Fréttablaðið - 10.10.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.10.2016, Blaðsíða 6
Hlíðasmára 8 | Skipholti 70 | Spönginni 13 Sími 554 7200 | hafid@hafid.is | Fiskur vikunnar Öll marineruð bleikja 1.990 kr. kg. 10. - 14. októberH AFIÐ FISKVERS LU N 10 ára Efnahagsmál Fjármagnstekjur drógust saman um 36 prósent frá árinu 2010 til 2015, en greiðendum fjármagnstekjuskatts fækkaði um 80 prósent. Þetta kemur fram í Stað- tölum skatta sem birtar voru á vef ríkisskattstjóra í vikunni. Til skattskyldra fjármagnstekna einstaklinga teljast vaxtatekjur, arður, söluhagnaður og leigutekjur utan rekstrar. Á þessar tekjur er lagður fjármagnstekjuskattur, sölu- hagnaður getur þó verið skattfrjáls eftir eignarhaldstíma eða tegund- um eigna. Fjármagnstekjur námu 90,5 millj- örðum króna árið 2015, saman- borið við 139,3 milljarða árið 2010. Tekjurnar tóku dýfu milli áranna 2010 og 2011 þegar þær lækkuðu um helming. Á sama tíma fækkaði framtelj- endum fjármagnstekna (og greið- endum fjármagnstekjuskatts) úr 182.699 í 38.780 (tölur um fjölda framteljenda með fjármagnstekjur vísa til fjölda fjölskyldna en ekki einstaklinga). Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt- stjóri segir að það sem skýri helst þessa þróun sé að frítekjumark var tekið upp árið 2009 sem gerði ráð fyrir að fyrstu 125 þúsundin af vaxtatekjum væru skattlaus. „Þetta er lagabreyting sem skýrir þetta að mestu leyti, því langflestir sem greiða fjármagnstekjuskatt greiða lítið. Það varð strax mikil breyting árið 2011. Fjármagns- tekjuskatturinn var á móti hækk- aður úr 10 prósentum í áföngum í 20 prósent, þannig að skattarnir eru þyngri á þeim sem þurfa að greiða hann,“ segir Skúli. „Það er alltaf einhver dulin starf- semi og auðvitað er svört starfsemi eitthvað af þessu,“ heldur Skúli áfram. „En þegar við skoðum leigu- tekjur er líklegra að þær séu að skila sér betur með nýjum reglum.“ Heildarleigutekjur jukust úr 6 milljörðum króna árið 2010 í 8,9 milljarða árið 2015, eða um 48 pró- sent. Á sama tíma fjölgaði framtelj- enda leigutekna um 9,3 prósent. „Þetta hefur löngum verið vanda- mál með leigutekjurnar en við telj- um að það sé í skárra horfi nú eftir þessar breytingar. Hærri leigutekjur sýna að það eru fleiri að gefa þær upp,“ segir Skúli. Embætti ríkisskattstjóra telur, að sögn Skúla, að það sé mjög óverulegt sem skotið er undan af fjármagns tekjum úr fjármálastofn- unum og fyrirtækjum í formi arð- greiðslna. saeunn@frettabladid.is Mun færri greiða fjármagnstekjuskatt Greiðendum fjármagnstekjuskatts fækkaði úr 183 þúsundum í 39 þúsund milli 2010 og 2015. Lagabreytingar skýra þetta að mestu. Enn er eitthvað um dulda og svarta starfsemi, að sögn ríkisskattstjóra. Leigutekjur eru líklega að skila sér betur í ríkiskassann en áður. Stúdentar mótmæla í Brasilíu Mikil stúdentamótmæli hafa verið í Sao Paulo í Brasilíu og yfirtóku mótmælendur meðal annars skóla í borginni. Mótmælt er miklum niðurskurði í mennta- og heilbrigðiskerfi landsins en yfirvöld í Brasilíu ætla að ráðast í gagngerar breytingar sem munu gilda næstu 20 árin. NordicPhotos/Getty Það er alltaf einhver dulin starfsemi og auðvitað er svört starfsemi eitthvað af þessu. En þegar við skoðum leigutekjur er líklegra að þær séu að skila sér betur með nýjum reglum. Skúli Eggert Þórðar- son, ríkisskattstjóri Eþíópía Lýst hefur verið yfir neyð- arástandi í Eþíópíu til næstu sex mánaða. Ástæða þess er viðvarandi mótmæli Oromo- og Amhara-þjóð- flokkanna gegn ríkisstjórninni. Sextíu prósent íbúa Eþíópíu til- heyra Oromo- og Amhara-þjóð- flokkunum, sem eru afar ósáttir við að Tigray-þjóðflokkurinn, sem 6,1 prósent íbúa tilheyrir, fari með öll völd í landinu. Ofbeldi hefur aukist í Eþíópíu síðan á sunnudag fyrir viku þegar 55 manns létu lífið í átökum milli mótmælenda og lögreglunnar á Oromo-hátíð. Tugir þúsunda eru í haldi lögreglunnar. Óvíst er hvað neyðarástandið felur í sér, en ljóst er að mótmæl- endur munu ekki hætta aðgerðum sínum þrátt fyrir inngrip yfirvalda. Núverandi ríkisstjórn hefur verið við völd í 25 ár. – sg Neyðarástand í Eþíópíu 6,1% Eþíópíumanna tilheyrir þjóð- flokki sem fer með öll völd. Mótmælt í eþíópíu. NordicPhotos/AFP 1 0 . o k t ó b E r 2 0 1 6 m á n U D a g U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 0 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :4 8 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A D C -7 1 5 8 1 A D C -7 0 1 C 1 A D C -6 E E 0 1 A D C -6 D A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.