Fréttablaðið - 30.05.2016, Síða 2
Mosatætarar
Vandaðir mosatætarar á hagstæðu verði
Garðtrak o r
í miklu úrv li
Gerir sláttinn auðveldari
ÞÓR FH
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 - 18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
Veður
Hægviðri eða hafgola í dag og skýjað
með köflum og líkur á síðdegisskúrum.
Milt veður. SJÁ SÍÐU 20
Kenna Íslendingum að sigla
Menning „Fyrir okkur er mikill
heiður að vera boðið að vera með
viðburð í þessari búð. Þetta er þar
sem allir vilja vera með bækurnar
sínar í sölu og svo er mikill heiður
að því að þeir vilji setja upp þenn-
an atburð sérstaklega fyrir okkur,“
segir Ragnar Jónasson rithöfundur.
Hann og Yrsa Sigurðardóttir rit-
höfundur lögðu leið sína til Lund-
úna í liðinni viku. Þar áttu þau
samtal við fullan sal af gestum um
íslenskar glæpasögur og sín eigin
ritverk í bókabúð Waterstones-
keðjunnar á Piccadilly í London,
sem er ein stærsta bókabúð í heim-
inum.
Ragnar hefur samið um útgáfu
á bókum sínum í ellefu löndum
og segir Ragnar að þeirra mest
framandi sé ef til vill Armenía.
„Það var einhver maður sem
vildi hafa samband við mig og
hann virtist hafa mikinn áhuga á
íslenskum glæpasögum og hafði
gefið út áður Arnald og Yrsu, að ég
held. Þetta er sennilegast óvenju-
legasta landið og mest framandi
landið,“ segir Ragnar. Hann segir
þó að stærsti markaðurinn í ár
sé Frakklandsmarkaðurinn. Þar
hefur bók hans, Snjóblinda, verið
gefin út í 21 þúsund eintökum og
segir Ragnar að viðtökurnar hafi
verið mjög góðar
Um leið og Ragnar var úti til að
hitta fólk í bókabúð Waterstones
hitti hann fulltrúa sjónvarps-
myndaframleiðendanna On the
Corner sem hafa keypt kvik-
myndaréttinn á bókum hans og
vinna nú að gerð framhaldsþátta.
„Þeir sögðu að það væri mjög
góður gangur í þessu ferli. Þeir
eru að vinna í því núna að finna
handritshöfund. Þeir eru búnir
að sigta út einhvern hóp sem þeir
eru að velja hinn eina rétta úr,“
segir Ragnar. On the Corner er
ungt framleiðslufyrirtæki, ef til
vill þekktast fyrir að hafa unnið
til Óskarsverðlauna fyrir heim-
ildarmynd um Amy Winehouse.
Ragnar segir að framleiðendurn-
ir ætli að skoða þann möguleika
að taka þættina upp á Íslandi, en
handritshöfundurinn verði líkleg-
ast ekki íslenskur. „Ég veit ekki til
þess að þeir séu að skoða íslensk
nöfn.“ jonhakon@frettabladid.is
Armenar áhugasamir
um íslenska krimma
Uppselt var á fund Yrsu Sigurðardóttur og Ragnars Jónassonar sem fram fór í
einni stærstu bókaverslun heims í síðustu viku. Ragnar Jónasson nýtti tækifærið í
ferðinni og ræddi við sjónvarpsþáttaframleiðendur. Hefur selt bækur til 10 landa.
Uppselt var þegar Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir ræddu íslenskar glæpa-
sögur, einkum sín eigin verk, við breska lesendur.
Ragnar hefur selt bækur
sínar til 11 landa.
Bandaríkin
Bretland
Ítalía
Frakkland
Þýskaland
Kórea
Japan
Armenía
Pólland
Tyrkland
Ástralía
Natasha og Jay Thompson González ásamt börnum sínum fjórum eru aftur komin til Íslands á skútunni sinni Messenger og nú til að kenna Íslend-
ingum að sigla. Fjölskyldan hefur síðastliðin sex ár búið í skútunni og siglt um heiminn. Fyrir tæpum tveimur árum komu þau til Íslands og höfðu
hér vetursetu, fyrst í Reykjavík en svo á Ísafirði þar sem yngsti fjölskyldumeðlimurinn fæddist. FRéttablaðið/SteFán
HeilbrigÐiSMÁl Nýgengi krabba-
meina og dánartíðni vegna þeirra
hefur lækkað hjá báðum kynjum á
undanförnum árum.
Með nýgengi er átt við tíðni
greininga á krabbameini.
Til ársins 2010 var stöðug hækk-
un á nýgengi krabbameina. Dánar-
tíðni var áður fremur stöðug en
hefur frá aldamótum lækkað tölu-
vert.
Lára G. Sigurðardóttir, læknir og
fræðslustjóri Krabbameinsfélags-
ins, segir að um sé að ræða óvæntan
viðsnúning í þróun krabbameina
hér á landi.
„Um 2009 hafði tíðnin verið að
hækka um eitt prósent á ári og séð
var fram á að þróunin yrði þannig
áfram. Núna sjáum við að sú spá er
ekki að rætast,“ segir Lára.
Stærsti hluti lækkunar dánar-
tíðni hjá konum er meðal þeirra
sem eru með brjóstakrabbamein
en þriðjungs lækkun hefur orðið
á síðustu þrjátíu árum. Rekja má
lækkunina til leitarstarfs Krabba-
meinsfélagsins sem og mikilla
framfara í meðferð.
Hjá körlum munar mestu um
tuttugu prósenta lækkun á dánar-
tíðni af völdum krabbameina í
lungum og blöðruhálskirtli.
Þennan góða árangur má þakka
öflugu tóbaksvarnarstarfi undan-
farinna ára og fleiri skurðaðgerðum
þar sem blöðruhálskirtillinn er
fjarlægður. – þv
Færri deyja úr
krabbameini og
nýgengi lækkar
Um 2009 hafði
tíðnin verið að
hækka um eitt prósent á ári
og séð var fram á að þróunin
yrði þannig áfram. Núna
sjáum við að að sú spá er
ekki að rætast.
Lára G. Sigurðar-
dóttir, fræðslustjóri
Krabbameinsfélags
Íslands.
lögreglUMÁl Alþjóðalögreglan
Interpol lýsir eftir Íslendingnum Jóni
Valdimar Jóhannssyni vegna afplán-
unar dóms. Í tilkynningu Interpol
kemur fram að hann hafi gerst sekur
um stórfellda líkamsárás, en það eru
íslensk yfirvöld sem lýsa eftir honum.
Jón Valdimar er 32 ára gamall og
samkvæmt upplýsingum Interpol er
hann 87 kíló að þyngd og 1,76 metrar
að hæð.
Árið 2008 hlaut Jón Valdimar 30
daga skilorðsbundinn dóm á Íslandi
fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot.
Interpol biðlar til þeirra sem hafa
upplýsingar um Jón Valdimar að hafa
samband við lögregluyfirvöld. – þv
Interpol lýsir
eftir Íslendingi
Jón Valdimar
Jóhannsson
3 0 . M a Í 2 0 1 6 M Á n U D a g U r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a Ð i Ð
3
0
-0
5
-2
0
1
6
0
4
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
9
2
-7
1
F
4
1
9
9
2
-7
0
B
8
1
9
9
2
-6
F
7
C
1
9
9
2
-6
E
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
2
9
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K