Fréttablaðið - 17.06.2016, Blaðsíða 40
Sýningin Draumur aldamótabarns verður
opnuð í Kirkjubæ í dag, á sjálfan þjóðhá-
tíðardaginn. Er Kirkjubær ný viðbót við
grunnsýningu Byggðasafns Árnesinga sem
staðið hefur undanfarið 21 ár.
„Byggðasafnið keypti Kirkjubæ árið
2011 og hefur unnið ötullega að endur-
bótum á húsinu. Okkur þótti gráupplagt
að kaupa bæinn með það fyrir augum að
útvíkka sýningarhaldið. Nú er búið að gera
Kirkjubæ upp og sýningin klár,“ útskýrir
Lýður Pálsson, safnstjóri Byggðasafns
Árnesinga. Safnið hefur nýtt arf Helga
Ívarssonar frá Hólum til þessa verkefnis.
Útgangspunktur sýningarinnar Draums
aldamótabarnsins er venjulegt líf fólks á
árunum 1920 til 1940. „Sýningin er upp-
full af safnmunum í réttu samhengi og
skemmtilegum fróðleik um tímabilið.
Þarna eru textar, munir og svo Kirkjubær
sem talar sínu máli,“ segir Lýður.
Og sennilega er það rétt, því saga þessa
litla bárujárnsklædda timburhúss er heil-
mikil.
„Húsið á Eyrarbakka var heimili heldra
fólks, þar bjó kaupmaðurinn til dæmis. Í
kringum það hús voru hús alþýðunnar og
þar með Kirkjubær, sem byggt var vestan
við Húsið. Það var byggt af almúgafólki
árið 1920. Þar er svo búið til 1983 uns það
varð að sumarhúsi. Ólafur Haukur Símon-
arson rithöfundur átti það til dæmis um
tíma,“ segir hann glaðlega og bætir við
að eldri hjón úr Reykjavík hafi svo keypt
það og nostrað við garðinn, sem nú sé
heilmikið aðdráttarafl, enda fallegur með
eindæmum.
Lýður segir alla hjartanlega velkomna
í Kirkjubæ í dag, en hann verður opn-
aður klukkan 12 á hádegi og er aðgangur
ókeypis í tilefni dagsins. Gefst gestum
sömuleiðis færi á að skoða Sjóminjasafnið
og Húsið, en sé á heildina litið er Eyrar-
bakki nánast eins og eitt stórt safn svo allir
ættu að finna eitthvað fyrir sinn smekk.
gudrun@frettabladid.is
Dyr aftur til fortíðar
opnaðar í Kirkjubæ í dag
Byggðasafn Árnesinga hefur gert Kirkjubæ upp og bætir honum þar með við ríkulega
safnaflóru á Eyrarbakka. Kirkjubær var byggður árið 1920 og er nú kominn í fyrra horf.
Lýður Pálsson safnstjóri við Húsið á Eyrarbakka. Hann er afar ánægður með viðbótina sem
opnuð verður almenningi í dag.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Alfreð Júlíusson
vélfræðingur,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir
miðvikudaginn 15. júní.
Guðbjörg Alfreðsdóttir Ásmundur Karlsson
María Júlía Alfreðsdóttir Símon Ólafsson
Ólöf Alfreðsdóttir Ágúst Victorsson
Kristín Gróa Alfreðsdóttir Ragnar Ríkharðsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar,
Gunnþóra Sigurbjörg
Kristmundsdóttir
sem lést 10. júní síðastliðinn, verður
jarðsungin frá Langholtskirkju í
Reykjavík, fimmtudaginn 30. júní kl. 15.
Þorkell Helgason
Þorsteinn Helgason
Þorlákur Helgi Helgason
Þorvaldur Karl Helgason
Þorgeir Sigurbjörn Helgason
Þóra Elín Helgadóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Þórdís Halldóra
Sigurðardóttir
Gullengi 6, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 15. júní.
Útför hennar verður frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 23. júní kl. 13.00.
Jónína Jóhannsdóttir
Sigurður Jóhannsson Áslaug Jóna Sigurbjörnsdóttir
Auður Haraldsdóttir Atli Már Sigurðsson
Erla Haraldsdóttir Magnús Hreggviðsson
Haukur Páll Haraldsson Marilee Haraldsson
Hjörtur Haraldsson Sólveig Níelsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma.
Svala Jónsdóttir
Smárahvammi 6, Hafnarfirði,
sem lést mánudaginn 13. júní,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
miðvikudaginn 22. júní kl. 15.00.
Örn Bergsson
Valur Arnarson Elín Perla Kolka
Halla Katrín Svölu- og Arnard. Óskar Björnsson
Jón Arnarson Rósa Margrét Grétarsd.
Ingibjörg Arnardóttir Páll Jakob Malmberg
Bergur Arnarson Þórhildur Sif Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Sr. Örn Friðriksson
sóknarprestur og prófastur
á Skútustöðum í Mývatnssveit,
lést fimmtudaginn 9. júní síðastliðinn.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 1. júlí kl. 13.30.
Álfhildur Sigurðardóttir
Áslaug Arnardóttir Klaus Wendt
Friðrik Dagur Arnarson Sigyn Eiríksdóttir
Arnfríður Arnardóttir Erlingur Harðarson
Þórdís Arnardóttir Ingólfur Sigurðsson
Sigurður Ágúst Arnarson Svanhildur Ástþórsdóttir
og fjölskyldur.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi
Gestur Vigfússon
lést á Hjúkrunarheimilinu Hömrum
í Mosfellsbæ 10. júní.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju
mánudaginn 27. júní kl. 13.00.
Svanur Marteinn Gestsson
Valgeir Gestsson Jónína Rós Guðmundsdóttir
Vilbergur Vigfús Gestsson Anna Lilja Hafsteinsdóttir
Sævar Bragi Arnarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð við andlát og útför
elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu
og langömmu.
Rögnu Bergmann
Guðmundsdóttur
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Skógarbæjar
fyrir góða umönnum.
Eiríkur Þorsteinsson Linda Björnsdóttir
Valur Ragnar Jóhannsson Sædís Arndal
Katrín Gróa Jóhannsdóttir Trausti Friðfinnsson
Jóhanna Huld Jóhannsdóttir Albert Ingason
Guðrún Edda Jóhannsdóttir Birgir Ingibergsson
Bergþóra Ósk Jóhannsdóttir Ólafur Eyjólfsson
Örn Ingvar Jóhannsson Iðunn Ása Hilmarsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Magðalena Sigríður
Elíasdóttir
(Siddý)
andaðist föstudaginn 10. júní. Útförin fer fram frá
Hallgrímskirkju mánudaginn 20. júní klukkan 11.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á líknarfélög.
Guðrún Helga Theodórsdóttir Jón Hilmarsson
Elías Theodórsson Ester Ólafsdóttir
Steinunn Hulda Theodórsdóttir Örn Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Merkisatburðir
1900 Fyrsta póstferð með varning og fólk í fjórhjóla hestvagni
farin frá Reykjavík austur í sveitir.
1907 Íslenskur fáni, blár og hvítur, er fyrst dreginn að húni um landið.
1911 Háskóli Íslands er settur í fyrsta sinn á aldarafmæli Jóns
Sigurðssonar forseta.
1918 Loftskeytastöðin á Melunum í Reykjavík er tekin í notkun í
samvinnu við Marconi-félagið í London.
1925 Á Ísafirði er tekið í notkun nýtt sjúkrahús sem talið var hið
fullkomnasta á Íslandi.
1926 Björg Karítas Þorláksdóttir verður fyrst íslenskra kvenna til að
ljúka doktorsprófi er hún ver doktorsritgerð sína við Sorbonne-há-
skóla í París.
1941 Alþingi kýs Svein Björnsson sem fyrsta ríkisstjóra Íslands.
1944 Stofnun íslenska lýðveldisins er formlega lýst yfir á Þing-
völlum og stjórnarskrá lýðveldisins staðfest.
1959 Íþróttaleikvangurinn í Laugardal er vígður.
1 7 . j ú n í 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R24 T í m A m ó T ∙ F R É T T A B L A ð i ð
tímamót
1
7
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
C
4
-1
A
C
8
1
9
C
4
-1
9
8
C
1
9
C
4
-1
8
5
0
1
9
C
4
-1
7
1
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
1
6
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K