Fréttablaðið - 17.06.2016, Síða 25

Fréttablaðið - 17.06.2016, Síða 25
Hvað borðar þú í morgunmat? Ég reyni að fá mér harðsoðin egg á hverjum morgni en flesta morgna er það Létt ab mjólk, Weetabix og tvö harðsoðin egg. Á laugardögum fær maður sér hins vegar gott morgunkorn. Uppskrift að góðri helgi Vakna snemma með fjölskyld- unni. Bruna í næsta bakarí og fá okkur góðan morgunmat. Kíkja í ræktina í stutta stund og síðan út með fjölskyldunni að gefa öndunum brauð, í göngutúr, hjól- reiðatúr eða eitthvað sem teng- ist útivist. Fara síðan í heimsókn- ir og enda daginn heima þar sem einhverju gómsætu er skellt á grillið. Um kvöldið er síðan horft á einhverja skemmtilega mynd þar sem börnin fá yfirleitt að ráða. Einnig finnst mér bústaða- ferðir og spilakvöld ótrúlega skemmtileg. Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég er í raun og veru alæta á tón- list. Ég er gömul sál og hlusta mikið á gamla stöffið frá Eagles og Stevie Wonder. Svo er frá- bært að slaka á eftir langan dag með rólegri músík. Í raun og veru er gott lag alltaf gott lag sama hvort það er rokk, popp, kántrí eða hvað. Hvað ertu að lesa? Í augnablikinu er ég einbeittur á EM og það eina sem ég les er eitthvað tengt mótinu. Ég er að lesa „bókina“ sem KSÍ gaf út fyrir Evrópumótið og inniheld- ur allar upplýsingar um liðin í keppninni, leikmenn og fróð- leiksmola. Hvernig verður sumarfríið? Sumarfríið verður stórskemmti- legt. Við fjölskyldan keyptum okkur tjaldvagn undir lok síð- asta sumars og ætlum að nota hann eins mikið og mögulegt er. Einnig erum við á leiðinni í fjölskylduferð til Spánar í júlí og tilhlökkunin er mikil. Ann- ars er stefnan að njóta sumars- ins í botn og vera eins mikið úti og maður getur. Fótbolti og golf gæti mögulega komið eitthvað við sögu. Uppáhaldsmaturinn þinn? Það er fátt sem toppar lamba- læri hjá tengdó. Heimalöguð pitsa með krökkunum, buff með brúnni sósu og lauk à la pabbi og svo er ég einstaklega veikur fyrir góðum rifjum. Verslunarmanna- helgarhumar (ef það er orð) eld- aður af mági mínum er líka eitt- hvað sem ég hlakka til að borða á hverju einasta ári. Heiðar aUstmann mUn Halda Uppi stemmingUnni í gamla KaUpfélaginU á aKranesi annað Kvöld. Lífsstíll Heiðars austmann Nú fer sumarið alveg að bresta á fyrir alvöru og þegar það gerist er gott að eiga eitthvað gómsætt í frystinum til þess að kæla sig niður. Frosinn jógúrtís er tilvalinn til að gæða sér á á heitum sumardög- um og ekki skemm- ir fyrir að hann er í hollari kantinum. Hér eru tvær uppskriftir að jóg- úrtís en auðvelt er að skipta út hráefn- um og setja sitt eftirlæti í staðinn. Bláberja jógúrtís fyrir 4 450 g frosin jarðarber ½ bolli grísk jógúrt ¼ bolli hunang 1 msk. ferskur sítrónusafi Setjið allt saman í blandara og blandið þar til orðið mjúkt. Hellið í form sem má fara í frysti, lokið og látið vera inni í frysti í minnst fjóra tíma eða yfir nótt. Bananahnetusmjörs jógúrtís fyrir 4 2 stórir frosnir bananar 240 ml grísk jógúrt 2 msk. niðursoðin mjólk (sweetened condensed milk) 2 msk. hnetusmjör Klípa af salti 4 hafrakex Setjið banana, jógúrt, mjólk, hnetu- smjör og salt í blandara og bland- ið þar til mjúkt. Myljið kexið vel og blandið út í. Setjið í frysti í nokkra klukkutíma. Leyfið ísnum að þiðna örlítið áður en hann er borinn fram. ljúffengUr og svalandi jógúrtís Fæst í öllum helstu apótekum. Þurr augu? Augnheilbrigði Tvöföld virkni Sex sinnum lengri ending Nýtt Thealoz Duo® er ný aðferð við meðhöndlun augnþurrks sem sækir innblástur beint til náttúrunnar. Til þess að koma jafnvægi á tárafilmuna notum við náttúrulegu efnin trehalósa, sem kemur á jafnvægi og verndar frumurnar á yfirborði hornhimnunnar, og hýalúronsýru, sem smyr yfirborð hornhimnunnar og gefur henni raka. TREHALÓSI Finnst í mörgum jurtum og hjálpar þeim að þrífast við þurrar aðstæður. Trehalósi verndar frumurnar og gerir þeim kleift að starfa með fullum afköstum. HÝALÚRONSÝRA Er að finna í augunum og hefur einstaka getu til að binda vatn. Hjálpar til við að smyrja og viðhalda táravökvanum á yfirborði augans. án rotvarnarefna F ó l k ∙ k y n n i n g a r b l a ð ∙ l í F s s t í l l 5F Ö s t U D a g U r 1 7 . j ú n í 2 0 1 6 1 7 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 C 4 -3 3 7 8 1 9 C 4 -3 2 3 C 1 9 C 4 -3 1 0 0 1 9 C 4 -2 F C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.