Fréttablaðið - 11.10.2016, Side 12

Fréttablaðið - 11.10.2016, Side 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Hinir ríku halda áfram að verða miklu ríkari á Íslandi.“ „Laun þeirra ríku hækka hraðar.“ Að mínu mati fanga þessar tvær fyrirsagnir, sem birtust í fjölmiðlum á síðustu dögum, það í hnot- skurn um hvað verður kosið 29. október. Það skiptir nefnilega máli hverjir stjórna. Það sést ekki alltaf, heilt yfir getur samfélagið verið á réttri leið, hagtölur að skána, einhverjar breytur í útreikn- ingum líka og jafnvel finnum við það sum hver á eigin skinni að staðan er að batna. En misskiptingin verður ekki falin í tölum um meðaltalshækkun. Það hvernig þeir sem halda áfram að hafa það betra, verða enn ríkari, fá enn meira til sín en aðrir. Fölsk bros stjórnmálamanna og enn falskari loforð rétt fyrir kosningar breyta engu um þessar staðreyndir. Síðasti áratugur hefur verið þjóðinni erfiður. Rugl- hagkerfi fyrirhrunsáranna kippti raunveruleikanum úr sambandi og svo var öllum kippt niður á jörðina með hruninu. Efnahagslífið var í rúst og öll orka stjórnvalda fór í að koma því aftur á réttan kjöl. Það tókst og hægt og rólega hefur landið verið að rísa, allt að rétta úr kútnum. Og ekki endilega hægt, þetta hefur tekið undraskamman tíma í raun. Einmitt þess vegna skiptir máli hverjir setjast við stjórnvölinn eftir þessar kosningar, hvaða flokkar það eru sem koma að því að hanna það samfélag sem við viljum sjá, að nýta betri efnahagsstöðu á sem réttastan máta. Hvort við viljum auka jöfnuð, hvort við viljum að þeir sem verst hafa það njóti efna- hagsbatans, hvort við viljum styrkja velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, hvernig við viljum nýta þá stöðu að ríkið heldur utan um stærstan hluta fjármálakerfis- ins til að koma samfélagssjónarmiðum þar inn. Fyrir mér eru þetta stóru málin. Og flokkar sem rétt fyrir kosningar muna eftir því að til er fleira fólk en fjármagnseigendur og fleiri félög en aflandsfélög eru ekki trúverðugir til að standa sig vel í þessu. Til þess treysti ég Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum. Fölsk bros, því bráðum er kosið Kolbeinn Óttarsson Proppé skipar 2. sæti hjá VG í Reykjavík suður En misskipt- ingin verður ekki falin í tölum um meðaltals- hækkun. Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæsileik i endalaus t úrval af hágæða flísum Finndu okkur á facebook Í lokaskýrslu verkefnis- stjórnar 3. áfanga rammaáætl- unar kemur fram að það eru helst neikvæð áhrif á gönguferðir á nærliggj- andi svæðum sem mæla gegn Búrfells- lundi. Vinnsla rafmagns úr vindorku er einhver umhverfisvænasta aðferð sem þekkist til að búa til rafmagn. Verkefnisstjórn um rammaáætlun og löggjafinn ættu að veita vindorkuverkefnum brautargengi og stuðla þannig að því að gera samfélagið minna háð óafturkræfum virkjunum. Náttúruvernd snýst ekki bara um rómantískar hug- myndir um að viðhalda náttúrunni ósnortinni og sjálf- bæra auðlindanýtingu. Hún snýst um fyrirhyggju, ábyrga umgengni við auðlindir og tillitssemi við kynslóðir fram- tíðarinnar. Þannig endurspeglar hún ekki síður ást á fram- tíðarafkomendum en virðingu fyrir öðrum tegundum í vistkerfinu. Ef maðurinn elskar börnin sín, þá elskar hann náttúruna. Vindurinn er ótæmandi auðlind og vinnsla rafmagns með vindmyllum hefur ekki í för með sér neinn mengandi útblástur. Uppsetning vindmylla hefur hins vegar sjónræn áhrif á umhverfið og getur þannig gengið í berhögg við hagsmuni í öðrum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu. Varanleg umhverfisáhrif af vindmyllum eru samt lítil og að mestu afturkræf. Þannig er hægt að reisa vindmyllur, framleiða rafmagn í einhvern tíma og taka þær síðan niður án mikillar röskunar fyrir umhverfið. Landsvirkjun reisti tvær vindmyllur í tilraunaskyni á Hafinu svokallaða norðan Þjórsár í lok árs 2012 og hafa þær framleitt rafmagn frá ársbyrjun 2013. Niðurstöður benda til þess að aðstæður til virkjunar vinds séu óvenju hagstæðar á þessu svæði. Aðliggjandi fjallgarðar mynda trekt fyrir vind ofan af hálendinu sem streymir þarna í gegn. Landsvirkjun hannaði í kjölfarið vindmyllugarð á þessu sama svæði og á hraun- og sandsléttu sunnan Þjórsár. Garðurinn hefur fengið heitið Búrfellslundur og hefur þegar farið í gegnum umhverfismat. Það verða allt að 67 vindmyllur í Búrfellslundi með framleiðslugetu upp á 200 MW. Það var niðurstaða verkefnisstjórnar í 3. áfanga rammaáætlunar að setja Búrfellslund í biðflokk og því bíða stjórnendur Landsvirkjunar eftir verkefnisstjórn og Alþingi áður en fyrirtækið getur hafið framkvæmdir á svæðinu. Áður hafði verkefnisstjórn samþykkt að setja Blöndulund í Húnavatnshreppi í orkunýtingarflokk en það er vindmyllugarður með framleiðslugetu upp á 100 MW. Í lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætl- unar kemur fram að það eru helst neikvæð áhrif á göngu- ferðir á nærliggjandi svæðum sem mæla gegn Búrfells- lundi. Í skýrslunni kemur fram að vindmyllurnar sjáist langt að og hafi því mikil sjónræn áhrif. Þær muni gera umhverfið minna náttúrulegt í hugum ferðamanna og „upplifun þeirra á landslaginu og svæðinu í heild, verður síðri“. Þetta er auðvitað mjög huglægt og sjónræn áhrif eru einstaklingsbundin. Í ljósi átaka sem einkenna umræðu um virkjanir og nýtingu fallvatns má velta fyrir sér hvort vinnsla rafmagns úr vindorku sé ekki leið sátta og málamiðlana. Röskun sem fylgir beislun vindsins er aðallega sjónræn og eiginleg mengun er engin. Það hlýtur því að vera von umhverfis- verndarsinna sem skynja mikilvægi ábyrgrar auðlindanýt- ingar að stjórnmálamenn beri gæfu til að tryggja framgang virkjanakosta á sviði vindorku. Beislum vindinn Sveppahöllin Fjöldi starfsmanna sem vinnur hjá Íslandsbanka á Kirkjusandi hefur fundið fyrir einkennum myglusvepps. Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag huga stjórnendur bankans auð- vitað að velferð síns starfsfólks og hafa flutt fjölda þeirra á aðrar starfsstöðvar. Myglusveppur er auðvitað grafalvarlegt mál og getur leitt til margra líkamlegra og jafnvel andlegra einkenna hjá fólki. Einhverjir starfsmenn Íslandsbanka brosa þó út í eitt og eru búnir að finna nýtt nafn á húsnæðið að Kirkjusandi. Húsið er núna kallað Sveppahöllin. Umbunin Það vakti svolitla athygli þegar Heiða Kristín Helgadóttir, guð- móðir Besta flokksins, greindi frá því á sunnudag að hún væri hætt að vinna fyrir Bjarta framtíð og farin að vinna fyrir Viðreisn. Engar ástæður er snerta mál- efnaágreining eru gefnar upp né heldur neitt sagt um sam- skiptaörðugleika við fyrrverandi flokksfélaga. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gerir því skóna í samtali við Vísi í gær að ástæðan fyrir sinna- skiptum Heiðu Kristínar sé von hennar um hærri laun fyrir störf hjá Viðreisn. Og lái henni hver sem vill að vilja umbun fyrir störf sín. Starfsmenn stjórnmálaflokk- anna þurfa jú að eiga fyrir salti í grautinn eins og aðrir. jonhakon@frettabladid.is 1 1 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r12 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð SKOÐUN 1 1 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D F -5 C 2 4 1 A D F -5 A E 8 1 A D F -5 9 A C 1 A D F -5 8 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.