Víkurfréttir - 04.12.1980, Síða 2

Víkurfréttir - 04.12.1980, Síða 2
Fimmtudagur 4. desember 1980 l^ftZ^TEÉTTIE Útgefandi: Vasaútgáfan Ritstjóri og ábm.: Sigurjón Vikarsson, sími 2968 Blaðamenn: Steingrimur Lilliendahl, sími 3216 Elías Jóhannsson, sími 2931 Emil Páll Jónsson, sími 2677 Ritstj. og augl. Hringbraut 96, Keflavík, simi 1760 Setning og prentun: GRÁGÁS HF„ Keflavík Fjölbrautaskóli Suöurnesja Kórstjóri óskast Áformuð er kórstofnun við Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Ráða þarf söngstjóra og raddþjálfara frá næstu áramótum. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist skrifstofu skólans fyrir 20. desember 1980. Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Halldórsson, aðstoðarskólameistari. Skólameistari Frá Sérleyfis- bifreiðum Keflavíkur Yfir hátíðisdagana verður ferðum hagað þennig: Aðfangadagur jóla: Síðasta ferð frá Keflavík Síðasta ferð frá Reykjavík kl. 15.30 kl. 15.30 Jóladagur: Engar ferðir. Annar f jólum: Einnig sunnudaga: Fyrsta ferð frá Keflavík Fyrsta ferð frá Reykjavík kl. 9.30 kl. 10.30 Gamlársdagun Síðasta ferð frá Keflavík Síðasta ferð frá Reykjavík kl. 15.30 kl. 15.30 Nýársdagur: Fyrsta ferð frá Keflavík Fyrsta ferð frá Reykjavík kl. 12.00 kl. 13.30 Að öðru leyti ekið samkvæmt áætlun. VÍKUR-fréttir Dimission f Fjölbraut Sl. föstudag fórfram dimission í Fjölbrautaskólanum, en þaö er þegar stúdentsefni eru aö kveðja skólann eftir síðustu kennslu- stundirnar áður en þeir fara í próf. Að sögn Jóns Böðvarssonar, skólameistara, er þetta æva- gömul athöfn, og það að vera i svona skrípabúningum mun vera erfð frá eldri skólum og öðrum löndum, sem tekin hefur verið upp i menntaskólum í Reykjavik og annars staöar á landinu fyrir langa löngu. Þá eru kennarar kvaddir og er það venja að gera það með einhverjum glósum, ýmist með föstum skotum eöa lausum, ,,og í þetta skipti voru þetta frekar laus skot," sagði Jón. Gerard Chinotti tekur við einu af lausu skotunum Skolplagnir endurbættar við Tjarnarsel Þessi mynd var tekin viö dagheimiliö Tjarnarsel í síðustu viku er verið var aö Ijúka viö aö leggja nýja skolpleiðslu frá húsinu, sem orðin var ónýt, og þurfti að brjóta allt upp umhverfis húsið. Loka þurfti dagheimilinu í 3 daga á meðan, en síðan var opnaö aftur með endurnýjun á öllum hreinlætistækjum.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.