Fréttablaðið - 11.10.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.10.2016, Blaðsíða 22
Fyrir erlenda ökumenn getur verið mjög framandi að koma til Íslands. Margir hafa aldrei ekið í hálku eða snjó áður og aðrir hafa aldrei ekið á malarvegi áður. Útlendingar eiga því líklegast oftar í vandræðum en Íslendingar við aksturinn en flest- ir haga sér í samræmi við aðstæð- ur og fara varlega. Reynt hefur verið að undirbúa erlenda ferða- menn undir akstur hér á landi með ýmsum leiðum. „Útlendingar sem taka bílaleigubíl á Íslandi fá svo- kölluð stýrisspjöld sem eru stórir bæklingar sem hanga á stýri bíls- ins þegar hann er tekinn á leigu. Á því spjaldi koma fram helstu upplýsingar um það sem sér- stakt er við íslenska umferð og ís- lenskt vegakerfi. Þrjár tegundir af spjöldum eru til; sumar-fólksbíl- ar, sumar-jeppar og vetrarspjöld,“ segir Þórhildur Elínardóttir, sam- skiptastjóri hjá Samgöngustofu. Ástæðan fyrir því að stýris- spjaldið er hengt á stýrið er sú að með þeim hætti getur það ekki farið fram hjá ökumanninum því hann þarf að taka það af stýrinu og því þarf ökumaðurinn að taka ákvörðun um að lesa það ekki ef hann vill ekki fræðast. Venjulegir bæklingar eru líklegri til að lenda í hanskahólfinu eða á gólfi bílsins. Að auki eru bílaleigur flestar með sitt eigið efni sem þeir láta erlenda leigutaka fá en það efni er eins misjafnt og leigurnar eru margar. „Fyrir utan þessa bækl- inga höfum við verið að dreifa mynd sem heitir Driving with Elfis til þeirra sem sýna því áhuga að koma til Íslands. Myndina má sjá, bæði í heilu lagi og eftir köfl- um á síðunni www.drive.is. Dreif- ing myndarinnar er að mestu á netinu, í gegnum Facebook-aug- lýsingar og Google-auglýsingar en einnig hafa einhverjar bílaleigur aðstoðað við dreifingu hennar auk þess sem hún er sýnd í afþreyinga- kerfi Icelandair.“ Víðáttan heillar Það eru ýmsar hættur í umferðinni á Íslandi sem erlendir ferðamenn eru ekki vanir. Eins og áður segir hafa margir þeirra ekki ekið í snjó, hálku eða á malarvegi áður. Hvað þá öllu þessu í einu. Einnig má telja blindhæðir, blindbeygjur, einbreið- ar brýr, sauðfé á vegum og aðrar „sveitaaðstæður“ sem Íslendingar kunna flestir á en erlendir ökumenn þurfa margir að læra á jafnóðum. „Tvennt í viðbót má svo nefna; út- sýnið og víðáttan á Íslandi er alveg nýtt fyrir marga útlendinga. Margir hafa aðeins ekið í borgum og jafnvel nánast aðeins ekið í umferðartepp- um. Þeir koma svo til Íslands og sjá tugi kílómetra frá sér og sjá jafnvel engan bíl nálægt. Þetta getur vald- ið því að einbeitingin við aksturinn minnkar, augun fara af veginum og hugurinn af akstrinum. Að auki er beltanotkun mjög misjöfn eftir þjóð- ríkjum og líklegast að þeir sem ekki spenna beltin heima fyrir sleppi því einnig þegar til Íslands er komið. Að þessu öllu sögðu eru útlendingar sem hingað koma upp til hópa góðir ökumenn og fara almennt varlega þegar þeir lenda í framandi aðstæð- um,“ útskýrir Þórhildur. Miðlun upplýsinga vandamál Helsta vandamálið við að koma fræðsluefni til útlendinga er hversu lítill snertiflötur er við erlenda ferðamenn. Þeir horfa ekki á íslenskt sjónvarp, hlusta ekki á útvarp, lesa ekki blöðin svo miðlun upplýsinga hefur verið stærsta vandamálið. „Fyrst og fremst höfum við nálgast ferða- mennina í gegnum bílaleigurn- ar. Að auki leyfir tæknin okkur núna að vita hverjir eru staddir hérlendis og hverjir eru að stefna hingað til lands og höfum við nýtt okkur það með Google-auglýsing- um og Face book-auglýsingum,“ segir Þórhildur og bætir við að ef fimmtán sekúndur fengjust með hverjum ferðamanni yrði minnst á belta notkun ásamt hálku á vet- urna og malarvegi, og skiptingu af malbiki yfir á möl, á sumrin. „Á síðustu fimm árum hafa um sjötíu prósent slysa á erlendum ferðamönnum verið útafakstur og bílveltur og í slíkum slysum getur beltið oft skilið milli lífs og dauða, eða að minnsta kosti skilið á milli smávægilegra marbletta og alvar- legra meiðsla.“ Ferðamenn upp til hópa góðir ökumenn Akstur við íslenskar aðstæður er framandi mörgum ferðamönnum sem hingað koma. Reynt er eftir fremsta megni að veita þeim útlendingum sem hyggjast keyra á íslenskum vegum góð ráð og meðal annars er stýrisspjaldið hengt á alla bílaleigubíla. Margir hafa aðeins ekið í borgum og jafnvel nánast aðeins ekið í umferðarteppum. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri hjá Samgöngustofu Lilja Björk Hauksdóttir liljabjork@365.is Margir erlendir ferðamenn hafa aldrei ekið í hálku eða snjó áður og aðrir hafa aldrei ekið á malarvegi áður en þeir koma hingað til lands. Útlendingar sem hingað koma eru þó upp til hópa góðir ökumenn og fara almennt varlega þegar þeir lenda í fram- andi aðstæðum að sögn Þórhildar Elínardóttur hjá Samgöngustofu. MYND/VILHELM Það er vel tekið á móti viðskiptavinum hjá Vöku í Skútuvogi. MYND/gVa Vaka var stofnuð árið 1949 og er því eitt elsta fyrirtækið í bíla- bransanum á Íslandi. Starfsemi þess hefur breyst og þróast yfir árin og í dag sinna starfsmenn Vöku fjölbreyttum verkefnum. Stór þáttur í starfsemi Vöku snýr að dekkjum en fyrirtækið rekur eitt öflugasta dekkjaverk- stæði landsins auk þess að bjóða upp á mjög gott úrval af nýjum og notuðum dekkjum að sögn Bjarna Ingólfssonar, framkvæmdastjóra Vöku. „Við höfum aldrei verið með jafn gott úrval af vetrardekkjum, á jafn góðu verði og fyrir þennan vetur. Flest af vinsælustu merkj- unum eru til sölu hjá okkur, þar á meðal Sailun dekkin sem við höfum selt í sex ár en þau hafa reynst afskaplega vel. Þau eru líka á lækkuðu verði enda fengum við þau í hús á frábæru verði.“ Meðal annarra þekktra vöru- merkja fyrir fólksbíla, sem Vaka selur, eru Hankook og Toyo en starfsmenn Vöku veita viðskiptavin- um aðstoð við val á réttu dekkjun- um fyrir veturinn að sögn Bjarna. Vaka selur líka gott úrval af vetrardekkjum fyrir jeppa. „Þar hafa dekkin frá Hercules verið vinsælust síðustu árin. Við bjóðum líka upp á jeppadekk frá þekktum framleiðendum á borð við Toyo, Mastercraft og Hankook. Þetta eru allt saman vel þekkt vörumerki hér á landi sem hafa reynst vel í íslensku vetrarfærðinni.“ Auk nýrra vetrardekkja býður Vaka alltaf upp á gott úrval af not- uðum dekkjum. „Það hefur allt- af verið ein helsta sérstaða okkar, að bjóða upp á úrval af notuðum sumar- og vetrardekkjum. Við tökum einnig söluhæf notuð vetr- ardekk upp í ný vetrardekk. Það er vinsælt hjá þeim sem eru að skipta yfir í nýjan bíl en eiga dekk í rangri stærð og vilja setja þau upp í ný vetrardekk. Auk þess bjóðum við upp á gott úrval af felgum, bæði nýjum og notuðum og viðskiptavin- ir okkar geta geymt dekkin sín hér á dekkjahótelinu okkar.“ Inn á www.vakahf.is geta viðskiptavinir pantað sjálfir tíma fyrir dekkjaskipti og fundið þann tíma sem hentar þeim best. Hagstætt verð á vetrardekkjum Vaka rekur eitt öflugasta dekkjaverkstæði landsins og býður upp á mjög gott úrval af nýjum og notuðum sumar- og vetrardekkjum á góðu verði.   GRIPGÆÐI Á ÖLLUM, ALLT ÁRIÐ Sailun vetrardekkin færðu í Vöku. Skútuvogi 8 - 104 Reykjavík s. 567 6700 VEtrarDEkk kynningarblað 11. október 20164 1 1 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D F -7 9 C 4 1 A D F -7 8 8 8 1 A D F -7 7 4 C 1 A D F -7 6 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.