Fréttablaðið - 11.10.2016, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.10.2016, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 4 0 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 1 1 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag skoðun Sigríður Víðis skrifar um deyjandi börn í sturluðu stríði. 13 sport Sigur U-21 á Úkraínu í dag gæti haft jákvæð margföldunar- áhrif á íslenskan fótbolta. 16 Menning Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Ourania Menel- aou píanóleikari flytja í kvöld verk sem heyrðist í fyrsta sinn á Íslandi vestur á Ísafirði. 22 lÍfið Danshöfundar Beyoncé, José Hollywood og KK Harris, og halda námskeið fyrir íslenska dansara hér á landi. 30 plús 2 sérblöð l fólk l Vetrardekk *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 Heilsa Hundrað og fimmtíu starfs- menn af þeim 400 starfsmönnum sem störfuðu í höfuðstöðvum Íslandsbanka á Kirkjusandi hafa verið færðir tímabundið á aðrar starfsstöðvar. Það eru 38 prósent starfsmanna. Ástæðan er raka- skemmdirnar í húsinu. Fólk, sem hefur fundið fyrir einkennum myglu, hefur verið flutt á starfs- stöðvar bankans á Suðurlandsbraut, Lynghálsi og á Granda. Edda Hermannsdóttir, sam- skiptastjóri Íslandsbanka, segir að stjórnendur Íslandsbanka fundi reglulega og fylgist vel með stöð- unni og líðan starfsfólks. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um það hvort húsnæði bankans á Kirkjusandi verður rifið. Starfsmenn bankans byrja að flytja í Norðurturninn í Smáralind í lok nóvember og eftir það verður tekin ákvörðun um framtíð hússins á Kirkjusandi. Þegar Íslandsbanki birti uppgjör fyrir fyrri helming árs- ins kom fram að virði húsnæðisins hefði verið fært niður um 1,2 millj- arða vegna skemmdanna. „Við tókum þessa lækkun á það núna af því að við vitum ekkert hvað verður um húsið,“ sagði Birna Einarsdóttir bankastjóri við Frétta- blaðið um niðurfærsluna og bætti við að það myndi kosta miklar fjár- hæðir að gera við húsið. Birna lagði áherslu á að Reykjavíkurborg fari með skipulagsvaldið og húsið yrði ekki rifið án samráðs við borgar- yfirvöld. Fram hefur komið að nýtt útibú Íslandsbanka verði opnað í Norður- turninum í nóvember. Hefur vinna við sameiningu útibúa staðið yfir í nokkra mánuði. Útibúin í Þara- bakka, á Digranesvegi og Garðatorgi verða sameinuð í eitt útibú. – jhh Þriðjungur flúinn vegna myglunnar Af þeim 400 starfsmönnum sem unnu í höfuð- stöðvum Íslandsbanka hafa 150 verið færðir annað. Ástæðan er rakaskemmdir og mygla í húsinu. Starf- semi hefst í nýjum höfuðstöðvum í nóvember. Hin átta ára gamla Eirika Egilsdóttir hefur fengið að heyra það frá jafnöldrum sínum sínum á skólalóðinni að brúnir eiga að leika við brúna. Og hvítir við hvíta. Móðir hennar veit um fleiri börn sem hafa orðið fyrir álíka fordómum. Fræðslustjóri Akureyrar segir mikilvægt að uppræta fordóma. Sjá síðu 4 fréttablaðið/auðunn 150 starfsmenn Íslandsbanka á Kirkjusandi hafa þurft að flýja húsakynnin vegna myglusvepps. uMHVerfisMál Alls sóttu 33 aðilar, einstaklingar, fyrirtæki og sveitar- félög, um styrkfé í tengslum við átaks- verkefni stjórnvalda í rafbílavæðingu landsins. Alls verður 200 milljónum veitt í verkefnið næstu þrjú ár, 67 milljónir ár hvert, en heildarupphæð umsókna nam 800 milljónum. Hámarksupphæð styrks fyrir hvert verkefni er 30 milljónir króna en tvær milljónir að lágmarki. „Það eru margir sem hafa stórar hug- myndir um uppbyggingu. Umsækj- endur tala um að á næstu árum muni þrýstingur á fjölgun rafbíla aukast stórlega, og ef ríkið ætlar að koma að því þá þurfi að bæta í,“ segir Jakob Björnsson, framkvæmdastjóri Orku- málasjóðs. - shá / sjá síðu 6 Mikil ásókn í styrki vegna rafbílavæðingar uMHVerfisMál Óljóst er hvað verð- ur um frumvarp iðnaðarráðherra sem heimilar Landsneti að leggja raflínur frá Kröflustöð að Bakka. Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál felldi í gær úr gildi framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Kröflulínu 4. Skútustaðahreppur gaf leyfið út í apríl. Það var mat nefndarinnar að sveitarfélagið hefði brotið gegn náttúru-, skipulags- og stjórnsýslulögum. Síðustu daga hefur frumvarpið verið eitt helsta bitbein þingmanna. „Það er ljóst að forsendurnar, sem liggja að baki frumvarpinu, eru í uppnámi. Meirihlutinn verður að endurmeta málið frá grunni. Þá væri eðlilegast, og í samræmi við gott réttarríki, að leyfa úrskurðar- nefndinni að hafa sinn gang,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. „Úrskurðurinn tekur til eins þátt- ar í mjög stórri framkvæmd og eftir sem áður eru mjög ríkir almanna- hagsmunir að málið haldi áfram,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. Hann segir að enn eigi eftir að skýrast hvort frumvarpið taki breytingum í kjöl- far úrskurðarins. „Þessu máli var ýtt úr vör af síðustu ríkisstjórn og ég trúi ekki öðru en að þingið nái saman um viðunandi niður- stöðu.“ Snorri Baldurs- son, formaður Landverndar, fagnar niður- stöðunni. „Þetta er sigur fyrir náttúru Íslands og umhverfisverndarsamtök.“ Guðmundir Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir að farið verði yfir úrskurðinn á komandi dögum og næstu skref ákveð- in í kjölfarið. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. – jóe Óvissa um afdrif frumvarpsins eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG Jakob björnsson, framkvæmda- stjóri Orkusjóðs 1 1 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A D F -5 C 2 4 1 A D F -5 A E 8 1 A D F -5 9 A C 1 A D F -5 8 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.