Fréttablaðið - 31.10.2016, Page 10
Við skiljum eftir drauma í Póstboxi fyrir þá sem ætla sér stóra hluti
VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA
Níu þingmenn sem óskuðu endur-
kjörs í kosningunum síðastliðinn
laugardag náðu ekki kjöri og falla
af þingi. Sameiginleg þingreynsla
þessara níu þingmanna er hvorki
meiri né minni en rúm 77 ár.
Samfylkingin galt afhroð í
öðrum kosningum sínum í röð og
fékk flokkurinn aðeins þrjá menn
kjörna á þing. Fimm þingmenn
flokksins féllu í kosningunum, öll
á höfuðborgarsvæðinu. Þau Helgi
Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Inga-
dóttir, Valgerður Bjarnadóttir og
Össur Skarphéðinsson óskuðu öll
eftir endurkjöri í Reykjavík en án
árangurs. Einnig féll Árni Páll Árna-
son, fyrrum formaður flokksins, af
þingi í kraganum.
Össur Skarphéðinsson kom inn
sem nýr þingmaður eftir kosning-
arnar árið 1991 og hafði því setið á
alþingi í aldarfjórðung þegar hann
féll af þingi og samflokksmaður
hans, Helgi Hjörvar, hafði setið í
rúm 13 ár þegar hann féll af þingi.
Fjórir þingmenn, þrír úr Fram-
sókn og einn úr Bjartri framtíð, féllu
af þingi eftir aðeins eitt kjörtímabil.
Þá féllu þrír þingmenn Fram-
sóknarflokksins, þau Karl Garðars-
son, Líneik Anna Sævarsdóttir og
Willum Þór Þórsson. Auk þess féll
Páll Valur Björnsson úr Bjartri fram-
tíð einnig af þingi.
Áratuga reynsla fallin af þingi
Samanlagður þingaldur þeirra níu einstaklinga sem féllu af þingi í kosningum helgarinnar eru tæpir átta
áratugir. Össur Skarphéðinsson hafði setið á þingi í 25 ár. Sigríður Ingibjörg segir að nú taki við nýr kafli.
ALÞINGI 32 nýir þingmenn hlutu
kjör í þingkosningunum í fyrra-
dag. Þetta er hæsta hlutfall nýrra
þingmanna í sögunni. Fyrir áttu
kosningarnar 2009 og 2013 metið
en þá voru 27 nýir þingmenn eða
42,9 prósent.
Af nýju þingmönnunum hafa þrír
setið áður á Alþingi. Það eru Ólöf
Nordal, Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir og Jón Þór Ólafsson. Sjö
þingmenn hafa áður tekið sæti sem
varamenn en í þeim hópi eru tveir
Sjálfstæðismenn, tveir Píratar, tveir
frá Vinstri grænum og Samfylking-
armaður.
22 þingmenn hafa aldrei áður
tekið sæti á þingi. Í þeim hópi er
þó að finna þingmenn sem þekkja
þingstörfin ágætlega. Þá er átt við
utanríkisráðherrann Lilju Dögg
Alfreðsdóttur og aðstoðarmennina
Teit Björn Einarsson og Þórdísi Kol-
brúnu Reykfjörð Gísladóttur. – jóe
Nýir þingmenn
aldrei fleiri
ALÞINGI Aldrei hafa fleiri konur náð
kjöri til þings en nú. Alls eru þrjá-
tíu þingmenn kvenkyns. Fyrra met
var frá kosningunum 2009 þegar 27
konur náðu kjöri. Í kosningunum
2013 náðu 25 þingkonur kjöri en í
lok kjörtímabils áttu 28 þingkonur
fast sæti á þingi. Var það eftir að
Ásta Guðrún Helgadóttir, Ólína Þor-
varðardóttir og Sigríður Á. Ander-
sen tóku fast sæti sem aðalmenn.
Flestar þingkonur eru innan raða
Sjálfstæðisflokksins eða alls sjö. Þær
mynda hins vegar aðeins þriðjung
þingflokksins. Það er lægsta hlutfall
allra þingflokka. – jóe
30 konur kjörnar
Sigríður Ingibjörg er þakklát fyrir
þann tíma sem hún átti á þingi, en
hún tók þar sæti árið 2009. „Ég er
þakklát fyrir að hafa fengið að sitja
tvö kjörtímabil á þingi og ég vona
að ég hafi gert eitthvað gagn á þeim
tíma. Nú tekur við nýr kafli þegar
þessum lýkur,“ segir Sigríður. Hún
segir fjölda flokka vera til trafala
fyrir framgang félagshyggjunnar.
„Þessi fjölbreytta flóra flokka við-
heldur Sjálfstæðisflokknum við
völd sem getur þá handstýrt hverja
hann vill fá til samstarfs.“
Páll Valur Björnsson er ánægður
eftir sitt kjörtímabil á þingi. „Þessi
þrjú og hálft ár hafa verið ótrúleg,
hvernig sem á það er litið, gríðar-
lega krefjandi, lærdómsrík og lang-
oftast skemmtileg. Það eru alltaf
vonbrigði þegar að maður nær ekki
markmiðum sínum og þannig er
það hjá mér núna,“ segir Páll Valur.
sveinn@frettabladid.is
Af þeim 63 einstaklingum
sem taka sæti á þingi eftir
kosningar eru þrjátíu og
tveir þeirra nýir þing-
menn. Sjö af þessum 32
hafa þó tekið sæti á Alþingi
áður sem varaþingmenn
á fyrri tímum en voru ekki
kjörnir alþingismenn á
síðasta kjörtímabili. Þrír
þessara nýju þingmanna
hafa áður setið á þingi. Það
eru Jón Þór Ólafsson, þing-
maður Pírata, sem sagði af
sér þingmennsku á síðasta
kjörtímabili fyrir sama
flokk, Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, fyrrum
varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins og mennta-
málaráðherra hans frá
2003-2009, og Ólöf Nordal,
innanríkisráðherra, sem
var kjörinn þingmaður frá
2007-2013.
Kosningar
2016
Ég er þakklát fyrir
að hafa fengið að
sitja tvö kjörtímabil á þingi
og ég vona að ég hafi gert
eitthvað gagn á
þeim tíma.
Sigríður Ingibjörg
Ingadóttir fyrrum
þingmaður
3 1 . o K t ó b e r 2 0 1 6 M Á N U D A G U r10 f r é t t I r ∙ f r é t t A b L A ð I ð
3
1
-1
0
-2
0
1
6
0
5
:1
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
1
D
-6
E
4
0
1
B
1
D
-6
D
0
4
1
B
1
D
-6
B
C
8
1
B
1
D
-6
A
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K