Fréttablaðið - 11.10.2016, Síða 4

Fréttablaðið - 11.10.2016, Síða 4
SAMFÉLAG Átta ára stúlka varð fyrir kynþáttafordómum af jafnaldra sínum á skólalóð á Akureyri fyrr í haust. Var stúlkunni tjáð af jafnaldr- anum að brúnir léku sér við brúna og hvítir við hvíta. Fræðslustjóri Akureyrar brýnir fyrir öllum þeim sem umgangast börn að gæta orða sinna í hvívetna. Atvikið átti sér stað fyrir skömmu í frímínútum skólans. Katrín Mörk Melsen, móðir stúlkunnar, segir þessi ummæli barnsins auðvitað ekki komin frá því sjálfu. Líkast til heyri barnið þessi ummæli útundan sér og apar þau upp. „Börnin auðvitað læra það sem fyrir þeim er haft og því hefur þessi talsmáti komið frá einhverjum. Einhvers staðar hefur barnið heyrt þetta og notað á dóttur mína. Börn á þessum aldrei vita í sjálfu sér ekkert hvað þau eru að segja með þessu,“ segir Katrín. „Við þurfum bara að vera á varðbergi fyrir þessu og fræða börnin okkar um að orð sem þessi geta meitt.“ Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, segir miklu máli skipta að kenna börnum umburð- arlyndi og að þessi hegðun sé ekki liðin innan skóla bæjarins. „Við búum í fjölbreyttum heimi og fjöl- breytileikinn okkar hér á Akureyri er styrkur okkar. Í skólum okkar á Akureyri kennum við börnunum að virða fjölbreytileikann,“ segir Soffía. „Einnig vinnum við gegn öllum fordómum, hvort sem það eru for- dómar gagnvart litarhætti, holda- fari, stærð, hárlit eða öðru. Það er markvisst kennt í okkar skólum. Því er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn barna hjálpi okkur svo allir fái notið sín,“ bætir Soffía við. Katrín Mörk segir þetta ekki vera einsdæmi heldur hafi dóttir hennar einnig þurft að hlusta á svona tal í fyrra, þegar hún var í 2. bekk. „Einnig veit ég um fleiri börn sem þurft hafa að þola viðlíka ummæli. Vonandi erum við ekki komin á einhvern stað þar sem ekki er hægt að snúa ofan af svona hugsunar- hætti,“ segir Katrín Mörk.  sveinn@frettabladid.is Bregðast við eftir að ung stúlka varð fyrir kynþáttafordómum Börnin læra það sem fyrir þeim er haft segir móðir stúlku sem varð fyrir kynþáttafordómum á skólalóð á Akureyri. Fræðslustjóri bæjarins segir mikilvægt að allir leggist á eitt og uppræti fordóma sem þessa. Erika Rakel Egilsdóttir ásamt móður sinni, Katrínu Mörk Melsen. FRéttablaðið/auðunn uMhverFi Kortlagning Nátt- úrufræðistofnunar Íslands á útbreiðslu og flatarmáli alaska- lúpínu sýnir að heildarflatarmál hennar árið 2016 er að lágmarki 314 ferkílómetrar. Mest er lúpína á Suðurlandi, Suðvesturlandi og Norðausturlandi. Alaskalúpína er skilgreind sem ágeng, framandi plöntutegund hér á landi. Langmest er hún á Suðurlandi og Norðausturlandi en í þeim landshlutum hefur hún mest dreift sér. Á Suðvesturlandi, einkum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ, er einnig mikil lúpína. – shá Lúpína þekur stór svæði lúpína þekur orðið 300 til 400 ferkíló- metra lands. FRéttablaðið/GVa NeYTeNDur Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um sölubann á CAKE-skoteldum frá E-þjónust- unni. Við prófun kom í ljós að þegar skotkökur af þessari tegund voru prófaðar leið of langur tími frá því að kveikt var á kveikiþræði þar til kviknaði á skotkökunni. Í frétt á vef Neytendastofu segir að alvarleg hætta sé fólgin í því að fólk telji að ekki hafi kviknað í skot- kökunni og snýr aftur að kökunni sem þá tekur að springa. Um kveiki- tíma skotelda gilda sett ákvæði í stöðlum. – ibs Banna sölu á skotkökum GæLuDýr „Þetta er að verða sífellt algengara því hundar lifa mun leng- ur en áður. Við verðum meira vör við þetta enda er þetta sjúkdómur sem kemur frekar fram á efri árum,“ segir Hanna Arnórsdóttir dýra- læknir. Sá hluti dýralækninga sem er hvað ört vaxandi miðar að því að vinna bug á öldrunarsjúkdómum gæludýra. Einn þessara sjúkdóma, sem hefur verið nefndur hunda-Alz- heimer greinist nú æ oftar vegna lengri lífaldurs hunda. Eins og hjá mannfólki hefur sjúk- dómurinn í för með sér minnisglöp. Einkenni sjúkdómsins eru þau að hundurinn virðist ekki kannast við sig, til dæmis heima hjá sér, hann vakir og vælir á næturnar en sefur á daginn og fer að missa saur og þvag innandyra. „Við greinum hundana með útilokunargreiningu. Heilinn fer að hrörna, boðefni breytast og blóðflæði minnkar jafnvel til heil- ans,“ segir Hanna. En það er ekki ósvipað því sem gerist þegar menn fá Alzheimer-sjúkdóminn. Á síðustu árum hafa dýralæknar byrjað að gefa hundum með elliglöp Alzheimer-lyfið selegiline en það er almennt notað til að bregðast við Alz- heimer í mönnum. Samkvæmt rann- sóknum hefur lyfið virkað mjög vel. Hanna segir mikilvægt fyrir hunda sem glíma við sjúkdóminn að þeir fái góða hreyfingu og örvun. Mikilvægt sé að fæðan sé rétt, þannig að þeir fái allt sem til þarf, svo að þeir viðhaldi góðri blóðrás og heilastarfsemin líði engan skort. Ekki liggur fyrir hvort Alzheimer- sjúkdómurinn finnist frekar hjá einhverjum sérstökum hundateg- undum en öðrum. „Miðað við hvað það eru til margar tegundir hunda og hversu breytilegir þeir eru í stærð og vinnu þá er ekki ólíklegt að þetta liggi frekar í ákveðnum línum,“ segir Hanna. Hanna segir að sjúkdómurinn sé ekki greindur í einni heimsókn held- ur að um framsækin einkenni sé að ræða sem aukast á meðan hundinum versnar. Hún telur að sjúkdómurinn láti bera á sér fyrst við tólf til þrett án ára hundum. – þh Algengara að hundar fái Alzheimer-sjúkdóminn alzheimer-sjúkdómurinn hrjáir hunda upp úr tólf ára aldri. FRéttablaðið/StEFán Miðað við hvað það eru til margar tegundir, hunda og hversu breytilegir þeir eru í stærð og vinnu þá er ekki ólíklegt að þetta liggi frekar í ákveðnum línum. Hanna Arnórsdóttir dýralæknir „Við þurfum bara að vera á varðbergi fyrir þessu og fræða börnin okkar um að orð sem þessi geta meitt. Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri 1 1 . o k T ó b e r 2 0 1 6 Þ r i Ð J u D A G u r4 F r É T T i r ∙ F r É T T A b L A Ð i Ð 1 1 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D F -7 4 D 4 1 A D F -7 3 9 8 1 A D F -7 2 5 C 1 A D F -7 1 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.