Fréttablaðið - 11.10.2016, Side 24

Fréttablaðið - 11.10.2016, Side 24
„Það var ákveðið að setja undir hann 54 tommu dekk en það eru stærstu dekk sem hægt er að fá undir bíl sem ekki flokkast sem vinnuvél,“ segir Fannar Þór Bene- diktsson, sem situr í stjórn Kyndils. „Eins var ákveðið að búa hann svo- kölluðum unimock hásingum sem koma undan Bens-vörubílum en þær hafa þann kost að sitja hærra en hefðbundnar hásingar. Lægsti punktur undir bílnum er því tæpur metri,“ útskýrir Fannar. Inni í hásingunum eru svo loft- lagnir sem gera það að verkum að hægt er að hleypa lofti í og úr dekkjunum að innanverðu. „Þú þarft með öðrum orðum ekki að vera með utanáliggjandi slöngur og er hægt að hleypa í og úr á ferð.“ Aðspurður segir Fannar það gert til að auka yfirborðsflatarmál dekkj- anna og fá betra viðnám. „Þá næst miklu betra flot í drullu og snjó.“ Bíllinn er búinn loftpúðafjöðr- un allan hringinn, öflugu gps- tæki, nettengdri fartölvu, þremur talstöðvum, sírenu og kallkerfi en auk þess er verið að bæta við hann merkingum, kösturum, leitarljós- um og ýmsum smáljósum. Bíllinn er að sögn Fannars að mestu tilbúinn útlitslega en það á eftir að bæta við hann rafmagni og festingum svo eitthvað sé nefnt. „Við erum að vonast til að hann verði fullbúinn um miðjan nóvem- ber en í seinasta lagi fyrir áramót,“ segir Fannar og bendir á að bíllinn verði til sýnis á ráðstefnunni Björg- un sem Slysavarnarfélagið Lands- björg stendur fyrir í Hörpu um næstu helgi. Að endingu kemur bíllinn til með að verða einn öflugasti jeppi á höf- uðborgarsvæðinu og líklega á öllu landinu. „Hann ætti því að koma að góðum notum uppi á hálendi og í út- köllum þar sem færð er slæm.“ En af hverju ákvað Kyndill að ráðast í þessi kaup? „Við höfum allt- af verið mikil tækjasveit. Við erum með marga jeppa, öfluga sleða- sveit og fjórhjóladeild. Við erum nú þegar með einn Ford Econoline sem er á 46 tommu dekkjum. Það var mikil umræða um það hvort við ættum að fá okkur annan bíl í þeim stærðarflokki eða jafnvel minni og léttari bíl en það hefur verið þróun- in hjá flestum sveitum á höfuðborg- arsvæðinu. Þar eru menn að bæta við sig 38 tommu eða 44 tommu To- yota Land Cruiser eða Hilux svo dæmi séu nefnd. Eftir vandlega íhugun ákváðum við hins vegar frekar að fara í stærri bíl enda mátum við það svo að mögulega væri meiri þörf á slíkum bíl í út- köll þar sem um er að ræða mikla ófærð. Þá bindum við vonir við að hann muni vinna vel á móti hinum Fordinum okkar. Þetta verður flott par.“ Eftir vandlega íhugun ákváðum við að fara í stærri bíl enda mátum við það svo að mögulega væri meiri þörf á slíkum bíl í útköll þar sem um er að ræða mikla ófærð. Fannar Þór Benediktsson Vera Einarsdóttir vera@365.is Hjá N1 er hægt að bóka dekkja- skipti á netinu sem sparar fólki bæði tíma og fyrirhöfn. „Þetta er mjög einfalt, fólk einfaldlega fer inn á heimasíðu N1 þar sem það getur valið það verkstæði sem best hentar að fara á og bókar tíma. Áminning er svo send í SMS áður en að tímanum kemur,“ segir Dagur Benónýsson, rekstrarstjóri þjónustuverkstæða N1. Hann segir mikið hagræði af þessu fyrirkomulagi, bílaeigend- ur komist hjá því að þurfa að bíða í langan tíma eftir að komast að og geti þannig varið sínum tíma betur en þeir sem bíða lengi eftir dekkja- skiptunum. „Við höfum fengið gríðarlega góð viðbrögð og í raun miklu betri en við áttum nokkurn tímann von á.“ Vottuð verkstæði Dekkjahótel N1 eru á öllum hjól- barðaverkstæðum fyrirtækis- ins og hafa þau svo sannarlega slegið í gegn hjá viðskiptavinum. „Enda þægilegt að þurfa ekki að burðast með dekkin inn og út úr bílskúr eða geymslum og troða þeim óhreinum í skottið eða inn í bílinn sem er nú ekki mjög smekk- legt. Þegar við skráum hjólbarða inn á hótel þá er ástand, heiti, eig- andi og staðsetning skráð. Þegar líður að dekkjaskiptum að vori og hausti sendum við viðskiptavin- um SMS um að dekkin þeirra séu klár til undirsetningar,“ útskýrir Dagur. Hjá N1 er lögð áhersla á vönduð vinnubrögð og hafa öll verkstæði fyrirtækisins þann gæðastimp- il að vera vottuð af Michelin sem tekur þau út árlega. Í þeirri úttekt er farið yfir alla verkferla, sam- skipti við viðskiptavini og tækja- búnað. „Við þurfum að ná ákveðnu skori til að standast úttekt. Verk- stæðin okkar hafa ávallt staðist þessa úttekt með glæsibrag og eru á meðal bestu verkstæða sem þeir hafa vottað. Þegar við höfum stað- ist úttekt þá fáum við stimpilinn Michelin Quality Dealer.“ Hágæða hjólbarðar í úrvali Veitt er hjólbarðaþjónustu á níu verkstæðum N1 af ellefu. Þau eru á höfuðborgarsvæðinu, Reykja- nesbæ, Akranesi, og á Akureyri. „Við bjóðum upp á hjólbarðaþjón- ustu fyrir öll farartæki ásamt því að veita smurþjónustu og bílavið- gerðir. Starfsmenn okkar hafa mjög víðtæka reynslu og þekkingu sem við höldum við með regluleg- um námskeiðum á vegum Michel- in, Cooper, Tech og fleiri fagaðil- um í greininni. Við erum einnig með öfluga út- kallsþjónustu alla daga ársins og vorum að bæta mjög öflugum bíl við þann flota. Með þeim bíl getum við auðveldlega tekið stærstu hjól- barða undan tækjum þar sem þau eru staðsett, farið með á verk- stæði, gert við og sett undir aftur. Þessi þjónusta er líka vottuð af Michelin,“ segir Dagur og bætir við að N1 bjóði upp á mjög breiða línu frá Michelin eða allt frá mótor hjóladekkjum upp í stærstu landbúnaðar- og vinnuvéladekk sem geta vegið á annað tonn hvert. „Við pöntum dekk frá Michel- in í gámavís í hverri viku þann- ig að við getum í mörgum tilfell- um fengið dekk frá þeim á tveim- ur til þremur vikum. Michelin er einn stærsti hjólbarðaframleið- andi í heimi og leggur gríðarlega áherslu á tækniþróun enda eru þeirra barðar þekktir fyrir fram- úrskarandi gæði.“ Einnig eru dekk frá Cooper í boði hjá fyrirtækinu. „Cooper er gamalgróinn hjólbarðaframleið- andi og eru barðarnir frá þeim þekktir fyrir gæði og gott grip. Jeppadekkin frá þeim eru ein þau vinsælustu hér á landi og hafa verið það til margra ára. Ásamt jeppadekkjum bjóðum við einn- ig upp á fólksbíla-, mótorhjóla- og sendibíladekk. Mótorhjóladekk- in eru framleidd undir vörumerki Avon,“ lýsir Dagur. N1 er einnig með hjólbarða frá eftirtöldum aðilum; Mitas land- búnaðardekk og vinnuvéladekk, Kumho fólksbíladekk, sendibíla- dekk og vörubíladekk, WestLake fólksbíladekk, vörubíladekk og landbúnaðardekk og Carlisle fjór- hjóladekk og ýmis smádekk. Dekkjaskipti minna mál með netbókun N1 býður fólki að bóka dekkjaskipti á netinu en mikið hagræði og tímasparnaður fæst með því. Hægt er að geyma dekkin á dekkjahóteli fyrirtækisins og fá sent SMS þegar komið er að dekkjaskiptum. Öll verkstæði N1 eru vottuð af Michelin og hafa gæðastimpil fyrirtækisins. Samheldinn hópur starfsmanna N1 á Réttarhálsi. MYND/STEFÁN Við höfum fengið gríðarlega góð viðbrögð og í raun miklu betri en við áttum nokkurn tímann von á. Dagur Benónýsson Jeppaþjónustan Breytir ehf. hefur umsjón með breytingunum. Vonast er til að bíllinn verði tilbúinn fyrir áramót. Fannar segir bílinn koma til með að reynast vel á hálendinu og í slæmri færð. Verður líklega öflugasti jeppi landsins Björgunarsveitin Kyndill í Mosfellsbæ hefur fest kaup á glænýjum Ford F 350 2016 en sveitin hefur ekki keypt nýjan bíl síðan 1997. Bíllinn var fluttur inn frá Bandaríkjunum og hefur síðan undirgengist umtalsverðar breytingar. Þær standa enn yfir en gert er ráð fyrir því að hann verði tilbúinn innan nokkurra vikna. Hægt verður að berja hann augum á sýningunni Björgun í Hörpu um næstu helgi. Bíllinn er búinn svokölluðum unimock hásingum en þær sitja mun hærra en hefð- bundnar hásingar. VETRaRDEKK Kynningarblað 11. október 20166 1 1 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D F -6 6 0 4 1 A D F -6 4 C 8 1 A D F -6 3 8 C 1 A D F -6 2 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.