Fréttablaðið - 11.10.2016, Page 26

Fréttablaðið - 11.10.2016, Page 26
Valdimar segir það geta verið flókið að stunda bæði rallí og tor­ færu því sportin eru tímafrek og kostnaðarsöm. „Þetta er mjög dýrt sport. Með góðri aðstoð reddast þó allt saman,“ segir hann. Valdi­ mar hefur tekið þátt í fjölmörg­ um aksturs keppnum en hefur lítið keppt í sumar. Ástæðan er sú að hann fjárfesti í einbýlishúsi í Njarðvík. „Ég var mjög mikið að keppa í fyrrasumar, eiginlega alveg hægri – vinstri. Ég leiddi til dæmis Íslandsmótið í rallíinu í fyrra,“ segir hann. Á döfinni var keppnis­ ferð til Bandaríkjanna fyrr í þess­ um mánuði en Valdimar hætti við hana vegna húsakaupanna. „Maður lætur slíkt ganga fyrir en félagi minn keyrði bílinn í minn stað.“ Glæsibílar í Bretlandi Valdimar fór til Bretlands í júní og tók þátt í stærstu mótorsportsýn­ ingu í Evrópu sem nefnist Good­ wood Festival of Speed. „Það var æðislega gaman. Íslendingar hafa ekki áður tekið þátt í þessari sýn­ ingu. Þetta er meira sýning en keppni og það voru 300 þúsund manns mættir þarna. Mín þátttaka var bæði kynning fyrir Ísland og bílasportið hér. Stórkostleg upp­ lifun að taka þátt í svona sýningu þar sem glæsilegir bílar eru sýnd­ ir. Þeir voru sérstaklega margir í sumar þar sem sýningin hélt upp á 50 ára afmæli. Einungis tveir tor­ færubílar voru á sýningunni,“ segir Valdimar. Það reynir á að keppa bæði í rallí og torfæru. Menn þurfa að vera bæði andlega og líkamlega vel á sig komnir. Valdimar segist æfa lyftingar og þol daglega. „Það eru strangar öryggiskröfur hjá akstursíþróttamönnum. Slys eru fátíð í þessum greinum. Við þurf­ um að klæðast sérstökum búning­ um og bíllinn þarf sömuleiðis að vera búinn sérstökum öryggisbún­ aði. Allir bílar fara í stranga örygg­ isskoðun fyrir keppni,“ segir Valdi­ mar og bætir við að maður þurfi að eiga skilningsríkan maka til að stunda þetta sport. „Það er mikið fyrirtæki að reka tvo keppnisbíla en konan mín veit að þetta er fíkn sem fylgir mér alla tíð.“ Alltaf með bíladellu Bíladellan kemur víða fram hjá Valdimari. Hann ekur daglega á Range Rover og Ford Pickup. Í skúrnum á hann glæsilegan fornbíl, Bel air árgerð ´57. „Það er gríðar­ lega flott tæki sem fer út á hátíðis­ dögum,“ segir hann. „Ég keypti bíl­ inn hér á landi og er að mála hann,“ segir Valdimar sem er lærður bíla­ málari og starfar hjá Tjónaskoð­ un.is í Hafnarfirði. „Ég lauk nán­ ast námi í vélvirkjun en þar sem ég var alltaf að sprauta bílana mína þá skipti ég yfir í bílamálun.“ Valdimar er að bæta við sig þriðja keppnisbílnum. Það er annar Mitsubitshi Lancer sem hann hefur verið að smíða. „Maður er alltaf að bæta við sig. Ég býst við að það verði mikið keppt næsta sumar og byrjað snemma,“ segir Valdimar sem heldur úti Snapchat með not­ endanafninu crashhard99 en þegar fylgja honum 9.000 manns. Einnig heldur hann úti Facebook­síðu með sama nafni. Menn þurfa að vera bæði and- lega og líkamlega vel á sig komnir til að taka þátt í torfæru eða rallí- akstri. Miklar öryggis- kröfur eru gerðar í bíla- sportinu. Valdimar Jón Sveinsson Elín Albertsdóttir elin@365.is ,,Dekkið hefur frábært grip, einstaka endingu og flýtur mjög vel í djúpum snjó,“ segir Herjólfur Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Arctic Trucks. MYND/STEFÁN Snemma á næsta ári mun Arctic Trucks hefja sölu á nýjum og bylt­ ingarkenndum 44 tommu vetrar­ dekkjum frá finnska fyrirtæk­ inu Nokian Tyres. Fyrirtækin tvö hönnuðu dekkið í sameiningu sem ber nafnið Nokian Hakkapeliitta 44 og er að sögn Herjólfs Guð­ bjartssonar, framkvæmdastjóra Arctic Trucks, sérstaklega hann­ að til aksturs við erfiðar aðstæður að vetri til. „Dekkið hefur frábært grip, einstaka endingu og flýtur mjög vel í djúpum snjó. Í raun eru engin dekk á markaðinum í dag af þessari stærð sem eru sérstaklega hönnuð sem vetrardekk. Þau dekk sem hafa verið notuð undir mikið breytta bíla hingað til eru ekki sérstaklega hönnuð til vetrar­ aksturs. Nýja dekkið okkar hent­ ar hins vegar mjög vel á vegum og vegleysum, uppi á jöklum, á malarvegum og eru sérlega góð í snjó og hálku. Auk þess eru þau prýðileg á þjóðvegum landsins við hefðbundnar að­ stæður. Þess má geta að fyrstu dekkin hafa þegar verið send til Suðurskautslandsins þar sem þau verða prófuð við erfiðustu hugsanlegar aðstæður, í leiðangri sem Arctic Trucks tekur þar þátt í á næstu mánuðum.“ Bæði fyrirtækin, Nokian og Arctic Trucks, eru sérfræðingar í vetrarakstri og hafa átt mjög gott samstarf sem skilað hefur frábær­ um árangri hingað til. „Samvinna okkar hófst fyrir fjórum árum þegar þeir framleiddu fyrir okkur 35 tommu dekk en það var kynnt til sögunnar árið 2014. En í raun má segja að þetta hafi allt saman byrjað 2005 þegar Arctic Trucks setti á markað eigin vetrardekk. Það voru 38 tommu dekk sem voru bylting á sínum tíma enda fyrstu vetrardekkin fyrir íslensk­ ar aðstæður í þeirri stærð. Þau eru framleidd í Kína og eru enn seld við góðan orðstír. Með nýja dekk­ inu erum við einfaldlega að stíga skref fram á við og við vinnum nú með einum virtasta dekkjafram­ leiðanda heims.“ Nýju vetrardekkin verða seld hjá Arctic Trucks og gerir Herj­ ólfur ráð fyrir að þau komi í hús í febrúar eða mars. „Einn­ ig erum við að skoða möguleika á sölu þeirra erlendis í samstarfi við Nokian en það mun skýrast á næstu mánuðum.“ Stíga nú stórt skref fram á við Arctic Trucks kynnir til sögunnar ný og byltingarkennd 44 tommu vetrardekk snemma á næsta ári. Þau eru frá Nokian Tyres og eru sérstaklega hönnuð til aksturs við erfiðar aðstæður. Dekkið hefur frábært grip, einstaka endingu og flýtur mjög vel í djúpum snjó. Valdimar á toppi torfærubílsins ásamt hópi af svokölluðum „service“-strákum. Stuðningsstelpur, Alexandra Hauks- dóttir, kona Valdimars, er í miðjunni ásamt þeim Freyju og Grétu. Rallíbíllinn í akstri. Fyrsti íslenski þátttakandinn á Goodwood Festival of Speed Valdimar Jón Sveinsson hefur verið með svæsna bíladellu frá því hann man eftir sér fyrst. Hann stundar bæði rallí-akstur og torfæru og hefur keppt frá því hann fékk bílpróf. Valdimar fór í sumar til Bretlands og tók þátt í Goodwood Festival of Speed, fyrstur Íslendinga. Nýja dekkið okkar hentar hins vegar mjög vel á vegum og vegleysum, uppi á jökl- um, á malarvegum og eru sérlega góð í snjó og hálku. Auk þess eru þau prýðileg á þjóðvegum landsins við hefðbundn- ar aðstæður. Herjólfur Guðbjartsson VETRARDEkk kynningarblað 11. október 20168 1 1 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :1 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A D F -6 A F 4 1 A D F -6 9 B 8 1 A D F -6 8 7 C 1 A D F -6 7 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.