Fréttablaðið - 11.10.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.10.2016, Blaðsíða 8
VW Polo Beats, verð frá: 3.290.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Upplifun af akstrinum verður allt önnur þegar þú ert með réttu músíkina og þá skipta hljómgæðin öllu máli. Þess vegna ákvað Volkswagen að fara í samstarf við Beats by Dr. Dre™ og gera Polo sem fer lengra en nokkru sinni áður í góðum hljómburði. Hlustaðu nú vel og fáðu þér Polo! www.volkswagen.is Polo hljómar betur. 5 ára ábyrgð fornleifar Lestur í bein forn- mannsins sem fundust í landi Ytri- Ása í Skaftártungu í byrjun mánað- arins sýna að um frekar hávaxinn karlmann var að ræða sem var nokkuð þrekvaxinn og vel haldinn. Hildur Gestsdóttir, fornmeina- fræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, hefur rannsakað beinin sem gæsaskyttur fundu á bökkum Eldvatns, aðeins nokkra tugi metra frá þeim stað þar sem annar hópur gæsaveiðimanna fann sverð frá tíundu öld í september. Er sá fundur talinn einn sá merkasti í íslenskri fornleifafræði í langan tíma enda slíkir fundir fátíðir. Nærtækt er að álykta að beinin séu af eiganda sverðsins, þó sérfræðingar treysti sér ekki til að fullyrða að svo sé. Beinin sem fundust eru vinstri fótleggur og mjaðmabein forn- mannsins, en þó ekki sé úr miklu að moða er ótrúlegt hvað Hildur getur þó séð mikið út frá jarðneskum leifum þessa manns sem var lagður til hinstu hvílu á tíundu öld, að því gefnu að sverðið umtalaða sé hans. „Af því að ég er með mjaðmar- beinið þá get ég séð að þetta er karl- maður. Líklegast hefur hann verið á fertugsaldri, og frekar hávaxinn miðað við sína samtíðarmenn eða sirka 1,72 metrar á hæð. Þó eru skekkjumörkin töluverð þar sem ég er bara með eitt bein,“ segir Hildur. Spurð um hvort eitthvað sé hægt að merkja um heilsufar manns- ins eða líkamlegt atgervi hans að öðru leyti á meðan hann lifði, segir Hildur að merki séu um að einhvern tímann hafi hann glímt við sýkingu. „Ég get ekki sagt meira um það en get sagt að hann var stórgerður og hraustlega byggður – það er þyngd í beinunum og má ætla að hann hafi verið ágætlega hraustur þegar hann lést,“ segir Hildur. Hildur segir blaðamann vera að teygja sig mjög langt þegar er spurt um hvort eigandi beinanna hafi verið veginn, enda afar sjaldgæft að nokkuð sé hægt að segja um dánar- orsök út frá fundi eins og þessum. „Af öllum þeim hundruðum beina sem ég hef skoðað get ég talið það á fingrum annarrar handar þar sem ég treysti mér til að segja eitthvað um dánarorsök – enda erum við oftast að leita að einhverju um líf fólks frekar en dánarorsök. Slíkt er varla sjáanlegt nema merki séu um einhvers konar áverka,“ segir Hildur og bætir við að sjaldan sjáist merki á beinum fullorðinna frá þessum tíma að viðkomandi hafi liðið skort. Það sjáist hins vegar frekar á beinum barna; merki um beinkröm eða víta- mínskort svo dæmi sé tekið. Frekari rannsóknir á beinunum eru ekki á dagskrá – þó Hildur úti- loki alls ekki að frekari rannsóknir verði gerðar síðar en mikill áhugi er á rannsóknum á beinagrindum á Íslandi – bæði hjá vísindamönnum og nemum. Beinin verða eftirleiðis varðveitt á Þjóðminjasafninu. svavar@frettabladid.is Beinin eru af hávöxnum karlmanni Fornmeinafræðingur telur að beinin sem fundust á bökkum Eldvatns í byrjun mánaðar séu af karlmanni á fertugsaldri. Bein hans benda til að hann hafi verið þrekinn og ágætlega hraustur þegar hann lést. Hann mun hafa verið hávaxinn miðað við samtíðarmenn. Hildur Gestsdóttir hefur lesið í bein fornmannsins – sem hugsanlega var eigandi sverðs frá 10. öld sem einnig fannst fyrir stuttu. Fréttablaðið/GVa Af því að ég er með mjaðmarbeinið þá get ég séð að þetta er karlmaður. Líklegast hefur hann verið á fertugsaldri, og frekar hávaxinn miðað við sína samtíðarmenn eða sirka 1,72 metrar á hæð. 1 1 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r i Ð J U D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a Ð i Ð 1 1 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D F -8 3 A 4 1 A D F -8 2 6 8 1 A D F -8 1 2 C 1 A D F -7 F F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.