Fréttablaðið - 17.06.2016, Side 20
því að halda okkur á jörðinni. Við
eigum tvo leiki eftir og sá næsti er
mikilvægur.“
Heimir Hallgrímsson landsliðs-
þjálfari var eðlilega sáttur með fram-
lag íslenska liðsins gegn Portúgal.
„Við viljum standa fyrir ákveðn-
um hlutum og ákveðnum gildum.
Við sýndum þessi gildi í leiknum
gegn Portúgal og þetta þurfum við
að gera í hverjum einasta leik ef við
ætlum að safna fleiri stigum. Það er
ekki bara hægt að spila með þessi
gildi að vopni gegn góðum liðum
heldur þurfum við að gera þetta
alltaf,“ sagði Heimir.
Aðspurður hvort hann hefði
áhyggjur af því að strákarnir væru
enn að fagna jafnteflinu gegn Portú-
gal þegar kæmi að leiknum gegn Ung-
verjalandi sagði hann svo ekki vera.
„Þar sem ég þekki leikmennina
hef ég ekki áhyggjur af því að þeir
komi sér ekki niður á jörðina en
það er gott fyrir okkur að minna
okkur á þessi gildi og hversu mikið
við lögðum á okkur í þessum leik.
Einbeitingin gegn Portúgal var frá-
bær og ef við höldum svona áfram
út mótið erum við í góðum málum.“
Enginn 17. júní
Í dag heima á Íslandi verður vænt-
anlega ekki þverfótað fyrir börnum
með helíumblöðru í annarri og
kandífloss í hinni fyrir utan það
sem verður fast í andlitinu á þeim.
Unglingar sjúga sykursnuð og mis-
góðar hljómsveitir halda tónleika á
bæjarhátíðum úti um allt land. Það
er kominn 17. júní.
Það verður þó enginn þjóðhá-
tíðardagsfagnaður hjá strákunum
okkar sem ferðast til Marseille í
dag og taka þar síðustu æfingu
fyrir leikinn risastóra gegn Ung-
verjalandi. Strákarnir voru ekki
einu sinni meðvitaðir um að þessi
hátíðisdagur myndi renna upp í dag
þegar norskur blaðamaður spurði á
fundinum í gær hvort liðið ætlaði að
fagna eitthvað saman í dag.
„Fagna?“ spurði Jóhann Berg og
vissi ekki hvað maðurinn var að
tala um. Norðmaðurinn útskýrði
þá fyrir Íslendingnum að 17. júní
væri í dag. „Er hann á morgun?“
spurði Jóhann Berg og hlógu þá
allir í salnum. „Við erum ekki að
einbeita okkur að því. Við erum
bara að einbeita okkur að leiknum.
Vonandi fögnum við bara eftir leik-
inn.“
Heimir Hallgrímsson gat ekki
annað en brosað en kom sínum
manni til varnar: „Þeir eru svo ein-
beittir að þeir vita ekki einu sinni
að það er þjóðhátíðardagurinn á
morgun,“ sagði Heimir.
Ungverjar orðnir miklu betri
Ungverska liðið kom verulega á
óvart í fyrsta leik og vann Austurríki
sem margir sparkspekingar töldu að
gæti komið verulega á óvart á mót-
inu. Austurríki rúllaði upp erfiðum
riðli en Ungverjaland lagði Noreg í
umspilsleikjum.
„Við erum búnir að horfa á
þá nokkrum sinnum. Við sáum
umspilsleikina gegn Noregi en þeir
hafa bætt sig mikið síðan þá. Mér
fannst Ungverjaland spila frábær-
lega gegn Austurríki og það er með
mjög traust lið,“ sagði Kári um Ung-
verjana og Jóhann var sammála.
„Þeir eru miklu betri en þegar þeir
spiluðu við Noreg. Þeir mæta fullir
sjálfstraust til leiks eftir sigurinn á
Ungverjalandi.“
Heimir hrósaði Fernando Santos,
þjálfara Portúgals, mikið fyrir leik-
inn gegn Portúgal og Heimir líka
ungverska þjálfaranum.
„Við viljum hrósa Bernd Storck
fyrir hvað hann hefur gert með
ungverska liðið. Það er mjög skipu-
lagt og þegar maður hefur séð svona
marga leiki með Ungverjalandi sér
maður hvernig liðið er að þróast.
Ungverjarnir eru mjög þéttir og hafa
verið þekktir fyrir varnarleikinn en
gegn Austurríki sást hversu hættu-
legir þeir eru fram á við.“
fótbolti Þeir voru yfirvegunin upp-
máluð, Jóhann Berg Guðmundsson
og Kári Árnason leikmenn íslenska
landsliðsins í fótbolta, þegar þeir
svöruðu spurningum blaðamanna
á blaðamannafundi í Annecy ásamt
Heimi Hallgrímssyni í gær.
Næsta verkefni strákanna okkar
er leikur gegn Ungverjalandi í Mar-
seille á morgun en sigur þar kemur
okkar mönnum mjög líklega í 16
liða úrslitin. Þökk sé frábærum
úrslitum gegn Portúgal í fyrsta leik.
Þó mikil gleði hafi ríkt hjá þjóðinni
eftir þann leik voru strákarnir fljótir
niður úr skýjunum.
„Það þarf ekki að minna neinn á
það að halda sér á jörðinni. Það er
sjálfgefið. Við áttum okkur á því að
við erum í riðlakeppni þannig að
við þurfum að taka einn leik í einu.
Augljóslega voru þetta góð úrslit en
við höfum ekkert unnið enn þá,“
sagði Kári Árnason og Jóhann Berg
tók undir orð hans.
„Þetta var bara eitt stig. Við
unnum ekki leikinn og þurfum
EM2016
http://www.seeklogo.net
Tómas Þór Þórðarson
tomas@365.is
Seiglusigur kom FH aftur á toppinn í Pepsi-deildinni
Viltu boltann? Erlendur Eiríksson stóð í ströngu í leik Vals og FH á Valsvellinum í gærkvöldi. Hér virðist hann bjóða Kristni Frey Sigurðssyni og
Kassim Doumbia boltann. FH-ingar unnu leikinn 0-1 og komu sér á topp Pepsi-deildarinnar á ný. Valsmenn eru aftur á móti í 7. sæti með 10 stig, sjö
stigum á eftir FH-ingum. Þeir geta þó huggað sig við að erkifjendurnir í KR eru átta stigum frá toppnum. Fréttablaðið/hanna
Ísland mætir Ungverjalandi í öðrum leik liðsins á
EM 2016 á morgun. Eftir frábær úrslit gegn Portúgal
er líklegt að sigur komi okkar liði í 16 liða úrslitin.
Hæ, hó
og jibbí nei
Þeir eru svo
einbeittir að þeir
vita ekki einu sinni að það
er þjóðhátíðardagurinn
á morgun.
Heimir Hallgrímsson
Í dag
17.00 US Open 2016 Golfstöðin
22.00 Sumarmessan Sport
00.00 Perú - Kólumbía Sport
Stjarna gærdagsins á
EM 2016
http://www.seeklogo.net
EM í dag
http://www.seeklogo.net
13.00 Ítalía - Svíþjóð E-riðill
16.00 tékkland - Króatía D-riðill
19.00 Spánn - tyrkland D-riðill
EM 2016 í frakklandi í gær
b-riðill
England - Wales 2-1
0-1 Gareth Bale (42.), 1-1 Jamie Vardy (56.),
2-1 Daniel Sturridge (90.+2).
Stigin í b-riðlinum: England 4, Wales 3, Sló-
vakía 3, Rússland 1.
C-riðill
Úkraína - norður-Írland 0-2
0-1 Gareth McAuley (49.), 0-2 Niall McGinn
(90.+6). Fyrsti sigur Norður-Íra á EM.
Þýskaland - Pólland 0-0
Stigin í C-riðlinum: Þýskaland 4, Pólland 4,
Norður-Írland 3, Úkraína 0 (úr leik).
Liverpool-maðurinn Daniel
Sturridge kom Englendingum til
bjargar á EM í Frakklandi í gær eftir
að hafa komið inn á sem vara-
maður í stöðunni 1-0 fyrir Wales.
England vann á endanum 2-1 sigur
á Wales og er í toppsæti riðilsins.
Daniel Sturridge fékk ekki að spila
mínútu í fyrsta
leiknum en
lagði upp
fyrra markið
í gær fyrir
annan vara-
mann, Jamie
Vardy, og
skoraði
síðan
sigur-
markið
sjálfur í uppbótar-
tíma leiksins.
Pepsi-deild karla í fótbolta
Valur - Fh 0-1
0-1 Emil Pálsson (75.).
Emil Pálsson skaut Fh-ingum á topp Pepsi-
deildarinnar þegar hann tryggði liðinu 0-1
sigur annan leikinn í röð.
Efst
FH 17
Fjölnir 16
Breiðablik 15
Víkingur Ó. 14
ÍBV 13
Stjarnan 11
neðst
Valur 10
KR 9
Víkingur R. 8
Þróttur 7
ÍA 4
Fylkir 2
Undankeppni HM í handbolta
Portúgal - Ísland 21-20
Mörk Íslands (Skot): Aron Pálmarsson 4
(11), Arnór Þór Gunnarsson 3/1 (4/2), Rúnar
Kárason 3 (6), Arnór Atlason 3 (7/1), Kári
Kristján Kristjánsson 2 (2), Ólafur Guð-
mundsson 2 (3), Ásgeir Örn Hallgrímsson 2
(5), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (4).
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 16
(37/3, 43%).
Þrátt fyrir tapið er Ísland komið á hM í
Frakklandi sem fer fram í byrjun næsta árs.
Dregið verður í riðla 23. júní.
leikurinn var það seint í gær að aðeins
náðust inn úrslitin áður en Fréttablaðið
fór í prentun í gærkvöldi.
1 7 . j ú n í 2 0 1 6 f Ö S t U D A G U R20 S P o R t ∙ f R É t t A b l A ð i ð
sport
1
7
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
C
4
-3
3
7
8
1
9
C
4
-3
2
3
C
1
9
C
4
-3
1
0
0
1
9
C
4
-2
F
C
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
1
6
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K