Fréttablaðið - 11.10.2016, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.10.2016, Blaðsíða 30
Á vef FÍB er að finna góðar og gildar ráðleggingar um hvernig best er að haga vetrarakstri. l Þrífið bílinn og bónið, það dreg- ur úr viðloðun snjós og frosts. Góð bónhúð ver einnig gegn tæringu frá götusaltspæklinum sem þétt- býlisbúar aka oft í dögum saman. l Smyrjið læsingar með lásaolíu, það dregur verulega úr líkum þess að læsingar frjósi fastar. Berið varnarefni (silicon) á þéttilista dyra til að fyrirbyggja að dyrnar festist í frosti. l Fyllið tankinn í hvert skipti sem bensín er keypt. Hætt er við að loftraki þéttist á veggjum bens- íntanks sem fylltur er óreglulega og safnist fyrir í tankbotni. Í frosti verður klakamyndun og íshröngl- ið getur stíflað bensínleiðslur með tilheyrandi gangtruflunum. Til varnar þessu er ráðlagt að blanda ísvara í bensínið á haustin. l Góðir hjólbarðar eru grundvallar öryggisþáttur og geta skipt sköp- um við erfiðar vetraraðstæður. Áríðandi er að hafa réttan loft- þrýsting í hjólbörðum til að þeir endist vel og virki rétt. Mynstur- dýpt ræður miklu um veggrip á blautum eða snjóugum vegum og ekki ráðlegt að hafa það minna en 3-4 mm. Þegar kólnar í veðri er nauðsynlegt að skipta yfir í vetr- ar- eða heilsársdekk. Slitsóli þess- ara hjólbarða er úr gúmmíblöndu sem ekki stífnar í kulda, sem eykur veggrip og rásfestu ökutækja. Gúmmíblandan í sumarhjólbörð- um byrjar að harðna þegar hit- inn er kominn niður fyrir +7°C. Við -15°C verða sumarhjólbarðar álíka harðir og hart plastefni. l Athugið frostþol kælivökvans á haustin. Frostþol ætti að vera a.m.k -25°C. Einfaldast er að nota frostlagarmæli sem hægt er að fá að láni á flestum bensín- og smur- stöðvum. l Fyllið upp rúðuvökvakútinn með frostþolnum vökva. Athugið virkni þurrkanna og hvort blöðin séu í lagi. l Kannið ástand viftureimarinnar. l Í sumum tilvikum er hleðslu- spenna bíla of lág og það skapar vanda þegar lofthitinn lækkar. Lág hleðsluspenna dregur úr líftíma rafgeymis. Hleðsluspennan þarf að vera 1,4,2 til 14,5 volt en 14,4 volta spenna er talin æskilegust. l Útfellingar á geymasamböndum geta orsakað erfiðleika við gang- setningu, sérstaklega í kulda- tíð. Útfellinguna er auðvelt að fjarlægja með volgu vatni, stál- ull eða fínum sandpappír.Til að hindra útfellingu er gott að strjúka sýrulausri feiti, t.d. vaselíni yfir geymasamböndin og skaut raf- geymisins. l Rafgeymar nýrri bíla þurfa lítið sem ekkert viðhald þannig að ekki þarf að fylgjast með magni raf- geymavökvans. Á eldri geymum þarf að athuga sýrumagn, það á að nema við merkingar eða u.þ.b. 10 mm ofan við plöturnar. l Yfirfarið kveikjukerfið. Lélegir kveikjuþræðir auka mótstöðuna fyrir rafneistann til kertanna og það er mjög algengt vandamál við gangsetningu. l Munið að hafa rúðusköfu og lít- inn snjókúst á aðgengilegum stað. Önnur góð hjálpartæki eru keðjur, vasaljós, startkaplar, dráttartóg og handhæg snjóskófla. Ekið að vetri NagladekkiN leyfð 1. Nóvember Nagladekk eru leyfileg í Reykjavík á tímabilinu 1. nóvember til 15. apríl ár hvert. Margir telja litla þörf fyrir nagladekk á höfuðborgarsvæðinu. Vetrardekk eða heils- ársdekk hafa gefist vel. Nagladekkin auka kostnað við viðhald og sömuleiðis eyðir bíllinn meira bensíni með nagladekkjum. Þá hafa nagladekk mikil áhrif á svifryk í andrúmslofti sem er slæmt fyrir heilsu manna. Nú er þess krafist að lágmarksdýpt mynsturs í vetrardekkjum sé minnst þrír milli- metrar. Hlutfall nagladekkja var 31 prósent á höfuðborgarsvæðinu við talningu síð- asta vetur. Fyrir nokkrum árum var nagladekkjanotkun 67% svo hún hefur minnkað umtalsvert. Sekt fyrir að aka á nagladekkjum utan þess tíma þegar það er leyfilegt er 5.000 krónur á hvert dekk. Það þarf því að reiða fram 20 þúsund krónur ef fólk er tekið á nöglum fyrir 1. nóvember. Ekki gera málamiðlanir þegar kemur að öryggi Goodyear nagladekk hemla best í snjó samkvæmt FÍB* Vetrardekkjakönnun 2015-2016 Nokkrir metrar í hemlunarvegalengd geta skipt öllu máli Þú færð Goodyear vetrardekkin á öllum betri hjólbarðaverkstæðum vEtrardEkk kynningarblað 11. október 201612 1 1 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A D F -9 2 7 4 1 A D F -9 1 3 8 1 A D F -8 F F C 1 A D F -8 E C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.