Fréttablaðið - 17.06.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.06.2016, Blaðsíða 6
[ LAX ] Villtur lax kominn í Nóatún Austurveri OPIÐ Í DAG 8 20 Á heræfingu Kastar sprengju úr leyni Pólskur hermaður tekur þátt í yfirstandandi Baltops-heræfingu Nato í Ustka, í norðan- verðu Póllandi, í gær. Alls taka yfir sex þúsund hermenn af öllu tagi þátt í æfingunni, sem nær til Eistlands, Finnlands, Þýskalands, Svíþjóðar og Póllands. Æfingunni lýkur á sunnudag. Fréttablaðið/EPa LögregLumáL Annar mannanna sem handtekinn var vegna Guð­ mundarmálsins á þriðjudag hefur ítrekað sagst í samtölum við fólk hafa borið ábyrgð á hvarfi Guð­ mundar Einarssonar í janúar árið 1974. Maðurinn er óreglumaður sem kom að málinu á upphafs­ stigum þess. Lögmaður mannsins sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hefði neitað öllum ásökunum lögreglu í skýrslutöku á þriðjudag. Í samtali við Vísi í gær sagði Sigur­ steinn Másson, sem gerði myndina Aðför að lögum árið 1996, að maður­ inn hefði þá greint sér frá því að hann bæri ábyrgð á hvarfi Guðmundar. „Á sínum tíma komum við þessu á framfæri til þar til bærra aðila en þetta var bara eitt af svo mörgu sem var að koma fram á þeim tíma en eftir því sem tíminn líður sér maður að það hefði verið full ástæða til að rannsaka þetta miklu betur. Þessum manni var líka sleppt úr gæsluvarð­ haldi um leið og hann gaf þennan framburð á þessum tíma. Það er í sjálfu sér vitnisburður sem lögreglan hefði fyrir löngu síðan átt að kanna,“ sagði Sigursteinn í samtali við Vísi. Fréttablaðið hefur fengið staðfest að maðurinn eigi sér langa sögu um óreglu. Hann var síðast sakfelldur í mars á þessu ári fyrir þjófnað á lista­ verki í Hallgrímskirkju. Hann dvaldi langdvölum í fangelsi erlendis við slæmar aðstæður á níunda áratugn­ um og hlaut þá samúð þjóðarinnar. Við útför Sævars Marínós Ciesi­ elski, sem dæmdur var ábyrgur fyrir dauða Guðmundar, í Dómkirkjunni 2011 var maðurinn með háreisti og truflaði athöfnina. Kunningjar segja hann hafa verið sakbitinn vegna málsins alla tíð, hvort sem það sé vegna meintrar aðildar eða þess að hann benti á Sævar sem aðila málsins í yfirheyrslu hjá lögreglu árið 1975. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu á miðvikudag og greindi frá því að tveir menn hefðu verið hand­ teknir og yfirheyrðir vegna málsins. Þeim var sleppt að lokinni skýrslu­ töku. Hinn maðurinn hefur hlotið tvo refsidóma fyrir manndráp. Í frétt RÚV í gær kom fram að hús­ leit hefði ekki verið gerð á heimili mannsins eins og Morgunblaðið greindi frá á fimmtudag heldur hafi húsleitarheimild þurft til að hand­ taka manninn. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ábendingin sem unnið væri eftir væri ekki alveg ný af nálinni heldur hefði hún borist lög­ reglu á allra síðustu árum. snaeros@frettabladid.is Handtekinn var með háreisti í útför Sævars Maðurinn sem handtekinn var vegna nýrra vendinga í Guðmundarmálinu hefur í samtölum við fólk áður sagst hafa borið ábyrgð á hvarfi Guðmundar. StjórnSýSLa Aldís Hilmarsdóttir, fyrrverandi yfirmaður fíkniefna­ deildar lögreglunnar á höfuðborgar­ svæðinu, heyrði fyrst af því í fréttum RÚV að hún myndi ekki snúa aftur í stöðu sína sem yfirmaður deildar­ innar. Aðspurð hvort hún hafi óskað eftir því að fá stöðuna aftur sagði Aldís að sín staða hefði ekki verið neitt til umræðu hingað til. Hún gæti ekki svarað til um mál sem hún vissi ekkert um. Aldís Hilmarsdóttir tók við for­ ystu í fíkniefnadeildinni í apríl árið 2014. Hún var tímabundið færð til í starfi í janúar á þessu ári þegar tveir starfsmenn deildarinnar voru til rannsóknar, grunaðir um spillingu í starfi. Rannsókn annars málsins hefur verið vísað frá en ekkert sak­ næmt kom í ljós við rannsóknina. Hitt málið er enn í rannsókn. Í frétt RÚV kemur fram að kynn­ ingarfulltrúi lögreglunnar, Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, svari fyrir­ spurn fréttastofu á þá leið að ráðið hafi verið í stöðu Aldísar og ekki fleiri breytingar séu í farvatninu. Aldís sé enn fjarverandi frá störfum og ekki liggi fyrir hvenær hún komi til baka. – snæ aldís Hilmars­ dóttir, fyrrver­ andi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Tekur ekki við fíkniefnadeildinni á ný Samgöngur Umferð á Snæfellsvegi hefur aukist um 26 prósent á árinu miðað við fyrstu mánuði síðasta árs, eða frá janúar og út maí. Sé litið lengra aftur í tímann nemur aukningin um 40 prósentum. Vegagerðin leiðir að því líkur að aukin vetrarferðamennska erlendra ferðamanna skýri mikla aukningu, að Snæfellsnes sé í heppilegri fjar­ lægð frá höfuðborginni þar sem langflestir erlendir ferðamenn hefja dvöl sína. Sama á við um hringveginn sunnan Vatnajökuls þar sem mikil aukning mældist í vetur, þar jókst umferð um 83 prósent í mars. Þegar meðalumferðin 2003­2016 er skoðuð á Snæfellsvegi fyrir fimm fyrstu mánuði hvers árs sést að umferðin vex árlega um fjögur pró­ sent á ári milli 2011 og 2015, en hefur nú vaxið um 26 prósent milli áranna 2015 og 2016 fyrir sama tímabil. – shá Vetrarumferð tekur stökk Fólk virðist sækja mjög á Snæfellsnesið í vetrarferðum. Fréttablaðið/GVa 26. janúar 1974 hvarf Guðmundur Einarsson eftir skemmtun í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Hann var 18 ára. 1 7 . j ú n í 2 0 1 6 F ö S t u D a g u r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð 1 7 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 C 4 -2 9 9 8 1 9 C 4 -2 8 5 C 1 9 C 4 -2 7 2 0 1 9 C 4 -2 5 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.