Víkurfréttir - 04.12.1980, Side 6

Víkurfréttir - 04.12.1980, Side 6
6 Fimmtudagur 4. desember 1980 VÍKUR-fréttir 99 Frfmannssjóður<( gefur til Afríkusöfnunarinnar Laugardaga- og sunnudaga- skólar Fíladelfíu á Suöurnesjum stofnuöu „Frímannssjóðinn" 1975 til styrktar trúboði í Swazi- landi á vegum hvítasunnu- manna. Var hann stofnaður meö frjálsum framlögum og hlutavelt- um barnanna. Þegar svo fregnin kom um hungurpláguna í Afríku, ákváöu börnin og æskufólkið í þessum skólum að leggja hönd á plóginn, og hefur „Frímanns- sjóður" nú afhent 150 þús. kr. til Afríkusöfnunarinnar. Bæn okkar er sú, að eins op Jesús Kristur blessaði brauðin fimm og fiskana tvo, svo það nægði handa fimm þúsund manns, megi þessi litla upphæð blessast. Foreldrar. Það er stórt gleði- efni fyrir ykkur að sjá í fram- kvæmd hjálpsemi barna ykkar. Þetta færir líka blessun inn á heimili ykkar. Það eru loforð Drottins, Guð elskar góða gjaf- ara. Fyrir hönd „Frímannssjóðs". Kristján Reykdal Félagsfundur Verkalýðs- og sjómanafélag Keflavíkur og ná- grennis heldur almennan félagsfund í Félags- heimilinu Vík, n.k. sunnudag (7. des.) kl. 14. DAGSKRÁ: 34. þing Alþýðusambands íslands Kaffiveitingar. Félagar! Mætið vel og stundvíslega og hafið fé- lagsskírteinin meðferðis. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavikur og nágrennis Kristján Reykdal, stjórnandi sunnudagaskólanna (t.h.) afhend Baldri Guðjónssyni.form. Rauðakrossdeildar Keflavikur, 150 þús. kr. í Afrikusöfnunina. Keflavíkur- prestakall NÝIR BORGARAR SKÍRÐIR Inga Dóra (f. 15.4.'80) For.: Kristrún Samúelsdóttir og Karl Karlsson, Baugholti 16, Keflavík. Davió Páll (f. 20.9.’80) For.: Sigríður Gunnarsdóttir og Viðar Kristjánsson, Hólabraut 15 Keflavík. Helena (f. 11.8. 80) For.: Kristín Magnúsdóttir og Eyjólfur Garðarsson, Heiðargili 2, Keflavík. Sigrun (f. 18.9.'80) For.: Helga Sigurðardóttir og Halldór Ragnarsson, Smáratúni 29, Keflavík. KEFLAVÍK Gjaldendur útsvara og aöstööugjalda 1. desember sl. var fimmti og síðasti gjald- dagi útsvara og aöstööugjalda eftir álagn- ingu. Vinsamlegast gerið skil og forðist með því dráttarvexti og önnur óþægindi sem af van- skilum leiðir. Innheimtustjóri Ólalur Sólimann (f. 20.7.'80) For.: Arnbjörg Eiösdóttir og Helgi J. Kristjánsson, Safamýri 42, Reykjavík. Rúnar Ágúst (f. 22.9.'80) For.: Kolbrún Jónsdóttir og Páll Á. Jónsson, Grænagarði 9, Kefla vík. Edda Rut (f. 4.9.'80) For.: Gréta Þ. Björgvinsdóttir og Björn Finnbogason, Sólvalla- götu 40, Keflavik. Bjarni (f. 29.10.'80) For.: Iris Víglundsdóttirog Böðv- ar Bjarnason, Greniteig 53, Kefla vík. ÁRNAÐ HEILLA Gefin hafa verið saman í hjónaband Sigríður Gunnars- dóttir og Viðar Kristjánsson. Heimili þeirra er að Vallartúni 5, Keflavík. Gefin hafa veriö saman í hjóna- band Aðalbjörg Grétarsdóttir og Jóhannes Daði Halldórsson. Heimili þeirra er að Suðurvöll- um 18, Keflavík. Gefin hafa verið saman í hjóna- band Auður Gunnarsdóttir og Þorsteinn Ingi Sigvaldason. Heimili þeirra verður að Fifumó- um 5D, Njarðvík. Gefin hafa verið saman í hjóna- band Jónína Kristín Jónsdóttir og Ari Tryggvason. Heimili þeirra er aö Smáratúni 34, Kefla- vík. ANDLÁT Ásta Kristjánsdóttir, Vatnsnes- vegi 24, Keflavík, andaðist 8. nóvember sl. KEFLAVÍKURKIRKJA Fimmtudaginn 4. des.: Aftan- söngur (bænastund) kl. 18. Einsöngur: Haukur Þórðarson. Sunnudagur 7. des.: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Sunnudagur 14. des.: Aöventusamkoma kl. 20.30. Kór Bústaðakirkju kemur i heim- sókn. Mikill söngur og hljóð- færasláttur. Stjórnandi Guðni Þ. Guömundsson. Sr. ÓlafurSkúla- son dómprófastur, flytur ávarp. Sóknarprestur

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.