Fréttablaðið - 11.10.2016, Page 16

Fréttablaðið - 11.10.2016, Page 16
Í dag 16.00 Kasakstan - Rúmenía Sport 2 16.35 U-21: Ísland - Úkraína Sport 18.45 Slóvenía - England Sport 18.45 Þýskaland - N-Írland Sport 2 18.45 Danmörk - Svartfjalla. Sport3 20.45 HM Markasyrpa Sport 16.55 Ísland - Úkraína Laugardalsv. 19.15 Valur - Snæfell Valshús Nýjast Fótbolti Ísland getur öðru sinni á fimm árum komið U21 árs landsliði í lokakeppni Evrópumóts í kvöld þegar ungu strákarnir okkar mæta Úkraínu í lokaleik liðsins í undan- keppni EM 2017 sem fram fer í Pól- landi á næsta ári. Staðan er einföld: Ef Ísland vinnur leikinn vinnur það riðilinn. Aftur á móti er ansi líklegt að Ísland missi meira að segja af umspilinu tapi það stigum í Laugar- dalnum í kvöld því Makedónía og Frakkland eru að öllum líkindum að fara að vinna sína leiki í lokaum- ferðinni gegn tveimur neðstu liðum riðilsins Það er mikið undir fyrir íslenskan fótbolta í kvöld en bara jákvæðir hlutir. Það muna allir eftir gullkyn- slóðarliðinu sem fór á EM 2011 og skilaði 5-6 byrjunarliðsmönnum í A-landsliðið. Það væri ósanngjarnt að ætlast til þess að þetta lið núna sé með jafnmarga leikmenn í þeim gæðaflokki en að komast á EM hefur jákvæð margföldunaráhrif fyrir leik- mennina og þar af leiðandi íslensk- an fótbolta og A-landsliðið. Góður gluggi Lokakeppni U21 árs landsliða er kjötmarkaður. Þar mæta útsend- arar óteljandi liða, allir staðráðnir í að finna ofurstjörnu framtíðarinn- ar. Þetta er einn besti búðargluggi sem til er fyrir leikmenn í álfunni að sýna sig eins og sannaðist með strákana okkar fyrir fimm árum. Fullt af leikmönnum úr liðinu, sem voru sumir þá þegar orðnir atvinnumenn, færðu sig um set í betri lið og urðu þar af leiðandi betri leikmenn. Vissulega voru sumir leikmenn U21 árs liðsins 2011 í stórum deildum og færðu sig um set á milli þeirra en vitaskuld hafði lokamótið sín áhrif. Þegar strákarnir voru komnir í betri lið urðu þeir betri leikmenn og þeim gæðum skiluðu svo sumir þeirra inn í A-landsliðið sem síðan komst í fyrsta sinn í lokakeppni. Að komast í svona keppni getur haft þessi jákvæðu margföldunaráhrif fyrir fótboltann hér heima. Eins og fyrir fimm árum síðan eru 5-6 byrjunarliðsmenn í U21 árs liðinu núna atvinnumenn. Flestir þeirra spila á Norðurlöndunum og vilja taka næsta skref en að vera til sýnis í búðarglugganum í Póllandi á næsta ári ætti heldur betur að hjálpa til við það. Stærra fyrir strákana hér heima Oliver Sigurjónsson, fyrirliði íslenska liðsins, er mjög tæpur fyrir leikinn á morgun vegna beinmars sem hann fékk eftir að fá skot í kálf- ann á æfingu Breiðabliks undir lok tímabilsins. Oliver er búinn að spila frábærlega í undankeppninni og sagði við Fréttablaðið í gær að það væru ekki nema 50 prósent líkur á að hann gæti byrjað leikinn. Hann, eins og allir aðrir í liðinu, þráir að komast í lokakeppnina og er fullmeðvitaður um hverju það gæti skilað fyrir íslenskan fótbolta og leikmönnum liðsins. Þá sérstak- lega strákum eins og honum sem spila hér heima. „Þetta gæti skilað okkur í stærri deildir og komið okkur lengra en til Norðurlanda þangað sem margir fara úr íslensku deildinni. Það eru öll lið í Evrópu og utan Evrópu sem horfa á keppnina. Það er ekki hægt að ímynda sér hversu stórt þetta er en fyrir leikmenn á Íslandi er þetta enn þá stærra. Það eru vonbrigði fyrir mig að geta ekki hjálpað þeim að taka lokaskrefið en ég veit að það kemur alltaf maður í manns stað hjá þessu liði,“ sagði Oliver Sigurjóns- son. tomas@365.is Leikur framtíðarinnar U21 árs landsliðið í fótbolta getur komist í lokakeppni EM 2017 með sigri á Úkraínu í kvöld. Sigur gæti haft jákvæð margföldunaráhrif á íslenskan fótbolta. Ungu strákarnir okkar ætla að gera eins og gullkynslóðin fyrir fimm árum og spila á lokamóti EM í Póllandi á næsta ári. FRéttablaðið/StEFáN Búðarglugginn Leikmenn U21 árs liðsins 2011 sem skiptu um lið eftir EM í Danmörku. aron Einar Gunnarsson: Fór frá Coventry til Cardiff þar sem hann hefur spilað síðan. Er fyrirliði A- landsliðsins og einn af þess allra mikilvægustu mönnum. birkir bjarnason: Byrjaði á bekknum í Danmörku en fór samt frá Viking í Noregi til Standard Liège í Belgíu. Er fastamaður í A- landsliðinu og skoraði fyrsta mark Íslands á EM 2016. Kolbeinn Sigþórsson: Var búinn að minna rækilega á sig í Hollandi með AZ Alkmaar en var keyptur sem aðalframherji hollenska stórveldisins Ajax. Kominn í dag til Galatasaray og er næstmarkahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Rúrik Gíslason: Kantmaðurinn kraftmikli fór frá OB í Óðinsvéum til FC Kaupmannahafnar og spilaði þar meðal annars í Meistaradeild- inni. Var lengi byrjunarliðsmaður í landsliðinu en missti sæti sitt og svo missti hann af EM vegna meiðsla. Haraldur björnsson: Aðalmark- vörður U21 fyrir fimm árum, fór frá Val til Sarpsborg í Noregi. Eggert Gunnþór Jónsson: Var vissulega með sterka ferilskrá þegar kom að lokamótinu en fór frá Hearts í Skotlandi til Úlfanna í ensku úrvalsdeildinni. Hólmar Örn Eyjólfsson: Fór úr unglingaliði West Ham til Bochum. Undankeppni HM 2018: A-riðill H-Rússland -lúxemborg 1-1 Holland - Frakkland 0-1 Svíþjóð - búlgaría 3-0 Undankeppni HM 2018: b-riðill Færeyjar - Portúgal 0-6 andorra - Sviss 1-2 lettland - Ungverjaland 0-2 Undankeppni HM 2018: H-riðill Gíbraltar - belgía 0-6 Eistland - Grikkland 0-2 bosnía - Kýpur 2-0 1 1 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r i Ð J U D A G U r16 s p o r t ∙ F r É t t A b l A Ð i Ð sport 1 1 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D F -7 E B 4 1 A D F -7 D 7 8 1 A D F -7 C 3 C 1 A D F -7 B 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.