Fréttablaðið - 11.10.2016, Page 18

Fréttablaðið - 11.10.2016, Page 18
Signý S. Skúladóttir, markaðs- stjóri Heilsu ehf., segir að Solaray hafi öðlast mjög góðan orðstír fyrir gæði, samkvæmni og vöru- þróun. „Ávallt er unnið með nátt- úruleg hráefni sem geislar sólar- innar hafa skapað og fyllt orku. Gæðaeftirlit er mjög strangt við framleiðslu og tryggt að alltaf sé um að ræða yfirburða gæði á öllum vörum sem framleiddar eru og að besta fáanlega hráefnið sé notað í blöndurnar. Allt hráefnið fer að auki í gegnum rannsóknir á rannsóknarstofum óháðum fram- leiðanda til að ganga úr skugga um að virknin sé nákvæmlega eins og hún á að vera. Þetta er 100 prósent náttúruleg vara,“ segir Signý. StreSSið minnkaði Eva Dögg Rúnarsdóttir hefur notað Solaray bætiefni í rúm átta ár. „Ég er nýflutt heim frá Kaupmannahöfn eftir 12 ára búsetu. Solaray vítamín eru vinsæl í Dan- mörku,“ segir hún. „Mega B stress er blanda sem gerði mig háða Solaray. Ég vann undir miklu álagi sem yfirhönnuður hjá dönsku fata- merki. Frænka mín rekur heilsu- búð í Árósum og benti mér á að prófa þessa blöndu. Ég fann nán- ast strax alveg rosalegan mun á mér auk þess sem ég varð orku- meiri. Eftir það hefur þessi blanda varla vikið úr vítamínskápnum og ég tek hana oftast í törnum yfir vet- urinn þegar það er mikið að gera. Ég tek líka B12, sink og járn nán- ast að staðaldri. Verður aldrei Veik Annars á ég margar uppáhaldsteg- undir frá Solaray sem ég tek í risp- um. Oftast hvíli ég mig á sumrin en byrja síðan aftur á haustin að taka vítamín. Það er nauðsynlegt í nú- tíma þjóðfélagi þar sem hraðinn er mikill og stöðugt álag. Ég er mjög hrifin af turmerik-töflunum og þykkninu, blanda því saman við að borða turmerikrót í mat, smoothie eða sem skot. Mér finnst turmerik auka orku, minnka bólgur og bjúg en einnig gagnast það vel við kvefi og öðrum pestum. Ég tek pumpkin seed oil, Biotin og MSM aðallega til að þykkja hárið og styrkja. Einnig finn ég mun á liðunum þegar ég tek MSM,“ segir Eva Dögg og bætir við að hún blandi því saman við sítrónu- vatn á morgnana. „Þegar ég finn einhver flensu- einkenni er ég fljót að grípa í oil of oregano og grape fruit seed oil. Það drepur allt, enda verð é g a ld r - ei lasin. Svo tek ég Maca og evening primrose oil í törnum til að ná stjórn á hormón- unum. Þeir rugluðust svolítið eftir nánast samfelldar brjóstagjafir með tveimur börnum.“ nóg að gera Eva Dögg er fatahönnuður en kom til Íslands til að opna bakarí. „Ég hef unnið sem yfirhönnuður hjá stórum dönskum fatamerkjum. Ég vinn sjálfstætt núna og er að mestu leyti að hanna skó, töskur og fylgi- hluti fyrir erlend merki. Sömu- leiðis starfa ég fyrir mismunandi viðskiptavini á samskiptamiðlun- um, bæði hér og í Danmörku. Ég er jógakennari og kenni bæði full- orðnum og börnum jóga flesta daga vikunnar. Núna er ég að leggja lokahönd á íslensk jógaspil fyrir börn en ég fékk styrk frá Jóga- hjartanu síðasta vetur til að hanna og framleiða þessi spil,“ segir Eva Dögg sem er í sambúð með Gústa bakara, eiganda Brauð og Co. Þau eiga tvö börn, Bastíani Nóa, 4 ára, og Nóru Sól, 2 ára. Finndu þinn sólargeisla frá Solaray í næsta apóteki eða heilsuvöruverslun finndu SólargeiSlann þinn Heilsa ehf. kynnir Solaray, hágæða vítamín og bætiefnalínu sem unnin er úr jurtum og er eitt vinsælasta og best þekkta vörumerki í heilsuvörum í heiminum. Gæðaeftirlit er mjög strangt við framleiðslu og besta fáanlega hráefnið notað í vörurnar. Ég finn raunveru- legan mun á mér þegar ég tek inn bætiefnin frá Solaray, þau uppfylla allar mínar kröfur hvað varðar hreinleika, upptöku og blöndurnar sjálfar. Eva Dögg Rúnarsdóttir Eva Dögg Rúnarsdóttir hefur notað Solaray bætiefni í rúm átta ár með mjög góðum árangri. Hún er á instagram undir @evadoggrunars og á snapchat: @werampersand. Neostrata SkinActive vinnur á öllum sýnilegum áhrifum öldrunar með einstökum háþróuðum aðferðum. Einstök SynerG samsetning sem er hönnuð til að örva og endurlífga virkni húðfrumanna og styrkja undirliggjandi stoðir húðarinnar. HÚÐVÖRUR ÁN ILMEFNA SEM HÚÐLÆKNAR MÆLA MEÐ RÁÐGJAFI VERÐUR Í LYFJU SMÁRATORGI, 11.OKTÓBER KL. 14-16. 20% afsláttur meðan á kynningu stendur. 1 1 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r2 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A Ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A Ð ∙ h e I l s A 1 1 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D F -9 2 7 4 1 A D F -9 1 3 8 1 A D F -8 F F C 1 A D F -8 E C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.