Fréttablaðið - 17.06.2016, Blaðsíða 21
fólk
kynningarblað 1 7 . j ú n í 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R
Dýrmætt
að grípa
tækifærin
Tónlistarkonan, fjölmiðlafræðingurinn og
fyrrverandi landsliðskonan í fótbolta Greta
Mjöll Samúelsdóttir flutti með fjölskyldu sinni
síðastliðið haust á Djúpavog þar sem hún
þjálfar og kennir börnum íþróttir. Þar líður
henni vel, hún nýtur enn betur samverunnar
við dóttur sína og þar líður tíminn örlítið
hægar en á höfuðborgarsvæðinu.
Greta hefur nóg að gera á nýjum stað. Hún fluttist til Djúpavogs í haust þar sem hún kennir, þjálfar og nýtur lífsins.
Síðastliðið sumar sótti William
Óðinn Lefever, kærasti Gretu
Mjallar Samúelsdóttur, tónlistar-
konu, fjölmiðlafræðings og fyrr-
verandi landsliðskonu í fótbolta,
um starf íþrótta- og æskulýðsfull-
trúa Djúpavogshrepps og fram-
kvæmdastjóra Ungmennafélagsins
Neista. Starfið fékk hann og var
það kveikjan að því að fjölskyld-
an litla flutti austur. „Flutningarn-
ir voru ekki ákveðnir með löngum
fyrirvara, við sáum auglýsinguna
um starfið í júlílok, meltum þetta
yfir verslunarmannahelgina og
svo í lok ágúst vorum við búin
að ákveða að flytja,“ segir Greta
Mjöll en hún var á þeim tíma að
klára fæðingarorlof þannig að þá
var farið í að finna eitthvað fyrir
hana að gera á Djúpavogi. Þá kom í
ljós að það vantaði íþróttakennara
og þjálfara á staðinn. „Þar sem ég
er með þessa reynslu af íþróttum
taldi ég mig alveg geta leyst það
af hendi. Ég hef því kennt öllum
börnunum íþróttir í vetur og þjálf-
að nánast öll þeirra líka í Neista og
hefur það verið ótrúlega skemmti-
leg reynsla.“
tilbúin að prófa nýja hluti
Greta segir það vera heilmikið mál
að flytja svona langt, að rífa fjöl-
skylduna upp með rótum og taka
þetta skref. „Margir í fjölskyld-
unni hans Óðins hafa prófað að
flytja út á land úr borginni og hafa
borið því vel söguna. Við höfð-
um rætt þetta og velt þessu fyrir
okkur um nokkurt skeið. Sérstak-
lega eftir að við eignuðumst litlu
Regínu,“ útskýrir Greta og held-
ur áfram.
„Það tala allir um að tíminn
þegar börnin eru lítil fljúgi áfram
og ég var ekki tilbúin að leyfa
honum að fljúga frá mér. En ég
skil vel af hverju hann gerir það.
Það eiga allir að vera að gera „allt“
og það helst á nákvæmlega sama
tíma. Þegar þú ert að hefja feril
þá áttu helst líka að stofna fyrir-
tæki, skrifa bók, eignast öll börn-
in þín og vera fullkomin á meðan.
Þessi hönnun er hálf skrítin finnst
mér stundum. Við ættum í raun að
byrja að eignast börn um fimm-
tugt. Þá eru allir komnir í svo
gott jafnvægi,“ segir hún hugsi og
bætir við að henni finnist press-
an um að gera þetta allt saman á
sama tíma of mikil.
„Ég var bara ekki til í þetta. Ég
horfði á þetta þannig að með því
að flytja hingað væri ég kannski
að ýta hlutum aðeins til hliðar og
myndi ná að njóta dóttur minnar.
Svo er maður náttúrlega bara á
fullu hér og hef sjaldan verið jafn
upptekin. En samt á góðan hátt,
mér finnst ég vera að njóta Reg-
ínu og tímans með henni. Svo get
ég bara skrifað bók seinna,“ segir
Greta brosandi.
besta hlutverkið
Regína Anna Lefever, dóttir
Lífsstíll
Seguldrifinn blandari
1
7
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
C
4
-4
2
4
8
1
9
C
4
-4
1
0
C
1
9
C
4
-3
F
D
0
1
9
C
4
-3
E
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
1
6
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K