Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.06.2016, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 17.06.2016, Qupperneq 8
LögregLumáL Rúmlega þrítug kona frá Dóminíska lýðveldinu var hand- tekin á Keflavíkurflugvelli þann 15. maí síðastliðinn með um 350 grömm af kókaíni innvortis. Í dag er hún í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Akureyri. Einnig eru tvær aðrar konur frá sama landi í fangelsi á Íslandi fyrir innflutning fíkniefna en allar þrjár eru hollenskir ríkisborgarar. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins þekkjast konurnar ekki, en komu allar frá Hollandi til Íslands hver í sínum mánuðinum á þessu ári. Hinar tvær voru báðar sakfelldar í Héraðsdómi Norðurlands eystra síðastliðinn mánudag. Önnur þeirra er á sjötugsaldri og fékk fimmtán mánaða dóm fyrir innflutning á rúmum 600 grömmum af kókaíni. Hún kom til landsins 28. febrúar síðastliðinn. Hin konan er á fimm- tugsaldri og var handtekin nokkr- um dögum áður. Hún fékk tuttugu mánaða dóm fyrir innflutning á tæplega 750 grömmum af kókaíni. Þetta staðfesta lögmenn síðast- nefndu tveggja kvennanna. Þá er karlmaður, einnig frá Dóminíska lýðveldinu, í fangelsi á Litla-Hrauni fyrir innflutning á rúmum 700 grömmum af kókaíni. Hann var handtekinn 11. febrúar á Keflavíkurflugvelli. Þannig eru að minnsta kosti fjórir einstaklingar í fangelsi á Íslandi frá Dóminíska lýð- veldinu fyrir innflutning á kókaíni. Sveinbjörn Halldórsson, lög- reglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir lögregluna ekki geta tjáð sig um málin að svo stöddu. Á síðasta ári féllu tveir dómar í umfangsmiklum fíkniefnamálum. Mirjam Foekje van Twuijver var dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir smygl á tæplega tuttugu kílóum af fíkniefnum til Íslands og Barry Van Tuijl var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á tæplega 210 þúsund MDMA-töflum og rúm- lega 30 kílóum af amfetamíni. Bæði eru þau hollenskir ríkisborgarar og smygluðu efnunum frá Hollandi. Þá er eitt umfangsmikið fíkniefnamál til rannsóknar hjá lögreglu en fjórir menn eru í farbanni vegna málsins, tveir Íslendingar og tveir Hollend- ingar. Um er að ræða rúm tuttugu kíló af kókaíni sem komu hingað til lands með Norrænu í september síðastliðnum. nadine@frettabladid.is Fjórir óskyldir Dóminíkar í fangelsi vegna fíkniefnasmygls Þrjár konur og einn karl frá Dóminíska lýðveldinu er í fangelsi á Íslandi. Öll sitja þau inni vegna fíkniefna- innflutnings en komu til landsins frá Hollandi hvert á sínum tíma á árinu. Rúmlega þrítug kona frá Dómin- íska lýðveldinu var gripin í Keflavík um miðjan maí síðastliðinn með umtalsvert magn kókaíns innvortis. Fangaklefar í fangelsinu á Litla-Hrauni. Hér á landi sitja nú í fangelsi þrjár konur og einn karl frá Dóminíska lýðveldinu. Öll reyndu þau að smygla inn í landið fíkniefnum frá Hollandi. FréttabLaðið/Heiða Akureyri Talsvert hefur borist af kvörtunum til lögreglunnar á Akur- eyri vegna götuspóls og glæfraakst- urs í íbúðahverfum bæjarins vegna Bíladaga sem haldnir eru þessa dagana í bænum. Lögreglan vill hvetja gesti hátíðarinnar til að virða umferðarreglur og haga sér skikkan- lega, virða næturró og frið íbúa. „Það hafa borist talsvert margar kvartanir til okkar. Í gegnum árin hefur það fylgt hátíðinni; spyrna innanbæjar og götuspól um bæinn, sem fer í taugarnar á flestum öðrum en þeim sem það stunda,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlögreglu- þjónn á Akureyri. „Við erum með aukinn mannskap um helgina. Við erum ekki farnir að bæta mikið í um miðja vikuna en þó aðeins.“ Hann segir ekki hægt að takast á við öll þau mál sem koma á þeirra borð yfir hátíðina. „Það er nú bara þannig að menn fylgjast með okkur og það er yfirleitt rólegt í kringum okkur. En þá eru menn bara annars staðar. Þeir fylgjast grannt með ferð- um okkar og við getum ekki verið alls staðar. Þeir sem halda hátíðina leggja áherslu á að ökumenn hagi sér og virði þær siðareglur sem þeir hafa sett og við vonumst eftir því einnig að menn haldi þær reglur,“ segir Daníel. – sa Kvörtunum rignir inn vegna bíladaga Frá spyrnukeppni á bíladögum á akureyri árið 2014. FréttabLaðið/auðunn SýrLAnd Mannréttindaráð Sam- einuðu þjóðanna lýsti því yfir í gær að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki fremji þjóðar- morð á jasídum í Írak og Sýrlandi. Þessu er lýst yfir í skýrslu sem gerð var opinber í gær. Í skýrslunni er varað við því að markmið sam- takanna sé að gereyða jasídum og menningu þeirra. Hryðjuverkasamtökin eru sögð sjá jasída sem djöfladýrkendur sem þurfi að drepa í nafni guðs eða hneppa í þrældóm. Mannréttinda- ráðið kallar eftir því að ríki heimsins leggi meira á sig til að hjálpa jasíd- um en um 3.200 þeirra eru nú í haldi samtakanna. Áhlaup samtakanna á jasída hófst í ágúst 2014 þegar vígamenn sam- takanna fóru á milli bæja jasída í Sinjarhéraði í Írak og söfnuðu saman fólki. Karlmenn yfir tólf ára aldri voru aðskildir frá kvenfólkinu og skotnir ef þeir neituðu að snúa baki við arfleifð sinni. Konurnar urðu oft vitni að morðunum áður en þær voru fluttar á yfirráðasvæði samtakanna í Sýrlandi þar sem meirihluti þeirra er enn í haldi. Í skýrslunni segir að þær hafi þurft að þola „ótrúlegan hrylling“. Þúsundir kvenna og stúlkna allt niður í níu ára aldur hafa verið seldar á þræla- mörkuðum eða verið gefnar víga- mönnum samtakanna. – þea Segja Íslamska ríkið fremja þjóðarmorð Jasídar flýja hryðjuverkamenn í Írak. norDicpHotos/aFp 3.200 jasídar eru nú sagðir vera í haldi Íslamska ríkisins. Sveinbjörn Halldórsson, lögreglufulltrúi hjá rann- sóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir lögregl- una ekki geta tjáð sig um málin að svo stöddu. BAndAríkin Bandaríska ríkissak- sóknaraembættið hefur ákært Xu Jianqiang, kínverskan ríkisborgara, fyrir efnahagsnjósnir. Er hann sak- aður um að hafa stolið verðmætum forritunarkóða frá fyrrverandi vinnuveitanda sínum. Embættið hefur ekki látið nafns vinnuveitandans getið en fjölmiðlar vestanhafs segja hann vera tölvu- risann IBM. Þá er kóðinn sem Xu er sakaður um að hafa stolið sagður afrakstur áratugalangrar vinnu. Xu er sagður hafa unnið hjá fyrir- tækinu frá 2010 til 2014, en nafn hans mátti enn finna í starfsmanna- skrá IBM á heimasíðu fyrirtækisins, síðast þegar að var gáð. Ríkissaksóknaraembættið segir Xu hafa ætlað sér að stela kóðanum til þess að færa hann yfirvöldum í Kína. Xu hefur verið gert að mæta fyrir dómstóla og svara ákæru embættis- ins í dag. – þea Ákæra Kínverja fyrir njósnir í Bandaríkjunum SVíÞJÓÐ Sænska ríkið hefur verið dæmt til að greiða rómafólki, sem fært var í sérstaka skrá lögreglunn- ar, bætur. Úrskurðað var í undirrétti að um mismunun hefði verið að ræða. Ellefu manns kærðu skráninguna og hafa hverjum og einum verið dæmdar þrjátíu þúsund sænskar krónur í bætur eða sem svarar um 450 þúsundum íslenskra króna. Rök stjórnvalda voru þau að skráin hefði verið gerð vegna mik- illar glæpatíðni á Skáni þar sem margir af rómafólki hefðu komið við sögu. Ekki hefur þó verið útskýrt hvers vegna 4.673 manns voru skráðir, þar af ríflega ellefu hundruð börn yngri en fimmtán ára. – ibs Rómafólki dæmdar bætur 1 7 . J ú n í 2 0 1 6 F ö S T u d A g u r8 F r é T T i r ∙ F r é T T A B L A Ð i Ð 1 7 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 C 4 -3 D 5 8 1 9 C 4 -3 C 1 C 1 9 C 4 -3 A E 0 1 9 C 4 -3 9 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.