Fréttablaðið - 11.10.2016, Side 2

Fréttablaðið - 11.10.2016, Side 2
Forsetinn heimsótti Langholtsskóla Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynntu í gær forvarnardaginn auk samtaka og bakhjarla sem að deg- inum standa. Kynningin fór fram í Langholtsskóla. Forvarnardagurinn sjálfur er á morgun í flestum 9. bekkjum landsins. Fréttablaðið/SteFán Veður Suðaustan 8-15 m/s og rigning um allt sunnan- og vestanvert landið en þurrt að kalla, og bjartviðri norðaustantil. Áfram hlýtt í veðri, allt að 13 stiga hiti norðan- lands. sjá síðu 20 samfélag „Hvað þarf að gerast til þess að borgin fari að taka á sig rögg og gera eitthvað í þessu,“ segir Hlöðver Bernharður Jökulsson sjúkraþjálfari. Hann er slasaður og bersýnilega sárþjáður eftir að hafa hjólað á kanínu í Elliðaárdalnum á leið í vinnuna á föstudagsmorgun. Hann féll af hjólinu og á tré með þeim afleiðingum að lungað féll saman og rifbein 3 til 7 eru brotin. Þar af eru einhver þeirra tvíbrotin. Þá er annað herðablaðið sprungið þvert yfir. „Þetta gerist allt svo snöggt og ég man bara að ég skell á trénu og hendist aftur á bak og svo bara dofna ljósin hægt og rólega af því að ég næ ekki andanum,“ segir Hlöðver. Hann telur að liðið hafi á bilinu fimmtán til tuttugu mínútur þangað til að kona í nágrenninu verður hans vör og hún hringir á 112. „Þá er ég bara að berjast við að ná andanum. Lungað er fallið saman og ég ligg á bakinu og finn við hvern andardrátt hvernig brestur og smell- ur í öllu og er jafnframt að hósta blóði og reyna að hreinsa öndunar- færin,“ segir Hlöðver. Hann segir að fleira fólk hafi síðan drifið að en honum fannst heil eilífð þangað til sjúkrabíllinn kom. Hann var síðan fluttur á slysadeildina. Þar voru bara öll föt klippt utan af mér því að þeir gátu ekkert skoðað mig nógu vel. Hann var svo settur í CT-skanna þar sem kom í ljós að lungað var fallið saman. Hann fór svo á gjörgæslu þar sem hann var í sólarhring áður en hann fór á almenna deild. Hlöðver leggur áherslu á það að hann sé enginn keppnis- hjólamaður heldur eigi hann bara venjulegt hjól. Hraða eða glannaskap verði ekki kennt um. Hann ítrekar ákall sitt um að Reykjavíkurborg grípi til aðgerða vegna þessara kanína. „Ég er alveg viss um að ég er ekki sá eini sem hefur lent í því að detta út af þessum kanínum. Það hafa örugglega líka einhverjar aftanákeyrslur orðið út af kanínum,“ segir Hlöðver. „Mér finnst vera kominn tími til að gera eitthvað í málinu,“ bætir hann við. jonhakon@frettabladid.is Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. Hlöðver slasaðist illa og er með mörg brotin rifbein. Hann brýnir borgaryfirvöld til verka. Fréttablaðið/GVa Ég er alveg viss um að ég er ekki sá eini sem hefur lent í því að detta út af þessum kanínum. Hlöðver Jökulsson sjúkraþjálfari fiskeldi Nýrnaveiki kom upp í tveimur seiðaeldisstöðvum í sumar og nú í haust. Slátra þurfti mörg þús- und laxaseiðum. Fyrra tilvikið kom upp hjá Bæjarvík ehf. í Tálknafirði og hitt hjá Arctic Smolt, sem er með starfsemi þar í grenndinni. Gísli Jónsson, sérgreinalæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofnun, staðfesti nýrnaveikismitin í samtali við Vísi sem sagði fyrst frétt af þessu í gær. Gísli segir þar að nýrnaveiki skjóti upp kollinum reglulega. Tvær stöðvar greindust með smit núna, engin í fyrra en 2014 komu upp tvö tilfelli. Landssamband veiðifélaga sendi frá sér fréttatilkynningu í kjölfarið þar sem lýst er þungum áhyggjum af fréttum af nýrnaveiki. „Eru þær fregnir í sterkri andstöðu við það sem haldið hefur verið fram að íslenskt fiskeldi sé sjúkdómafrítt og ógni ekki stofnum villtra fiska. Þá harmar LV að ekki hafi verið upp- lýst um að sjúkdómar hafi komið upp í umræddum stöðvum strax í vor, heldur hafi þurft eftirgrennslan fjölmiðla til. Landssambandið krefst þess að ekki verði frekari leyfi til eldis gefin út fyrr en farið hefur fram ítarleg áhættugreining á eldi frjórra norskra laxa með tilliti til meng- unar, sjúkdóma og erfðamengunar. – shá Nýrnaveiki í laxaseiðum Sjókvíaeldi á norsku eldiskyni er afar umdeilt. samfélag Edda Heiðrún Backman, leik- og myndlistarkona, var jarð- sungin frá Hallgrímskirkju í gær. Hún lést þann 1. október síðast- liðinn, 58 ára að aldri, eftir meira en áratugar glímu við MND-sjúk- dóminn. Edda útskrifaðist með leikara- próf frá Leiklistarskólanum árið 1983 og átti farsælan feril sem leikari, bæði í sjónvarpi og á sviði. Edda Heiðrún jarðsungin edda Heiðrún backman borin til grafar. Fréttablaðið/eyþór Landssamband veiði- félaga vill að fleiri leyfi verið ekki gefin fyrr en áhættu- greining hefur farið fram. 1 1 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r i ð j u d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 1 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D F -6 1 1 4 1 A D F -5 F D 8 1 A D F -5 E 9 C 1 A D F -5 D 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.