Fréttablaðið - 17.06.2016, Qupperneq 26
Um helgar gerir fólk frekar vel
við sig í morgunverði en á virkum
dögum. Fær sér jafnvel Bloody
Mary eða Mímósu. Á vinnudögum
kýs fólk hins vegar eitthvað seðj-
andi en fljótlagað. Einn valkost-
ur er haframjöl, hnetur og ávextir
auk smávegis af jógúrt, bendir dr.
Walter Willett, næringar-
fræðingur við Harvard
háskóla, fólki á í við-
tali við tímarit-
ið Time. „Það er
góður og hollur
morgunverð-
ur sem tekur
stutta stund
að laga.“
Ýmis ber
eru tilvalin í
stað annarra
ávaxta út á jóg-
úrtina eða hafra-
grautinn. Maður
ætti reyndar alltaf að
hafa ber við höndina,
svo holl eru þau. Rann-
sóknir benda til þess
að bláber, brómber og
hindber verndi líkam-
ann gegn hjarta- og æðasjúkdóm-
um og jafnvel sumum tegundum
krabbameins, til dæmis brjósta-
krabbameini. Best er að borða ber
ásamt trefjum, til dæmis með því
að setja þau út í hafragraut. Heil-
korn er afar gott fyrir heilsuna og
hefur verndandi áhrif, meðal ann-
ars gegn sykursýki. „Það er samt
ekki nægjanlegt að fara út í búð og
kaupa heilhveitibrauð. Velja þarf
hollt og gott heilkorna brauð,“
segir Willett.
„Margar tegundir af brauði
innihalda mikið unnið korn,“ segir
dr. David Ludwig, samstarfsmað-
ur Willet í Harvard. Hann gaf út
bókina Always Hungry,
eða Alltaf svöng.
Bókin eyðir marg-
víslegum full-
yrðingum sem
fólk hefur um
mataræði og
þyngd. Lud-
wig hefur
lengi verið í
fararbroddi
í rannsókn-
um á stjórn
þyngdar. Hann
leggur mik la
áherslu á feit mat-
væli og ráðleggur
fólki að borða hnet-
ur, lárperur og dökkt
súkkulaði.
Ludwig segir að
fólk sem borðar ristað
brauð á morgnana ætti að kaupa
grófkorna eða heilkorna brauð.
Gott brauð, ber og heilbrigð fita
eða prótín heldur fólki söddu til
hádegis. Grísk jógúrt er ákjós-
anlegur morgunverður. „Fólk
þarf að minnka við sig sykrað-
ar mjólkurafurðir,“ segir hann.
Ludwig segir að hnetur og fræ
séu góður valkostur fyrir heils-
una. Sama má segja um reyktan
lax, en velja ætti hann sem álegg
á brauðið á morgnana. Þá eru egg
mjög góður kostur. Egg eru járn-
rík og draga úr hungri. Fólk þarf
ekki að hræðast kólesteról í eggj-
um. Kaffi má vel drekka, það er
ekki jafn óhollt og áður var talið.
Kaffi getur meira að segja haft
góð áhrif gegn heilabilun. Annar
sérfræðingur, dr. Eliseo Guallar,
segir að fólk ætti alltaf að forð-
ast sykur og óholl aukefni. Marg-
ir taka undir þau orð.
Hinn eini rétti morgunverður
Skál með blönduðum ávöxtum, haframjöli, réttu hlutfalli af fitu og prótíni auk smávegis af gleði er góð byrjun á
deginum, eftir því sem bandarískur næringarfræðingur segir. Staðgóður morgunmatur lætur fólki líða vel.
Hafragrautur með
berjum er góður
morgunverður.
Morgunverðurinn er mikilvægasta máltíð dagsins er oft sagt. Betra er þá að vanda til hans.
Í samstarfi við
Lindberg
síðan 1992
ÍslandÁFRAM
1 7 . j ú n í 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R6 F ó l k ∙ k y n n i n G A R b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l
1
7
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
C
4
-2
E
8
8
1
9
C
4
-2
D
4
C
1
9
C
4
-2
C
1
0
1
9
C
4
-2
A
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
1
6
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K