / siðkvöldum". Þessu vanmegni er lýst í öllum þáttum bókarinnar, t.d.: studdir brunnum vegvísum stefnum galvaskir martraðirgleymskunnar (56) Að öllu leyti eru Ijóðin í þrítíð heilsteyptari og metnaðarfyllri en í fyrri bókum Geirlaugs. Honum er meira niðri fyrir og hann hefur færst mjög i aukana í tjáningunni. Hann hefur brýnt málvopnið svo um munar og það bítur oft vel, einmitt þegar hann er að lýsa magnleysi og vonsvikum þessarar þrúgandi tilvistar sem honum er mest i mun að tjá. Eyþ. 43

x

Ljóðormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.