Fréttablaðið - 31.10.2016, Side 11

Fréttablaðið - 31.10.2016, Side 11
Kynntu þér Veitur á veitur.is og á Facebook Kalda vatnið er bara örlítið fljótara að renna frá Gvendarbrunnum út á Seltjarnarnes en það tekur þig að horfa á alla Stranger Things þættina Viltu komast á samning hjá okkur? Við leitum að tveimur jákvæðum og námsfúsum vél- virkjanemum sem eru búnir með grunndeild og langar til að kynnast stærsta veitukerfi landsins – og halda viðskiptavinum okkar á höfuðborgarsvæðinu í sambandi alla daga. Við bjóðum upp á metnaðarfulla nemaþjálfun þar sem þú getur klárað allt starfsnám á einum stað og fengið góðan undirbúning fyrir sveinspróf. Fjölbreytt úrlausnarefni Hjá okkur kynnist þú fjölbreyttri starfsemi og verkefnum; hvernig heitu vatni er dælt úr borholum, úrgangur hreinsaður í fráveitu og köldu vatni dreift – svo nokkuð sé nefnt. Þú færð skemmtilega og hagnýta reynslu af því að vinna með reynslumiklu fagfólki á fjölbreyttum og lifandi vinnustað sem leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð. Við tökum jafnréttið alvarlega Að jafnaði höfum við tvo vélvirkjanema í starfsnámi, sinn af hvoru kyni. Því hvetjum við jafnt stúlkur sem pilta til að sækja um og kynna sér nám í vélvirkjun. Ef þú vilt sækja um starfsnám ferðu á starf.or.is/veitur/ og fyllir út umsókn. Umsóknarfrestur er til 21. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Bryndís Ernstsdóttir mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@veitur.is. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA - 1 6 -3 1 3 5 Velkomin í draumaland vélvirkjans Þorvaldur Þorvaldsson 0,3% Við bættum nokkuð við okkur. Menn geta spurt sig hversu langt það nær en ég held að ávinningar okkar af kosningunum liggi að miklu leyti í öðrum hlutum. Við teljum að okkar málflutningur hafi skotið rótum og hann hafi náð til margfalt fleiri en áður og fengið góðar við- tökur,“ segir Þorvaldur Þorvalds- son, formaður Alþýðufylkingar um niðurstöður kosninganna. Þorvaldur segir flokkinn hvergi nærri hættan. „Við erum mjög bjartsýn á að kosningabaráttan núna verði lyftistöng fyrir frekari uppbyggingu flokksins. Við erum rétt að byrja. Baráttan heldur áfram.“ Við erum mjög ánægð með það að hafa boðið fram þó ekki væri nema í einu kjör- dæmi. Núna í þessum kosningum var miklu meiri kynning á nánast öllum flokkum. Við höfum aldrei fengið aðra eins kynningu,“ segir Júlíus Valdimarsson, formaður Húmanistaflokksins, um niður- stöður kosninganna. Flokkurinn bauð eingöngu fram í Reykjavík suður og fékk 0,1 prósent atkvæða. Júlíus segir fylgi Sjálfstæðis- flokks uggvænlegt. Það hafi komið á óvart. Ég sé það þannig að það er einhvern veginn inngróin tiltrú á sterka manninn í þjóðfélaginu. Það er gífurlegur ótti um fram- tíðina og fólk er hrætt við að fara nýjar leiðir.“  Júlíus Valdimarsson 0,1% Inga Sæland 3,5% Viðbrögðin eru náttúrulega bara dásamleg. Ég meina vá. Eins og við sögðum, við erum sigurvegarar, það er bara svoleiðis. Þetta er bara byrjunin, við ætlum að halda áfram, baráttan er bara rétt að byrja,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins um niðurstöðu kosninganna. Hún segir næsta skref vera frekari uppbyggingu. „Þetta er byr undir báða vængi. Við erum bjartsýn og brosandi eins og alltaf. Þetta er yndislegt, það er bara þannig. Hugs- aðu þér, á sjöunda þúsund manns treystu okkur og gáfu okkur sitt dýr- mæta atkvæði. Það er alveg ómetan- legt,“ segir Inga. Mín viðbrögð eru náttúrulega þau, fyrir okkur í Bjartri framtíð, að við erum mjög sátt við þessa niðurstöðu. Miðað við að okkur var ekki huguð nokkur framtíð í sumar þá er yfir sjö pró- senta fylgi og fjórir þingmenn mjög jákvætt. En það er leiðinlegt að fá færri þingmenn og sérstaklega að missa Pál Val Björnsson sem var orðinn einn af okkar sterkustu þing- mönnum,“ segir Óttarr Proppé, for- maður Bjartrar framtíðar, en flokkur hans bauð fram í fyrsta sinn í alþing- iskosningunum 2013. Í aðdraganda kosninganna mæld- ist flokkurinn ekki með þingmann inni en rétti úr kútnum undir lokin. Hann segir athyglisvert að sjá breytingar í pólitísku landslagi. Ákveðinn valdastrúktúr hafi verið brotinn upp og spennandi sé að sjá hvernig takist að vinna úr stöðunni. „Það sem er athyglisvert, af því við í Bjartri framtíð höfum gjarnan talað fyrir breyttum vinnubrögðum í pólitík, þá er að mörgu leyti spenn- andi að sjá framhaldið af því það liggur ekki í augum uppi annað en að gömlu góðu aðferðirnar séu ekki í boði lengur,“ segir Óttarr um fram- haldið. Við erum bara kát í Viðreisn,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Flokkur hans bauð fram í fyrsta skipti nú um helgina og uppskar sjö þingmenn, Benedikt þeirra á meðal. Tvísýnt var miðað við skoðanakannanir hvort hann kæmist á þing en Benedikt var inni allt frá fyrstu tölum. Enginn nýr flokkur hefur fengið meira fylgi í sínum fyrstu kosn- ingum utan Borgaraflokks Alberts Guðmundssonar sem klauf sig frá Sjálfstæðisflokki og bauð fyrst fram árið 1987. Sá flokkur fékk 10,8 pró- sent atkvæða. „Við erum búin að ná miklum árangri á skömmum tíma og von- umst til þess að geta fylgt því eftir með vasklegri stjórnarmyndun á ennþá skemmri tíma,“ segir Bene- dikt. Hann bætir því við að  engar formlegar viðræður hafi enn átt sér stað „en eins og kom fram í þessum samtalsþætti sem við vorum í á RÚV þá erum við eiginlega stöðugt saman í einhverjum þáttum þannig maður er að hitta þetta fólk þrisvar á dag.“ Benedikt segir það því ekki vera þannig að þau tali ekki saman, enda beri þeim skylda til þess. Óttarr Proppé 7,2% Benedikt Jóhannesson 10,5% Birgitta Jónsdóttir 14,5% Við erum rosalega ánægð og þakklát fyrir það að hafa tekist að þrefalda flokkinn okkar á þremur árum,“ segir Birg- itta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, um niðurstöður kosning- anna. Píratar bættu við sig 9,4 pró- sentustigum frá síðustu kosningum og fengu 14,5 prósent fylgi og tíu þingmenn. Flokkurinn bauð fyrst fram árið 2013 og fékk þá þrjá þing- menn. Þá segir Birgitta erfitt að segja til um hvernig næstu dagar muni þróast. „Ég á mjög erfitt með að vera véfrétt varðandi það hvernig þetta mun þróast næstu daga en þetta verður örugglega svolítið flókið,“ segir Birgitta. – þea f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ð 11M Á N U D A G U r 3 1 . o k t ó B e r 2 0 1 6 3 1 -1 0 -2 0 1 6 0 5 :1 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 D -5 F 7 0 1 B 1 D -5 E 3 4 1 B 1 D -5 C F 8 1 B 1 D -5 B B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.