Fréttablaðið - 17.06.2016, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 17.06.2016, Blaðsíða 25
Hvað borðar þú í morgunmat? Ég reyni að fá mér harðsoðin egg á hverjum morgni en flesta morgna er það Létt ab mjólk, Weetabix og tvö harðsoðin egg. Á laugardögum fær maður sér hins vegar gott morgunkorn. Uppskrift að góðri helgi Vakna snemma með fjölskyld- unni. Bruna í næsta bakarí og fá okkur góðan morgunmat. Kíkja í ræktina í stutta stund og síðan út með fjölskyldunni að gefa öndunum brauð, í göngutúr, hjól- reiðatúr eða eitthvað sem teng- ist útivist. Fara síðan í heimsókn- ir og enda daginn heima þar sem einhverju gómsætu er skellt á grillið. Um kvöldið er síðan horft á einhverja skemmtilega mynd þar sem börnin fá yfirleitt að ráða. Einnig finnst mér bústaða- ferðir og spilakvöld ótrúlega skemmtileg. Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég er í raun og veru alæta á tón- list. Ég er gömul sál og hlusta mikið á gamla stöffið frá Eagles og Stevie Wonder. Svo er frá- bært að slaka á eftir langan dag með rólegri músík. Í raun og veru er gott lag alltaf gott lag sama hvort það er rokk, popp, kántrí eða hvað. Hvað ertu að lesa? Í augnablikinu er ég einbeittur á EM og það eina sem ég les er eitthvað tengt mótinu. Ég er að lesa „bókina“ sem KSÍ gaf út fyrir Evrópumótið og inniheld- ur allar upplýsingar um liðin í keppninni, leikmenn og fróð- leiksmola. Hvernig verður sumarfríið? Sumarfríið verður stórskemmti- legt. Við fjölskyldan keyptum okkur tjaldvagn undir lok síð- asta sumars og ætlum að nota hann eins mikið og mögulegt er. Einnig erum við á leiðinni í fjölskylduferð til Spánar í júlí og tilhlökkunin er mikil. Ann- ars er stefnan að njóta sumars- ins í botn og vera eins mikið úti og maður getur. Fótbolti og golf gæti mögulega komið eitthvað við sögu. Uppáhaldsmaturinn þinn? Það er fátt sem toppar lamba- læri hjá tengdó. Heimalöguð pitsa með krökkunum, buff með brúnni sósu og lauk à la pabbi og svo er ég einstaklega veikur fyrir góðum rifjum. Verslunarmanna- helgarhumar (ef það er orð) eld- aður af mági mínum er líka eitt- hvað sem ég hlakka til að borða á hverju einasta ári. Heiðar aUstmann mUn Halda Uppi stemmingUnni í gamla KaUpfélaginU á aKranesi annað Kvöld. Lífsstíll Heiðars austmann Nú fer sumarið alveg að bresta á fyrir alvöru og þegar það gerist er gott að eiga eitthvað gómsætt í frystinum til þess að kæla sig niður. Frosinn jógúrtís er tilvalinn til að gæða sér á á heitum sumardög- um og ekki skemm- ir fyrir að hann er í hollari kantinum. Hér eru tvær uppskriftir að jóg- úrtís en auðvelt er að skipta út hráefn- um og setja sitt eftirlæti í staðinn. Bláberja jógúrtís fyrir 4 450 g frosin jarðarber ½ bolli grísk jógúrt ¼ bolli hunang 1 msk. ferskur sítrónusafi Setjið allt saman í blandara og blandið þar til orðið mjúkt. Hellið í form sem má fara í frysti, lokið og látið vera inni í frysti í minnst fjóra tíma eða yfir nótt. Bananahnetusmjörs jógúrtís fyrir 4 2 stórir frosnir bananar 240 ml grísk jógúrt 2 msk. niðursoðin mjólk (sweetened condensed milk) 2 msk. hnetusmjör Klípa af salti 4 hafrakex Setjið banana, jógúrt, mjólk, hnetu- smjör og salt í blandara og bland- ið þar til mjúkt. Myljið kexið vel og blandið út í. Setjið í frysti í nokkra klukkutíma. Leyfið ísnum að þiðna örlítið áður en hann er borinn fram. ljúffengUr og svalandi jógúrtís Fæst í öllum helstu apótekum. Þurr augu? Augnheilbrigði Tvöföld virkni Sex sinnum lengri ending Nýtt Thealoz Duo® er ný aðferð við meðhöndlun augnþurrks sem sækir innblástur beint til náttúrunnar. Til þess að koma jafnvægi á tárafilmuna notum við náttúrulegu efnin trehalósa, sem kemur á jafnvægi og verndar frumurnar á yfirborði hornhimnunnar, og hýalúronsýru, sem smyr yfirborð hornhimnunnar og gefur henni raka. TREHALÓSI Finnst í mörgum jurtum og hjálpar þeim að þrífast við þurrar aðstæður. Trehalósi verndar frumurnar og gerir þeim kleift að starfa með fullum afköstum. HÝALÚRONSÝRA Er að finna í augunum og hefur einstaka getu til að binda vatn. Hjálpar til við að smyrja og viðhalda táravökvanum á yfirborði augans. án rotvarnarefna F ó l k ∙ k y n n i n g a r b l a ð ∙ l í F s s t í l l 5F Ö s t U D a g U r 1 7 . j ú n í 2 0 1 6 1 7 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 C 4 -3 3 7 8 1 9 C 4 -3 2 3 C 1 9 C 4 -3 1 0 0 1 9 C 4 -2 F C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 1 6 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.