Fréttablaðið - 17.06.2016, Qupperneq 38
golf Bandaríski kylfingurinn Phil
Mickelson fagnaði 46 ára afmæli sínu
í gær og hann vonast til að eiga góða
afmælishelgi. Sú helgi á að enda með
því að hann verði loksins meistari á
US Open sem hófst í gær.
Ef Mickelson tekst að vinna
mótið þá kemst hann í fámennan
hóp manna sem hafa unnið öll
fjögur risamótin í golfinu. Þeir sem
það hafa gert eru Tiger Woods, Jack
Nicklaus, Gene Sarazen, Ben Hogan
og Gary Player.
Dreymir um að vinna þetta mót
Það er óhætt að segja að Mickelson
hafi verið grátlega nálægt því að ná
alslemmu golfsins. Hann er sann-
kallaður silfurmaður US Open enda
hefur hann orðið í öðru sæti mótsins
sex sinnum. Það var árin 1999, 2002,
2004, 2006, 2009 og 2013. Ótrúlegt
hreinlega.
„Þetta er eðlilega það mót sem
mig dreymir um að vinna. Ég vil ná
alslemmunni og hugsa stanslaust um
að vinna þetta mót. Ég verð samt að
koma því úr hausnum á mér. Vera
þolinmóður, spila minn leik og ekki
þvinga eitthvað fram,“ segir Mickel-
son.
Hann hefur unnið fimm risamót
á ferlinum og síðasta risamót sem
hann vann var Opna breska meist-
aramótið árið 2013.
„Ég er jákvæður og lít á þetta sem
frábært tækifæri til að loka hringnum
fyrir mig. Það væri sögulegt ef mér
tækist að vinna öll risamótin. Öll mín
reynsla á að nýtast mér á þessu móti
og það vantar ekkert upp á hungrið,“
segir Mickelson en hann spilaði með
Englendingnum Justin Rose og Sví-
anum Henrik Stenson í gær.
Erfiðasti völlur heims?
Völlurinn sem leikið er á er ákaf-
lega krefjandi. Oakmont-völlurinn
er einn erfiðasti golfvöllur heims og
hefur farið illa með margan kylfing-
inn í gegnum tíðina.
US Open fór síðast fram á þessum
golfvelli árið 2007 en alls hefur mótið
farið fram þarna átta sinnum. Það er
met. Sigurvegari mótsins 2007 var
Argentínumaðurinn Angel Cabrera.
Hann endaði mótið á fimm höggum
yfir pari sem segir meira en mörg orð
um hversu erfiður þessi völlur er.
„Þessi völlur er einstakur. Það er
ekki hægt að fá einn auðveldan fugl
á þessum velli,“ sagði Tiger Woods
eftir sitt fyrsta mót á Oakmont. „Á
flestum völlum er hægt að næla í
auðveldan fugl hér og þar en á Oak-
mont er slíkt ekki í boði.“
Völlurinn var opnaður árið 1903.
Brautirnar eru þröngar, karginn
þykkur og flatirnar oftar en ekki
grjótharðar. Það eru 210 sandgryfjur
á vellinum eða um 12 gryfjur á hverja
einustu, golfholu.
„Flatirnar eru líka einstaklega
erfiðar. Þær halla fram og til baka
og erfitt að finna góðan lendingar-
stað. Iðulega renna boltarnir bara út
af flötinni. Menn þurfa því að vera
ótrúlega klókir í sínum aðgerðum
og hugsa fram í tímann. Annars er
þér refsað og það grimmilega,“ sagði
Tiger Woods sem ber mikla virðingu
fyrir vellinum. „Annað væri einfald-
lega heimska.“
Mickelson þekkir völlinn líka vel
og hann sagði eftir tvo æfingahringi
að þessi völlur yrði ekkert auðveldari
eftir því sem kylfingar spiluðu oftar
á honum.
„Ég held í fullri alvöru að þetta sé
erfiðasti völlur í heimi.“
Mótið verður allt í beinni
útsendingu á Golfstöðinni og hefst
útsending klukkan 17.00 í dag og
svo klukkan 16.00 á laugardag og
sunnudag.
henry@frettabladid.is
Lýkur eyðimerkurgöngu Mickelson?
Opna bandaríska meistaramótið í golfi, US Open, hófst á Oakmont-vellinum í Pennsylvaníu í gær. Helsti silfurmaður mótsins, Phil
Mickelson, er bjartsýnn á að klára mótið að þessu sinni eftir að hafa lent sex sinnum í öðru sæti. Erfiðasti völlur heims, segir Mickelson.
Phil Mickelson er hér að taka æfingahring á Oakmont. NORDICPHOTOS/GETTY
Þessi völlur er
einstakur. Það er
ekki hægt að fá einn auð-
veldan fugl á þessum velli.
Tiger Woods
16. - 19. JÚNÍ
EITT AF RISAMÓTUM ÁRSINS - U.S. OPEN
BEIN ÚTSENDING FRÁ OAKMONT COUNTRY CLUB
JORDAN SPIETH, RORY MCILROY, PHIL MICKELSON, DUSTIN JOHNSON,
SERGIO GARCIA, RICKIE FOWLER, JASON DAY OG ALLIR FREMSTU
KYLFINGAR HEIMS!
TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á 365.IS EÐA Í SÍMA 1817
Það er orðið töff að vera stuðn-ingsmaður íslenska karlalands-liðsins í fótbolta. Það hefur
svo sem ekki skipt íslenska stuðn-
ingsmenn neinu máli en nú vilja
allra þjóða kvikyndi tengja sig við
land eldgosa, ísjaka og miðnætur-
sólar. Portúgalskir stuðningsmenn
segjast skammast sín fyrir Cristiano
Ronaldo og Norðmenn minna á
sterk tengsl sín við Ísland. Núna er
kannski góður tími til að skrifa undir
samning við Norðmenn þess efnis að
Leifur heppni hafi verið Íslendingur.
„Það er fullt af liði búið að hoppa
á íslenska vagninn,“ sagði Jóhann
Berg Guðmundsson við blaða-
menn í gær. Strákarnir okkar hafa
fundið fyrir miklum áhuga að utan
undanfarna mánuði, áhuga sem
hefur aðeins aukist eftir komu
liðsins hingað. Allt í einu eru m.a.s.
íslenskir blaðamenn orðnir áhuga-
verðir. Getið þið útskýrt það af
hverju strákarnir okkar eru svona
góðir? Hvað finnst ykkur um Lars
Lagerbäck? Hvað eru ykkar frábæru
stuðningsmenn að syngja? Geturðu
þýtt textann fyrir mig?
Hegðun og ummæli Cristianos
Ronaldo um okkar menn urðu til
þess að athyglin á leiknum gegn
Portúgal varð mun meiri en hún
hefði orðið ella. Úrslitin eru frábær
en langt í frá gríðarlega óvænt í
sögulegu samhengi. Þótt þeir rauð-
klæddu hafi verið mun líklegri vissu
allir sem hafa snefilsvit á fótbolta að
okkar menn ættu möguleika.
Svo er það að kunna að taka tapi,
reyndar jafntefli í þessu tilfelli.
Auðvelda leiðin fyrir Ronaldo hefði
verið að hrósa litla liðinu fyrir elju
og dugnað, láta skítkast eiga sig.
Honum var það fyrirmunað og
örugglega margir sem hafa stokkið
á Messi-vagninn eftir ummæli hans
um strákana okkar.
Leiknum lauk á tveimur auka-
spyrnum utan teigs, tveimur dauða-
færum fyrir Ronaldo. Báðar spyrn-
urnar fóru í varnarveginn og var
flautað til leiksloka eftir þá síðari.
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði
okkar, ætlaði að skiptast á treyjum
Rögnvaldur Reginskita og rigning
http://www.seeklogo.net
Dagbók
Kolbeinn Tumi Daðason
fylgir karlalandsliði Íslands
hvert fótmál á Evrópu-
mótinu í Frakklandi
og deilir upplifun sinni
með lesendum.
því það rigndi allan daginn. Rign-
ingin kom í veg fyrir að fjölmiðla-
mótið í fótbolta gæti farið fram.
Allajafna keppa fjölmiðlamenn í
keilu í svona ferðum en afrekskeilu-
spilarinn Björn Sigurðsson, Böddi
the great, gleymdi að bóka sal.
Fram undan er ferðadagur til
Marseille á sjálfan þjóðhátíðar-
daginn. Þar verður mikið húllumhæ
hjá Íslendingum sem verða örugg-
lega ekki færri en í Saint-Étienne
þar sem átta þúsund landar okkar
studdu okkar menn.
Íslenska pressan fær að fljóta með
strákunum í flugvélinni með loforði
um að láta leikmennina í friði um
borð í vélinni. Það loforð verður
ekki svikið enda fullkomlega sjálf-
sagt. Strákarnir okkar eru hins
vegar lítið að
pæla í þjóðhá-
tíðardeginum.
„Ha? Fagna
á morgun?“ sagði
Jóhann Berg spurður
af erlendu pressunni
hvort íslensku strák-
arnir ætluðu að slá upp
veislu í tilefni dagsins. „Leikurinn
er á laugardag.“
við Ronaldo, sem einnig er fyrirliði,
en gekk í burtu. Nýtt viðurnefni
Kristins R. Ólafssonar, Rögnvaldur
Reginskita, gæti verið komið til að
vera hjá sparkvissa Portúgalanum.
Æfingin var blaut hjá strákunum
í Annecy í gær. Ég sá reyndar ekki
æfinguna en annað er óumflýjanlegt
1 7 . j ú n í 2 0 1 6 f Ö S T U D A g U R22 S p o R T ∙ f R É T T A B l A ð i ð
1
7
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
C
4
-2
E
8
8
1
9
C
4
-2
D
4
C
1
9
C
4
-2
C
1
0
1
9
C
4
-2
A
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
1
6
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K