Fréttablaðið - 17.06.2016, Side 10
Frakkland Yfirvöld í Frakklandi
ákváðu í gær að vísa tuttugu rússnesk-
um fótboltabullum úr landi sem voru
þangað komnar til að fylgjast með
Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu
og veitast að stuðningsmönnum ann-
arra liða. Bullurnar tilheyra hópi sem
er einkar hliðhollur Vladimír Pútín,
forseta Rússlands. Leiðtogi hópsins,
Alexander Shprygin, er á meðal þeirra
sem vísað verður úr landi.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra
Rússa, fundaði í gær með sendiherra
Frakka í Rússlandi og sagðist einkar
óhress með ákvörðun Frakka. Lavrov
varaði við því að andúðin sem hann
sæi á mótinu gæti skaðað tengsl Rússa
og Frakka og lýsti áhyggjum sínum
yfir ögrandi hegðun aðdáenda ann-
arra landsliða sem hann sagði hafa
traðkað á rússneska fánanum.
Eins og áður hefur verið greint frá
eru Rússar á síðasta séns hjá UEFA,
knattspyrnusambandi Evrópu, eftir
hegðun stuðningsmanna lands-
liðsins um síðustu helgi. Samkvæmt
frönsku lögreglunni veittust þá 150
rússneskar, vel þjálfaðar, fótbolta-
bullur að Englendingum og beitti
lögregla táragasi til að ná stjórn á
átökunum. Ef rússnesku bullurnar
gerast aftur sekar um slíka hegðun
verður Rússum vísað úr leik á mót-
inu.
Óeirðir brutust út á ný í fyrrinótt
þegar lögregla beitti táragasi og hand-
tók 36 fótboltabullur, mestmegnis
Englendinga, eftir að til stympinga
kom á milli enskra, velskra, rúss-
neskra og slóvakískra fótboltaaðdá-
enda í borginni Lille. Sextán voru
fluttir á sjúkrahús eftir átökin.
Enskar bullur náðust meðal annars
á myndband er þær voru að kasta
smápeningum í átt að börnum sem
voru úti á götu að betla. Þá hrópuðu
þær einnig að börnunum og blaða-
maður Financial Times sagðist á
Twitt er hafa séð bullur láta ungan
strák drekka hálfan lítra af bjór í
skiptum fyrir smápeninga.
Englendingar eru einnig á hálum ís
í augum UEFA vegna ofbeldis og var
þeim hótað brottrekstri úr keppninni
í vikunni. – þea
Rússnesk boltabulla kastar stól í átt að
Englendingum í Lille. NoRdicphotos/AFp
Tuttugu Rússum var í gær vísað úr landi frá Frakklandi
dómsmál Vátryggingafélag Íslands
ber ábyrgð á tjóni sem varð á fatn-
aði og öðrum munum í versluninni
GK Reykjavík árið 2013 samkvæmt
nýföllnum dómi Hæstaréttar.
GK Clothing ehf., sem rekur
verslunina, krafðist þess að viður-
kennt yrði að VÍS bæri bótaskyldu
úr ábyrgðartryggingu verktakans
Viðskiptavit ehf., og féllst dómurinn
á það.
Tjónið varð þegar eigendur hús-
næðisins að Laugavegi 66, þar sem
verslunin var starfrækt, stóðu í
miklum framkvæmdum sem urðu
til þess að gat varð til inn á lager
verslunarinnar. Í kjölfar þess fann
mikið magn af iðnaðarryki sér leið
inn í verslunina og var hún óstarf-
hæf, auk þess sem lagerinn lá undir
skemmdum. Eigendur verslunar-
innar segja tjónið hafa hlaupið á
tugum milljóna króna.
Hæstiréttur taldi Viðskiptavit
ehf. ekki hafa viðhaft fullnægjandi
ráðstafanir til að koma í veg fyrir
tjónið og að það hafi orðið vegna
saknæmra aðgerða verktakans.
Dómurinn taldi ekki hafa verið
sýnt fram á eigin sök GK í málinu. – þv
VÍS bótaskylt
fyrir tjón GK
Reykjavík
Verslunin var áður á Laugavegi 66, en
í kjölfar tjónsins var hún óstarfhæf.
FRéttAbLAðið/ViLhELm
HjálparstarF Rauði krossinn á
Íslandi sendi í vikunni 15 milljónir
króna til neyðarstarfs í Malaví. Þar
af leggur utanríkisráðuneytið til níu
milljónir króna. Þetta kemur fram
í tilkynningu frá Rauða krossinum.
Fjármagnið verður nýtt næstu
mánuði til þess að gefa 12.000 skóla-
börnum máltíðir þar í landi. Þá segir
að mikill uppskerubrestur hafi verið
á svæðinu sem megi rekja til loft-
lagsbreytinga af manna völdum.
Rauði krossinn á Íslandi hefur
áralanga reynslu af starfi í Malaví
og hefur frá árinu 2002 tekið þátt í
stórum verkefnum malavíska Rauða
krossins sem miða að því að bæta
heilsufar íbúa til lengri tíma. – ngy
Senda aðstoð
til Malaví
skólastúlkur í malaví fyrir utan
skólann. myNd/RAuði KRossiNN
Bretland Jo Cox, þingmaður
breska Verkamannaflokksins, var
myrt í gær, 41 árs að aldri, fyrir
utan bókasafn í Bristall, sem er suð-
vestur af Leeds. Árásarmaðurinn er
52 ára Englendingur.
Ráðist var á Cox síðdegis, hún
skotin í tvígang hið minnsta og
stungin mörgum sinnum. Cox var
úrskurðuð látin á vettvangi.
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, sagði þjóðina alla
í losti eftir morðið í yfirlýsingu sem
hann birti á heimasíðu sinni.
Hann sagði Cox hafa verið
mikilsvirtan þingmann og að and-
stæðingar hennar á þingi hefðu virt
hana mikils.
„Á næstu dögum verður að svara
spurningunum hvernig og af hverju
hún lét lífið,“ sagði Corbyn. „En nú
er hugur okkar hjá eiginmanni
Cox og tveimur börnum þeirra.
Þau munu vaxa úr grasi án móður
sinnar en geta verið afar stolt af því
sem hún gerði, því sem hún áorkaði
og því sem hún stóð fyrir.“
„Í dag hefst nýr kafli í lífi okkar.
Erfiðari, sársaukafyllri,“ skrifaði
Brendan Cox, eiginmaður þingkon-
unnar, í yfirlýsingu sem hann sendi
frá sér eftir tilræðið. „Hana hefði
langað tvennt umfram allt annað,
að börnin okkar yrðu umvafin kær-
leika og að við myndum öll samein-
ast um að berjast gegn því hatri sem
varð henni að bana.“
Jo Cox tilheyrði þeim sem telja
Bretlandi best borgið áfram innan
Evrópusambandsins. Vitni að árás-
inni segja að skömmu fyrir árásina
hafi árásarmaðurinn öskrað að
þingkonunni „Bretland fyrst!“, sem
er slagorð og heiti þjóðernishreyf-
ingar í Bretlandi sem berst gegn
innflytjendum og vill að Bretland
segi sig úr ESB.
David Cameron, forsætisráð-
herra Breta og formaður Íhalds-
flokksins, frestaði för sinni til
Gíbraltar vegna árásarinnar. Hann
sagði atburðinn hörmulegan og
sagðist biðja fyrir Cox og fjölskyldu
hennar.
Síðast gerðist það árið 1990 að
breskur þingmaður var ráðinn af
dögum þegar írski lýðveldisherinn
myrti Ian Gow, þingmann Íhalds-
flokksins, við heimili hans í Austur-
Sussex í Bretlandi, með sprengju
sem komið hafði verið fyrir undir
bíl hans. sveinn@frettabladid.is
Breska þjóðin er í áfalli eftir
morðið á þingkonunni Jo Cox
Jo Cox, þingmaður verkamannaflokksins, var myrt úti á götu í Bristall í gær. Árásarmaðurinn er 52 ára þjóð-
ernissinni. Eftirlifandi eiginmaður hennar hvetur alla til að sameinast um að berjast gegn því hatri sem varð
Cox að bana. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, frestaði för sinni til Gíbraltar vegna árásarinnar.
breska lögreglan rannsakaði heimili árásarmannsins eftir morðið í gær. hann var handtekinn á vettvangi. FRéttAbLAðið/EpA
Jo cox var fædd 1974 og kjörin á þing í síðustu þingkosningum. FRéttAbLAðið/EpA
36
fótboltabullur voru hand-
teknar í Lille í fyrrinótt.
1 7 . j ú n í 2 0 1 6 F Ö s t U d a G U r10 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
1
7
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
0
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
C
4
-3
8
6
8
1
9
C
4
-3
7
2
C
1
9
C
4
-3
5
F
0
1
9
C
4
-3
4
B
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
5
6
s
_
1
6
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K