Fréttablaðið - 11.10.2016, Side 20
Þorkell er á leið heim til sín til
Fort Lauderdale í Flórída þegar
blaðamaður slær á þráðinn. Á síð-
ustu tveimur dögum hefur hann
ekið frá Maine upp til Kanada og á
nú um 1.800 km ófarna heim. Þor-
kell hefur búið og starfað í Banda-
ríkjunum frá árinu 1985 en þang-
að flutti hann 25 ára gamall ásamt
foreldrum sínum.
Í dag starfar hann sem vöru-
bílstjóri fyrir Oakley Tran-
sport í Flórída sem sérhæfir sig
í að flytja fljótandi matvæli. „Ég
dreg tanka á eftir mér sem í eru
fljótandi matvæli, allt frá sterku
áfengi og niður í vatn og allt þar á
milli. Til dæmis matarolíur, egg í
fljótandi formi, hunang og súkku-
laði,“ segir Þorkell.
Ökutækið er Volvo 630 með D13
vél. „Þetta er sæmilega góður bíll
og ég hef góða aðstöðu í honum.
Þetta er í raun lítið hús á hjólum.
Þar er ég með nokkuð stórt rúm,
fataskápa, ísskáp, örbylgjuofn,
sjónvarp, tölvu og litla ljósavél
fyrir rafmagn og til að halda hit-
anum í lagi, hvort sem það er að
loftkæla á sumrin eða hita á vet-
urna.“
Þó að Þorkell búi í Flórída
ekur hann minnst á þeim slóðum.
„Ég keyri um öll Bandaríkin, og
mikið um Kanada,“ upplýsir hann
en fjarveran frá heimilinu getur
verið æði löng. „Ég get verið allt
upp í tvo mánuði í burtu í senn.“
Mikilvæg fyrir öryggið
Þar sem Þorkell ekur mikið um
norðurfylkin og Kanada skiptir
miklu að vera með góð vetrardekk.
„Það er alveg númer eitt enda
mikil vægt upp á öryggið. Maður
kemst ekkert án góðra dekkja.“
Þorkell var að skipta um dekk
á dögunum og setti undir ný vetr-
ardekk. Segja má að endingin á
gömlu dekkjunum hafi verið ansi
góð en Þorkell fór á þeim 305 þús-
und mílur sem gera um 490 þús-
und kílómetra. „Menn segjast
varla hafa séð svona góða nýt-
ingu á dekkjum áður. Ég keyrði
þau reyndar aðeins lengur en ég
vildi, mér fannst gott að komast
nær vetrinum svo ég yrði með ný
dekk þegar hann gengi í garð,“
segir Þorkell en tekur fram að
dekkin hafi samt sem áður verið
lögleg enda strangar reglur um
dýpt mynstra í Bandaríkjunum.
Þrýstingurinn þarf að vera í lagi
En hvernig lætur maður dekkin
endast svona lengi? Þorkell segir
nokkur atriði skipta höfuðmáli. „Í
fyrsta lagi skiptir öllu að vera með
réttan loftþrýsting á dekkjunum.
Ég athuga þrýstinginn sjálfur á
hverjum degi og það hefur mikið
að segja. Þá eru vegirnir hér mun
betri en á Íslandi, slitlagið er ekki
eins gróft og eyðir því dekkjunum
minna. Síðan er ég með tæki sem
heitir Centramatic, þetta er stífa
með stálhring sem heldur dekkj-
unum jafnvægisstilltum. Þetta
getur gefið upp í tuttugu prósent
betri líftíma á dekkin,“ upplýsir
Þorkell. Hann bætir við að akst-
urslagið skipti vissulega líka máli,
ekki sé gott að taka skarpar beygj-
ur.
Tíu dekk eru undir bílnum, átta
að aftan og tvö að framan. „Ég
skipti um öll aftari dekkin núna
og það kostar skildinginn eða um
411 þúsund krónur. En þú færð í
kringum tveggja ára notkun út
úr þeim,“ segir Þorkell sem notar
ávallt dekk frá Bridgestone að
aftan. „Ég hef prófað margt annað
en hef aldrei fengið eins mikið út
úr dekkjum eins og Bridgestone.“
Að framan notar Þorkell hins
vegar dekk frá Michelin. „Fram-
dekk endast ávallt skemur enda
meira álag á þeim. Ég næ um 160
þúsund kílómetrum út úr þeim en
keyri um 240 þúsund kílómetra á
ári.“
Útgefandi
365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301
UmSjónarmaðUr aUglýSinga
Jón Ívar Vilhelmsson| jonivar@365.is | s. 512-5429
ÁbyrgðarmaðUr
Svanur Valgeirsson
Veffang
visir.is
Þorkell við Volvoinn þar sem hann eyðir drjúgum hluta ársins, og dvelur þar allt
upp í tvo mánuði í senn.
nýju dekkin koma sér vel þegar ekið er
um bandaríkin og Kanada.
gömlu dekkin sem Þorkell tók undan á
dögunum.
dekkin entust 490 þúsund km
Þorkell Ragnarsson ekur vörubíl um Bandaríkin og Kanada. Hann setti nýverið ný vetrardekk undir trukkinn en þau gömlu höfðu enst í 490
þúsund kílómetra. Hann segir betri vegi, réttan loftþrýsting, rétta jafnvægisstillingu og gott ökulag hafa mest að segja um endingu dekkja.
Sólveig
gísladóttir
solveig@365.is
ÖRYGGI BÍLSINS BYGGIST Á
GÓÐUM HJÓLBÖRÐUM
Skipholti 35 – 105 Reykjavík • Sími: 553 1055 • spdekk@simnet.is
Ég athuga þrýstinginn sjálfur á hverjum degi
og það hefur mikið að segja.
Þorkell Ragnarsson
VetrardeKK Kynningarblað
11. október 20162
1
1
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:1
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
D
F
-8
D
8
4
1
A
D
F
-8
C
4
8
1
A
D
F
-8
B
0
C
1
A
D
F
-8
9
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
1
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K